Fréttablaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 8. júlí 2011 17 Í þeim fræðum sem snúa að beinni þátttöku almennings í töku ákvarðana er stundum gerður greinarmunur á þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem stofnað er til að kröfu kjósenda, eða vegna þess að þeirra er krafist samkvæmt lögum, og svo þeim sem stjórnmálamenn- irnir sjálfir setja í gang. Á ensku kalla sumir fræðimenn þær fyrr- nefndu „referendum“ en nefna þær síðarnefndu „plebiscite“. „Referendum“ er gjarnan þýtt sem þjóðaratkvæði. „Plebiscite“ mætti þýða sem „múgspurningu“. Munurinn á framkvæmd þjóðar atkvæðis og múgspurning- ar er þannig séð lítill. Í báðum tilfellum mæta menn í kjörklefa, krossa við já eða nei og henda svarinu í þar til gerðan kassa. En munurinn á þeim atkvæða- greiðslum sem stjórnmálastéttin kallar fram, þ.e.a.s. múgspurn- ingum, og þeim sem þurfa að fara fram þvert á hennar vilja er auð- vitað talsverður. Stærsta gagn- rýnin á múgspurningar er að þær auka völd stjórnmálamanna í stað þess að tempra þau. Ef stjórn- málamenn vilja þjóðaratkvæði um tiltekið mál þá kann að vera að þeir vilji annaðhvort leysa úr eigin deilum, firra sig ábyrgð, styrkja stöðu málefnis sem þeir aðhyllast, eða hindra framgöngu máls sem ella næði í gegn. Stundum getur munurinn á þjóðaratkvæði og múgspurningu verið óljós. Atkvæðagreiðslurnar tvær um Icesave voru þannig ákveðn- ar af stjórnmálamanni, forseta Íslands, þótt sannarlega mætti færa fyrir því rök að stór hópur kjósenda hafi gert um þær kröfu. Á þann hátt væri hæpið að kalla þær múgspurningar. Öllu verra var raunar að forsetinn hafi gert það að rökum, synjuninni til stuðnings, að daggóður slatti af þingmönnum hafi sagst vilja þjóðaratkvæði um málið. Það kemur málinu ekkert við. Það er þingforseta að telja atkvæði á þingi, ekki forseta Íslands. Kröfur minnihluta um þjóðar- atkvæði á þingi eru oftast láta- læti. Af og til, þegar umdeild stórpólitísk mál eru afgreidd, kalla þeir sem í þann mund eru að tapa atkvæðagreiðslunni eftir því að „þjóðin“ fái að tjá sig um það í þjóðaratkvæði. Slík krafa býr til eitt nafnakallið til við- bótar og lengir sjónvarpsútsend- inguna. Auðvitað hefur slíkt múgspurningarákall enga merk- ingu aðra en þá að setja stuðn- ingsmenn meirihlutans í þá stöðu að vera „hræddir við þjóðina“. Að sjálfsögðu vita menn að slíkar kröfur ná ekki í gegn. Stuðningur við þær er einfald- lega speglun á stuðningi við málið sem verið er að afgreiða. Þannig vildi núverandi fjár- málaráðherra á sínum tíma að „þjóðin“ fengi að tjá sig um afnám bjórbannsins en var nýlega minna spenntur fyrir þjóðaratkvæði um ESB-umsókn eða Icesave. Það væri rangmælt að kalla slíka afstöðu hræsni, svo augljós er leiksýningin. Leikarar verða vart kallaðir lygarar, eða hræsnarar. Annað dæmi um múgspurn- ingar eru þær atkvæðagreiðslur sem stjórnmálamenn nota til að forða sjálfum sér undan ábyrgð og ákvörðun í erfiðum málum. Hugmyndir um þjóðaratkvæða- greiðslur um umsókn að ESB falla að einhverju leyti í þennan flokk. Sama á við um fleiri mál sem sundra gjarnan stjórnmála- flokkum. Það er auðvitað auðvelt að leysa hvaða deilu sem er með því að vísa henni annað. En það er samt ekkert spes lausn. Loks bera að nefna þær múg- spurningar