Fréttablaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 6
8. júlí 2011 FÖSTUDAGUR6 FANGELSISMÁL Fangar í fangelsum landsins verða sífellt hættulegri og erfiðari og fangaverðir eru í stöðugri hættu vegna aðstöðu- leysis, segir Einar Andrésson, for- maður Fangavarðafélags Íslands, sem starfar í Fangelsinu Kópavogi. Fangaverðir lenda ítrekað í lífs- hættulegum aðstæðum, þar sem vinnutæki þeirra eru ekki full- nægjandi miðað við það umhverfi sem þeir starfa í. Fyrirsjáanlegt er að slys verði ef stjórnvöld sjá ekki að sér og heimila byggingu nýs fangelsis. „Staðan er hrikaleg,“ segir Einar. „Biðlistinn er langur og menn hafa orðið að grípa til þess úrræðis að losa fyrr út léttari brotamenn, það er að segja þá sem eru frekar til friðs úti í sam- félaginu, með því að setja þá í sam- félagsþjónustu eða önnur úrræði. Eftir í fangelsunum verða miklu þyngri brotamenn og staðan verð- ur alltaf erfiðari og erfiðari.“ Einar segir að fyrir nokkrum árum hafi það heyrt til undan- tekninga að sprautufíkill hafi komið inn í fangelsi. Nú sé það hending þegar fangar sem ekki séu sprautufíklar komi inn. „Sprautufíklum fylgir geysileg árátta til að reyna að smygla inn fíkniefnum. Einnig hætta varð- andi alnæmissmit, lifrarbólgu C og fleiri sjúkdóma sem þetta fólk er útsett fyrir. Þetta eru hættulegri fangar á allan hátt. Þeir svífast einskis til að ná sér í dóp og það er miklu meira starf í kringum þá.“ Einar segir að fólk sem komi til afplánunar sé yngra og verr á sig komið en áður. Konur séu að sækja í sig veðrið og þeim fari sífjölgandi í fangelsum landsins. „Fangarnir eru í verri málum en áður. Margir þeirra eru útlending- ar, einkum á Litla-Hrauni. Þar eru hættulegar klíkumyndanir í kring- um harðsnúna menn, eins og gerist í fangelsum erlendis, meðan þeir sem eru utan klíkanna geta ekki um frjálst höfuð strokið vegna hótana og áreitni. Þá er reynt að senda í önnur fangelsi, sem eru fullsetin fyrir. Við höfum ekki aðstöðu til að takast á við þetta,“ segir Einar. „Það eina sem bjargar stöðunni er að starfsfólkið er harðduglegt og passar upp á félagana. Gríðar- legt og stöðugt álag er hins vegar ávísun á heilsubrest til lengri tíma litið.“ Einar bendir á að með tilkomu nýs fangelsis yrði miklu hægara um vik að vinna með þessi mál, auk þess sem fyrirsjáanlega næð- ist miklu betri árangur við að flokka fólk niður eftir aðstæðum, afeitra fíkniefnaneytendur, vinna að því að koma mönnum á beina braut og bjarga þar með manns- lífum. Áætlun fangelsismálastofnunar um uppbyggingu fangelsa á land- inu liggi fyrir og hún þarf að fá framgang sem fyrst, segir Einar. Það muni leysa mörg vandamál sem fangaverðir standi frammi fyrir í dag. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra sagði í viðtali við Frétta- blaðið að hans vilji stæði mjög eindregið til þess að nýtt fangelsi yrði reist og rekið af ríkinu, sem væri mun ódýrari kostur heldur en rekstur einkaaðila. Málið væri nú komið frá sínu ráðuneyti á borð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra kvaðst ekki vilja ræða málið við Fréttablaðið en vís- aði á innanríkisráðherra. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar. jss@frettabladid.is Fangaverðir lenda ítrekað í lífshættu Erfiðir brotamenn og sprautufíklar eru nú meirihluti fanga í fangelsum lands- ins. Fangavörðum stafar mikil hætta af föngunum þar sem vinnutæki þeirra eru ekki fullnægjandi. Hættulegar klíkur myndast í kringum harðsnúna fanga. Kona sem flutt var í Kópavogsfangelsið í vikunni reyndi að skera sig á háls með kjöthníf. Hún var í fíkniefnavímu þegar hún kom inn. Í Kópavogs- fangelsinu er engin aðstaða til að leita á fólki nema á salerni fangelsisins. Illa gekk að hemja konuna við svo erfiðar aðstæður og hún rauk inn í eldunar aðstöðu fanga, greip