Fréttablaðið - 18.06.2011, Síða 45

Fréttablaðið - 18.06.2011, Síða 45
Já takk! Ég vil gjarna ganga í Kvenréttindafélag Íslands Nafn: Kennitala: Heimilisfang: Póstfang og staður: Netfang: Sendist til Kvenréttindafélags Íslands, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Einnig er hægt að ganga í félagið með skráningu á heimasíðunni www.krfi.is Hver eru mest aðkallandi verkefni kvennabaráttunnar í dag? Í raun hefur enn ekki tekist að vinna full naðar sigur í neinu af megin- viðfangsefnum kvenna baráttunnar. Það hefur náðst lagalegt jafnrétti á helstu vígstöðvum, en engu að síður viðgengst launamunur kynjanna enn og aðgengi kvenna og karla að völdum er ójafnt. Það er í rauninni óþol andi að sé ekki búið að klára þessi mál. Kynbundið ofbeldið er þó sennilega allrabrýnasta viðfangsefnið í dag. Það er nú mikinn part kvenna baráttunni að þakka að flett var ofan af þessu samfélags meini. Hérna er hagur kynjanna sá sami; karlar geta ekki unað því að konurnar í kringum þá séu beittar ofbeldi – né heldur að einstaka ofbeldismaður setji blett á karlkynið allt. Hvernig lítur jafnrétti kynjanna út í þínum huga? Umfram allt að annað kynið hætti að búa við forréttindastöðu á kostnað hins. Þetta virkar svo sjálfsagt, en þjóðfélagið hefur í raun þurft að vera í gjör gæslu til að ná þessu fram. Eins og samfélagið er vaxið í dag, þá þarf endalausa runu af sértækum Andrés Ingi Jónsson situr í aðalstjórn Kvenréttinda- félags Íslands Stórn Kvenréttinda- félags Íslands Frá vinstri: Halldóra Traustadóttir, framkvæmdastýra, Helga Guðrún Jónasdóttir, formaður, Hildur Helga Gísladóttir, gjaldkeri, Fríða Rós Valdimarsdóttir, ritari, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, varaformaður, á myndina vantar Ingu Guðrúnu Kristjánsdóttur, Margréti Björnsdóttur og Ragnheiði Bóasdóttur. aðgerðum og lagasetningu til að tryggja þá sjálf sögðu kröfu að kynin búi ekki við óeðlilegan aðstöðumun. Í draumaveröld ætti einstaklingurinn einn að skipta mál en veruleikinn er því miður annar. Baráttan snýst um að gera það að veruleika og gera baráttuna óþarfa. 19. júní, tímarit Kvenréttinda -félags Íslands, 60. árgangur. Hallveigarstaðir, Túngata 14, 101 Reykjavík www.krfi.is krfi@krfi.is Kvenréttindafélag Íslands Konur í kreppu? Í mars síðastliðnum voru tilkynntar uppsagnir hjá ríkinu. Uppsagnirnar bitnuðu helst á konum, en fækkað var um 470 konur og 70 karla. Guðbjartur Hannesson, velferðar- ráðherra, sagði í viðtali við RÚV útskýring una vera þá að störfum hefði langmest fækkað innan heil brigðis- geirans, en þar væru konur um 86 prósent starfs manna. Efnahagskreppan hefur þó bitnað meira á körlum en konum. Árið 2008 var atvinnuleysi karla og kvenna jafn mikið, eða 2,3%. Árið 2009 voru 8,7% karl manna atvinnulausir en 5,7% kvenna. Á síðasta ári voru enn 8,4% karla atvinnulausir en 6,8% kvenna. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fækkaði starfandi karlmönnum um tæplega 9.000 milli áranna 2008 og 2009. Árið 2008 störfuðu 97.100 karlmenn á Íslandi en árinu seinna voru þeir 87.300. Árið 2008 voru starf andi konur 81.500 en fækkaði lítillega milli ára og voru 79.500 árið 2009. Þessi fækkun átti sér aðallega stað í ákveðnum starfsgreinum. Hjá körlum fækkaði t.d. iðnaðarmönnum um 3.200 og sérfræðingum um 1.600. Konum fækkaði aðallega í þjónustu og verslun, um 1.800. Konum sem starfa sem sérfræðingar fjölgaði meira að segja um 800 milli áranna. Breytt staða kvenna Hanna Rosin vakti mikla athygli í fyrra þegar hún skrifaði grein með titlinum „The End of Men“ eða „Endalok karlmanna“. Þar bendir hún á að framtíð kvenna á vinnu markaði sé björt. Af þeim 15 starfsgreinum sem ætlað er að munu vaxa mest í Bandaríkjunum á næstu árum, eru konur í meirihluta í öllum nema tveimur (tölvunarfræði og hreingerningum). Rosin bendir á að konur séu í miklum meirihluta af þeim sem stunda háskólanám, þróun sem Íslendingar kannast vel við, en skólaárið 2008-2009 útskrifuðust 2.249 konur með háskólapróf en aðeins 1.158 karlar. Rosin veltir því fyrir sér hvort að konur séu ef til vill sérstak lega vel til þess fallnar að starfa í hvít- flibbastörfum sem ætla megi að séu framtíðarstörf hér á Vesturlöndum, þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á þekkingu, tjáskipti og samvinnu. Hún bendir á að rannsóknir hafa sýnt að þau fyrirtæki sem höfðu ágætt hlutfall kvenna í stjórnunar- og millistjórnendastöðum í fjármála- fyrirtækjum stóðu langbest af sér efnahagshrunið árið 2008. Hugleiðingar Rosins eru merkilegar og jákvæðar fyrir konur sérstaklega, en kannski líka jákvæðar þegar litið er til stöðugleika á alþjóðlega fjármálamarkaðnum. Þó megum við ekki gleyma að þrátt fyrir til tölu lega jákvæða stöðu kvenna á vinnu- markaði, saman borið við stöðu karla, þá getur Hagstofa Íslands aðeins sagt hálfa söguna. Þessar vinnu- markaðs tölur ná ekki yfir ólaunaða vinnu kvenna. Líklegt er t.d. að niðurskurður í heilbrigðis kerfinu muni bitna á konum aðallega, þegar fjölskyldur þurfa að taka að sér hjúkrun og umönnun sjúklinga. Uppsagnir ríkisins hafa bitnað illa á konum á þessu ári, en þó eru það fleiri karlar sem hafa misst vinnuna síðan efnahagur landsins hrundi árið 2008. Texti: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Ljósmyndari: Þórdís Erla Ágústsdóttir Ljósmyndari: Þórdís Erla Ágústsdóttir rannsóknir hafa sýnt að þau fyrirtæki sem höfðu ágætt hlutfall kvenna í stjórnunar- og millistjórnendastöðum í fjármálafyrirtækjum stóðu langbest af sér efnahagshrunið árið 2008“ Vændiskaup á Íslandi Hver hefur ekki heyrt setningu á borð við „vændi er ekki sýnilegt á Íslandi af því það er svo neðanjarðar“? Á Ís- landi er tiltölulega gott aðgengi að vændi. Vændiskaup á Íslandi fara m.a. fram á stefnumóta síðum og skemmti stöðum, í dag blöðum og verslunar miðstöðvum. Þó vændi sé auðfengin þjónusta og síður en svo falin má þó alltaf reyna að sannfæra sig – og aðra – um að vændisiðnaðurinn á Íslandi sé „neðanjarðar“. Á hinum Norðurlöndunum eru reglulega framkvæmdar rannsóknir á vændiskaupum. Almennt benda niðurstöður þeirra til þess að um 13- 14% karla, 18 ára og eldri, hafi einhvern tímann á sinni lífsleið keypt sér vændi. Á Íslandi hefur aldrei verið framkvæmd rannsókn á vændis kaupum, hvorki á umfangi þess né eðli. Ekki er ólíklegt að slík rannsókn myndi afhjúpa mýtuna um neðanjarðarvændi á Íslandi og sýna fram á að margir íslenskir karlar hafi keypt sér vændi. Forsíða: Sara Riel Myndskreyting: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Ljósmyndir: Áslaug Snorradóttir, Dröfn Nikulásdóttir, Gréta Guðmundsdóttir og Þórdís Erla Ágústsdóttir Umbrot og hönnun: Arna Rún Gústafsdóttir Prófarkalestur: Guðni Olgeirsson, Helga Guðrún Jónasdóttir, Inga Guðrún Kristjánsdóttir og Ragnheiður Bóasdóttir. Sérstakar þakkir fá: Auður Styrkársdóttir, Björg Einarsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, vinkonur og framtíðarkonur. 19. JÚNÍ, TÍMARIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS. 60. ÁRGANGUR BLS. 7

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.