sem stjórnmálamenn leggja til í því skyni að styrkja málefnastöðu sína. Slíkt kemur óneitanlega upp í hugann þegar tillögur um þjóðaratkvæði, eða öllu heldur múgspurningu, um breytingar á kvótakerfinu ber á góma. Auðvitað er fátt sem varn- ar ríkisstjórninni að gera þær breytingar á kvótakerfinu sem hún telur nauðsynlegar. Að bera upp múgspurningu um kvóta- kerfið getur varla þjónað öðrum tilgangi en þeim að vera hótun við andstæðinga breytinganna og um leið von um að atkvæða- greiðslan snúist um „gjafakvót- ann“, „þjóðareignina“ og „kvóta- braskið“ fremur en það hvort það kerfi sem lagt er til sé sannar- lega betra og hagkvæmara en það gamla. Notkun þjóðaratkvæða- greiðslna um heim allan hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Sé vel að málum staðið getur beint lýðræði aukið aðhald stjórnmálamanna og eflt lýð- ræðislegan þroska kjósenda. En hafa ber sérstakan vara á þegar stjórnmálamenn í nafni beins lýðræðis leggja til múgspurning- ar í því skyni að ná fram eigin markmiðum. Saga tuttugustu aldar geymir ýmis víti sem ber að varast í þeim efnum. Múgurinn spurður Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Munurinn á framkvæmd þjóðaratkvæðis og múgspurningar er þannig séð lítill. Hinn 9. júlí næstkomandi mun 54. land Afríku líta dagsins ljós þegar Suður-Súdan öðlast sjálfstæði eftir áratuga ófrið við norðurhluta Súdan. Árið 2005 markaði tímamót í Súdan en þá var skrifað undir friðarsamn- ing til sex ára. Hluti af þessu samkomulagi gerði ráð fyrir kosningum, sem haldnar voru 2010. Jafnframt var gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Suður-Súdana til sjálf- stæðis annars vegar eða áfram- haldandi tengsla við norður- hlutann hins vegar. Niður staðan varð sú að í janúar síðastliðnum kusu tæplega 99 prósent Suður- Súdana sjálfstæði. Staða kvenna í Suður-Súdan er bág. Stúlka sem fæðist í dag er líklegri til að láta lífið við barns- burð en að fá nokkurn tímann tækifæri til að ganga í skóla. Þetta segir í raun allt sem segja þarf um mæðradauða og mennt- un stúlkubarna. Ofbeldi í garð kvenna er algengt og konur hafa ekki verið áberandi í stjórnmál- um eða annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar. UN Women (sem áður var UNIFEM) hefur starfað í Suður- Súdan frá árinu 2006. Starfið hefur beinst að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi sem og þátt- töku kvenna í lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta á sér- staklega við um síðastliðið ár í tengslum við almennar kosning- ar og undirbúning fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna nú í janúar. Rúm 20 ár eru síðan kosning- ar fóru síðast fram í Súdan, því var mikilvægt að efla vitund kvenna um þátttöku bæði fyrir kosningar og þjóðaratkvæða- greiðslu. UN Women tók virkan þátt í þessari vitundarvakningu, með það í huga að ná til kvenna sérstaklega og einnig að hvetja karla til að standa ekki í vegi fyrir því að konur nýttu sér rétt sinn til þátttöku. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl- una vann UN Women með 26 samtökum innan Suður-Súdan til þess að ná til kvenna í öllum hlutum landsins. Víða er vega- kerfi svo slæmt að ekki er unnt að komast milli þorpa nema gangandi eða í sumum tilvikum á mótorhjólum. Þessi innlendu grasrótarsamtök unnu gríðar- lega gott starf með stuðningi UN Women og náðu til margra þorpa þrátt fyrir þessar aðstæð- ur. Niðurstaðan var að 52 pró- sent þeirra sem skráðu sig til kosningaþátttöku voru konur. Nú, rúmum mánuði fyrir sjálfstæði Suður-Súdans, ríkir bjartsýni meðal íbúa landsins. Löng barátta fyrir frelsi og sjálfstæði virðist loksins hafa borið ávöxt og vonast er til að nýtt land muni leiða til betra lífs fyrir alla þegna. Augljóslega er mikið starf fyrir höndum og UN Women hyggst styrkja starf sitt í Suður-Súdan til muna. Áhugi og þörf er á að halda áfram að vinna að friðaruppbyggingu þar sem ólga ríkir enn þá undir yfir- borðinu. Huga þarf verulega að baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi sem er því miður alltaf vandamál í stríðshrjáðum ríkjum. Enn verður þörf fyrir að styðja við eflingu lýðræðislegra stjórnarhátta og hvernig megi auka hlut kvenna á því sviði, til að mynda þegar kemur að gerð nýrrar stjórnarskrár. Huga þarf að auka hlutfall læsra stúlkna og kvenna sem og að styrkja konur í atvinnusköpun og atvinnuleit. Síðast en ekki síst þarf að styðja vel við innlend grasrótarsam- tök og stjórnvöld og byggja upp styrk þeirra og getu. Það verður þörf fyrir mikinn stuðning í Suður-Súdan næstu áratugi. Reynsla UN Women sýnir hins vegar að vel skipu- lögð verkefni og samstarf við stjórnvöld og innlend grasrótar- samtök geta leitt til varanlegra umbóta. Starf UN Women í S-Súdan Jafnréttismál Guðrún Sif Friðriksdóttir ráðgjafi hjá svæðisskrifstofu UN Women í S-Súdan Yfirréttur Írlands [High Court of Ireland] VARÐANDI IRISH LIFE AND PERMANENT PUBLIC LIMITED COMPANY (“IL&P”) OG VARÐANDI (STÖÐUGLEIKA) LÖG UM LÁNASTOFNANIR 2010 (“LÖGIN”) Yfirréttur Írlands gaf út hinn 9. júní 2011 réttartilskipun samkvæmt 9. kafla laganna með eftirfarandi skilmálum: Rétturinn beinir því til IL&P (sem er lánastofnun með starfsleyfi í Írlandi) að taka skref í tengslum við að undirbúa að losa sig hugsanlega við suma eða alla starfsemi og eignir Irish Life Limited, sem er að öllu leyti í eigu dótturfyrirtækis IL&P, annaðhvort með opinberu útboði eða einkasölu þess. Rétturinn tilkynnti inter alia að réttartilskipunin og sérhver hluti hennar sé ráðstafanir til endurskipulagningar til að uppfylla tilskipun nr. 2001/24/EC frá Evrópuþinginu og Evrópuráðinu hinn 4. apríl 2001. Samkvæmt kafla 11 í lögunum er hægt að leggja fram umsókn um að víkja til hliðar réttartilskipun að uppfylltum skilyrðum sem sett eru fram þar til Yfirréttar Írlands, Four Courts, Inns Quay, Dublin 7, Írlandi, ekki síðar en 5 virkum dögum eftir útgáfu réttartilskipunarinnar. Samkvæmt kafla 64 (2) í lögunum, er ekki hægt að áfrýja réttartilskipuninni til Hæstaréttar [Supreme Court] án samþykkis Yfirréttar. Eintök af réttartilskipuninni er fáanleg frá aðalskrifstofu Yfirréttar með tölvupósti til: listroomhighcourt@courts.ie LÚR - BETRI HVÍLD Hlíðasmára Kópavogi Sími 554 696 Fax 55 www.lur.is lur@lur.is 20% - 70% AFSLÁ TTUR LAGERHREINSUN Opnunartími lagersölu: Laugardag milli kl. 11 og 16 Lagerhreinsunin er í Hlíðarsmára 1, þar sem Prodomo var áður til húsa. við hliðina á Krossinum, beint fyrir ofan smáralindina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.