þar kjöthníf og ætlaði að skera sig á háls. Konan virtist til alls líkleg, enda viti sínu fjær af völdum neyslu. Fanga- verðir náðu að yfirbuga konuna og setja hana í einangrun. Nú þarf að vista hana með annarri konu, sem hún hafði barið í höfuðið þegar báðar gengu lausar. Sú stakk hana þremur hnífsstungum í höfuðið í átökunum. Tekið skal fram að eldhúsáhöld í fangelsum landsins eru útbúin þannig að af þeim stafi sem minnst hætta. Til að mynda eru oddar brotnir af hnífum og bit þeirra slævt. Kona reyndi sjálfsvíg með kjöthníf FANGELSIÐ KÓPAVOGI Margir fangar eru sprautufíklar sem svífast einskis til að ná sér í eiturlyf, segir formaður Fangavarðafélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Notaðir bílar Bíldshöfða 10 - Sími 587 1000 BMW M5 507 hö. Verð 11.900 þús. Nýskráður 02.2008 - ekinn 20 þús. Leðurinnrétting, active sportsæti, Xenon ökuljós, Bluetooth símkerfi, 19” álfelgur, vetrardekk á 18” álfelgum, aksturstölva, topplúga, rafmagnslokun á hurðum, hiti og kæling í sætum o.m.fl. Innfluttur nýr af umboði. Staðgreitt 8.900 þús. 9 AF HVERJUM 10 KONUM FINNA FYRIR ÓÞÆGINDUM Á KYNFÆRASVÆÐI? RAKAAUKANDI GEL, EYKUR OG VERNDAR RAKASTIG, VIRKAR EINNIG SEM SLEIPIEFNI FÆST Í APÓTEKUM DÓMSMÁL Vegagerðin hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. um 40 milljónir króna vegna vanefnda á verk- samningi og ógreiddra reikninga vegna viðbótarviðgerða á Sæfara, Grímseyjar- ferjunni svokölluðu. Einnig var henni gert að greiða þrjár milljónir króna í máls- kostnað. „Þetta sannar það sem við höfum alltaf sagt, að Vegagerðin hafi verið að fara verulega illa með okkur,“ segir Eiríkur Ormur Víglundsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar. Eiríkur Ormur segist vona að þetta séu endalokin á illvígum og erfiðum deilum. „Þetta hefur valdið fyrirtækinu miklum skaða vegna álitshnekkis og ills umtals en nú hefur komið í ljós að það var ekki við okkur að sakast.“ Vegagerðin keypti árið 2005 ferjuna Oleain Arann frá Írlandi með það fyrir augum að breyta henni og gera við svo hún stæðist allar kröfur sem gerðar eru til ferja hér á landi. Í framhaldinu var gerður verksamningur við vélsmiðjuna og hljóðaði hann upp á 216 milljónir, um það bil. Fljót- lega kom þó í ljós að sú upphæð hrykki skammt, þar sem mun meiri breytinga var þörf en kveðið var á um í útboðslýsingu. Hafði þetta einnig í för með sér fimm mán- aða töf á verklokum. - jse Vegagerðin dæmd til að greiða Vélsmiðju Orms og Víglundar um 40 milljónir vegna Grímseyjarferju: Olli vélsmiðjunni skaða og álitshnekki GRÍMSEYJARFERJAN Reikningurinn fyrir Sæfara, eða Gríms- eyjarferjuna, hækkaði enn vegna dóms héraðsdóms. EFNAHAGSMÁL Hagsmunasam- tök heimilanna krefjast þess að stjórnvöld hefji undirbúning að almennum leiðréttingum stökk- breyttra lána og afnámi verð- tryggingar eða skjóti málinu undir dóm þjóðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin krefjast þess að stjórnarfrumvarp verði lagt fyrir Alþingi ekki síðar en á næsta haustþingi og samþykkt fyrir áramót. Þá hafa samtökin hafið undir- skriftasöfnun kröfu sinni til stuðnings, á vef sínum, www. heimilin.is. Kröfugerð undir- skriftasöfnunarinnar er eftir- farandi: „Í nafni almannahags- muna krefjumst við undirrituð almennrar og réttlátrar leiðrétt- ingar á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtrygg- ingar. Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina.“ - sv Hagsmunasamtök heimilanna hefja undirskriftasöfnun vegna verðtryggðra lána: Vilja leiðréttingu og afnám trygginga Hefur þú breytt trúfélags- skráningu þinni á liðnu ári? Já 12,5% Nei 87,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Vilt þú íbúðarbyggð í Vatns- mýrinni? Segðu þína skoðun á Vísir.is Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.