Fréttablaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 4
8. júlí 2011 FÖSTUDAGUR4
LÖGREGLUMÁL Rannsókn og bráða-
birgðaniðurstaða krufningar
sveinbarns sem fannst látið í sorp-
geymslu við hótel í Reykjavík um
síðustu helgi þykir benda til þess
að barnið hafi fæðst lifandi og heil-
brigt. Það hafi látist með voveif-
legum hætti og að konan sem
fæddi það beri ábyrgð á andláti
þess. Eftir það hafi hún sjálf komið
því fyrir í geymslunni og allt þetta
hafi gerst án þess að aðrir hafi haft
eða fengið um það vitneskju.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu.
Konan var í gær úrskurðuð í
farbann til 4. ágúst að kröfu lög-
reglunnar. Hún var handtekin um
síðustu helgi vegna rannsóknar á
voveiflegu andláti barnsins sem
fannst í geymslunni. Hún var lögð
inn á sjúkrahús en færð til skýrslu-
töku hjá lögreglu á miðvikudag.
Þaðan fór hún í gæsluvarðhald á
Litla-Hrauni.
Í ljósi þess sem niðurstöður
krufningar barnsins leiddu í ljós og
kom fram við skýrslutöku yfir kon-
unni þóttu ekki lengur fyrir hendi
sömu skilyrði gæsluvarðhalds yfir
henni og áður. Hæstiréttur felldi
því gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr
gildi.
Að sögn lögreglu verður kapp-
kostað að ljúka rannsókn málsins
sem fyrst og senda rannsóknar-
gögn til ríkissaksóknara til ákvörð-
unar. Þá verður gætt að því að
konan fái læknisaðstoð og heil-
brigðisþjónustu í samræmi við
þarfir sem læknar meta. - jss
Unga konan sem fæddi barn á Hótel Fróni laus úr gæsluvarðhaldi en úrskurðuð í farbann til 4. ágúst:
Lifandi fætt en sett látið í sorpgeymsluna
Rannsókn lögreglu beinist nú að því að upplýsa hvort mál konunnar kunni
að falla undir 212. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þar segir:
„Ef móðir deyðir barn sitt í fæðingunni eða undir eins og það er fætt, og
ætla má, að hún hafi gert það vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum
veiklaðs eða ruglaðs hugarástands, sem hún hefur komist í við fæðinguna,
þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.“
Allt að sex ára fangelsi
GENGIÐ 07.07.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
221,2635
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,74 116,30
184,93 185,83
165,37 166,29
22,167 22,297
21,374 21,500
18,196 18,302
1,4286 1,4370
184,08 185,18
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
FARIÐ MEÐ SVARIÐ Í FERÐALAGIÐ!
Handhæg
t
ferðakort
Hljóðbók
Arnar Jón
sson
les 19 þjó
ðsögur
Nýr ítarle
gur
hálendisk
afli
Hafsjór af fróðleik
um land og þjóð
Vegahandbókin sími: 562 2600Eymundsson metsölulisti
30.06.10-06.07.10
1.
Sæti
Gamla bókin tekin upp í á kr. 1.000
Aðeins í bókaverslunum - Ekki á bensínstöðvum
VIÐSKIPTI Unnið er að endurskipu-
lagningu skulda eigenda olíu-
verslunarinnar Olís við Lands-
bankann. Bankinn hefur ekki í
hyggju að ganga að veðum og taka
fyrirtækið yfir.
Þeir Einar Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Olís, og Gísli Baldur
Garðarsson stjórnarformaður
keyptu Olís í gegnum einkahluta-
félagið FAD 1830 um mitt ár 2003.
Félagið var þá skráð á hlutabréfa-
markað. Eftir viðskiptin var það
afskráð.
Félag þeirra Einars og Gísla
fékk 5,5 milljarða króna í erlendri
mynt að láni hjá Landsbankan-
um og var reksturinn lagður að
veði. Skuldir hafa hækkað mikið
í gengis hruninu. Viðræður, sem
munu skammt á veg komnar, snúa
að því að breyta erlendum skuld-
um eigenda félagsins í krónur og
hlíta dómi Hæstaréttar um vaxta-
útreikninga.
Lánið var upphaflega mynt körfu-
lán til tveggja ára, það var með
framlengingarheimild um fjögur
ár til viðbótar og því á gjalddaga
árið 2009. Samkvæmt ársreikningi
2007 hefur gjalddaginn verið fram-
lengdur fram yfir næsta ár.
Athygli vekur að eigendur Olís
greiddu sér samanlagt 3,4 millj-
arða króna í arð á árunum 2004 til
2009. Á sama tíma nam uppsafnað
tap fyrirtækisins rúmum 1,1 millj-
arði króna.
Arðgreiðslur til FAD 1830 fyrir
uppgjörsárið 2003 voru tæplega
tvöfalt meiri en hagnaðurinn á
sama tíma, tæpir 1,3 milljarðar
króna. Þetta var fjórða hæsta arð-
Landsbankinn vill
ekki taka Olís yfir
Viðræður standa yfir um endurútreikning á skuldum eigenda Olís. Skuldirnar
eru í erlendri mynt og stökkbreyttust í gengishruninu. Eigendurnir greiddu sér
3,4 milljarða í arð á tímabili þegar uppsafnað tap var 1,1 millljarður króna.
„Það má taka allan hagnað út úr fyrirtækjum ef þau eiga óráðstafað eigið
fé,“ segir Bjarni Frímann Karlsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla
Íslands. Hann bendir á að stundum greiði eigendur fyrirtækja út arð úr
félögum þótt óráðstafað eigið fé sé ekki til. Slíkt sé óleyfilegt. „Það má
höndla með óráðstafað eigið fé fyrirtækja eins og eigendur þeirra vilja. Ef
þetta eru gróin félög sem ganga af sjálfu sér er ekkert því til fyrirstöðu að
þau greiði út allan hagnað sem arð hverju sinni,“ segir hann.
Eigið fé Olís hefur verið jákvætt um 2,2 til 4,4 milljarða króna frá því nýir
eigendur komu að því um mitt ár 2003.
Í lagi að greiða hagnaðinn út
EIN AF VERSLUNUM OLÍS Olís komst í hendur nýrra eigenda um mitt ár 2003.
Landsbankinn lánaði þeim 5,5 milljarða til kaupanna. Lánið var í erlendri mynt
og hefur stökkbreyst síðan þá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
greiðslan sem fyrirtæki á Íslandi
greiddi út árið 2004, að því er
fram kemur í Rannsóknarskýrslu
Alþingis. Þá rann allur hagnaður
næstu tveggja ára í vasa eigenda.
Arður var ekki greiddur út á
árunum 2007 og 2009. Á sama tíma
og Olís tapaði tæpum sex milljörð-
um árið 2008 námu arðgreiðslur
hins vegar 625 milljónum króna.
Erfitt er að átta sig á stöðu FAD
1830, þar sem félagið hefur aðeins
birt þrjá ársreikninga, fyrir árin
2003, 2006 og 2007. Greiddar hafa
verið út í arð samtals 250 milljónir
króna til eigenda FAD 1830.
Fram kom í bréfi frá Einari
Benediktssyni, framkvæmdastjóra
Olís, og lögmanninum Gísla Baldri
Garðarssyni, til starfsmanna fyrir-
tækisins í síðustu viku að þeir hafi
nýtt arðgreiðslurnar frá Olís til að
greiða niður skuldir FAD 1830.
jonab@frettabladid.is
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
30°
25°
22°
22°
23°
24°
20°
21°
26°
20°
29°
25°
29°
20°
23°
22°
24°Á MORGUN
víða 3-8 m/s,
hvassara austast.
SUNNUDAGUR
Hæg breytileg átt.
9
9
8
8
7
9
12
10
10
14
11
2
4
4
5
3
2
3
5
5
2
3
7
8
9
13
11
12
12
10
11
9
SVALT NA-TIL Það
verður rólyndis-
veður næstu daga.
Yfi rleitt hæg breyti-
leg átt en eitthvað
ákveðnara NV-til
og austast. Stöku
skúrir SV- og V-til
og súld eða þoku-
loft NA-til a.m.k. í
dag. Kólnar lítillega
á morgun.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
HEILBRIGÐISMÁL Læknislaust var
á Vopnafirði í fjóra daga í júní
vegna sparnaðaraðgerða hjá
Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Vopnfirðingar eru óánægðir með
að ekki hafi verið fenginn afleys-
ingalæknir í sveitarfélagið.
Í bókun hreppsnefndar er bent
á að 135 kílómetrar séu í næsta
lækni og um háa fjallvegi að fara
til að komast þangað. Því sé óvíst
um öryggi sjúklinga. - þeb
Sparnaður í heilbrigðismálum:
Læknislaust á
Vopnafirði
BANDARÍKIN, AP Casey Anthony,
25 ára bandarísk kona sem var
grunuð um að hafa myrt tveggja
ára barn sitt, verður látin laus í
næstu viku.
Kviðdómur komst á þriðjudag
að þeirri niðurstöðu að hún hefði
ekki myrt barnið, þrátt fyrir að
hafa ekki látið vita af hvarfi þess
og logið að lögreglu um tildrög
hvarfsins.
Hún var handtekin árið 2008
og hefur setið í gæsluvarðhaldi
meðan mál hennar hefur verið til
umfjöllunar fyrir dómstóli. Hún
var í gær dæmd í fjögurra ára
fangelsi fyrir að hafa sagt ósatt,
en gæsluvarðhaldið og góð hegð-
un kemur til frádráttar. - gb
Sýknuð af drápi barns síns:
Látin laus strax
í næstu viku
CASEY ANTHONY Mál hennar hefur vakið
hörð viðbrögð í Bandaríkjunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FERÐAÞJÓNUSTA Stofnaður hefur
verið Flugklasi á vegum Mark-
aðsstofu ferðamála á Norður-
landi. Klasinn er samstarfsverk-
efni fyrirtækja og stofnana sem
koma nálægt ferðaþjónustu á
svæðinu og hefur það sem mark-
mið að koma á reglulegu milli-
landaflugi um Akureyrarflugvöll.
Í tilkynningu segir að mikil
vinna hafi verið lögð í uppbygg-
ingu undanfarin ár, sérstaklega
með það fyrir augum að fjölga
ferðamönnum að vetri. Með flugi
tvisvar í viku megi skapa 120
störf auka veltu fyrirtækja um
tvo milljarða króna. - mþl
Fjölgun vetrarferðamanna:
Vilja reglulegt
millilandaflug
NEYTENDUR Mikill verðmunur
er á vegabréfum milli Evrópu-
landa. Það kostar mest að fá sér
vegabréf í Belgíu, 2.759 íslenskar
krónur, en ódýrast í Tékklandi,
396 krónur. Þetta kemur fram á
vef Neytendasamtakanna.
Á Íslandi kostar vegabréf 1.540
krónur og er það fimmta dýrasta
landið sem könnunin nær til. Evr-
ópska neytendaaðstoðin fram-
kvæmdi könnunina og bárust
svör frá 22 löndum. Þau lönd þar
sem dýrara er að fá vegabréf en
á Íslandi voru Holland, Finnland,
Rúmenía og Belgía. - sv
Verðmunur á vegabréfum:
Ísland fimmta
dýrasta landið
VEGABRÉF Ísland er í fimmta sæti yfir
dýrustu vegabréfin. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR