Fréttablaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Föstudagur skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur 8. júlí 2011 157. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 F eðgarnir Eiríkur Ingi Friðgeirsson og Frið-geir Ingi Eiríksson hjáG l b MYND/ÚR EINKASAFNI Keðjuverkun heitir vísinda- og listasmiðja fyrir börn sem stendur opin í Verksmiðjunni á Hjalteyri frá 13-17 á laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á verkefni sem byggjast á keðjuverkun. Byggðar verða risastórar brautir fyrir kúlur og bolta sem koma af stað keðju- verkun annarra hluta. Nánar á Facebook. Friðgeir Ingi Eiríksson á Gallery Restaurant er tilbúinn að elda fyrir fleiri Japani á Fimmvörðuhálsi. Ævintýri með Japönum N ý r m a t s e ð i l l F e r s k t F a g m e n n s k a N ý u p p l i f u n F l j ó t l e g t F y r i r þ i g ! föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 8. júlí 2011 ● Work Shop opnar ● Á rúmstokknum ● Útihátíðarförðun Edda Sif Pálsdóttir Heilluð af fjölmiðlabransanum Smjörvi í sérmerktum umbúðum á 20% lægra verði ÉG ÓÐ JÓGÚRT SEM KEMUR Á ÓVART NÝTT BRAGÐ Einstakt á Íslandi Ljóðasetur Íslands verður vígt á Siglufirði í dag. tímamót 18 Saknaði vatnsins Dóra Takefusa er flutt til Íslands eftir fjögur ár í Kaupmannahöfn. fólk 34 AFÞREYING „Það vantar svona skemmtigarð á Íslandi,“ segir Eyþór Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Skemmtigarðs- ins. Risavaxinn skemmtigarður rís nú í Vetrar- garðinum í Smáralind. Garðurinn verður á tveim- ur hæðum og kostnaður- inn er um 500 milljónir krón- ar. Íslenskir fjárfestar koma að verkinu, en ekki fæst uppgefið hverjir þeir eru. „Þetta er risastór tækniver- öld, með öllu því nýjasta sem er að finna í heimi afþreyingar,“ segir Eyþór, en milligólf verður byggt yfir Vetrargarðinn og Skemmtigarðurinn því rekinn á rúmlega 2.000 fermetra svæði á tveimur hæðum. - afb / sjá síðu 26 Breytingar í Smáralind: 500 milljónir í skemmtigarð DÝRALÍF Brúnin lyftist heldur betur á Kristjáni Berg í fiskbúðinni Fiskikónginum þegar sjómenn af Þór HF færðu honum guðlax í gær. Þessi sextíu kílóa fiskur slæddist í trollið á 400 faðma dýpi, 230 mílur úti af Reykjanesi. Kristján vildi þó ekki vera einn um dásemdina svo hann ákvað að marinera fiskinn og bjóða við- skiptavinum bita af guðlaxinum á grillið í dag. „Ég er búinn að vera í þessum bransa síðan 1989 og þetta er í þriðja sinn sem ég fæ guðlax á borð til mín,“ segir Kristján, sem lært hefur af mistökunum. „Árið 1991 sendi ég eitt stykki norður og borgaði 80 þúsund kall fyrir að láta stoppa hann upp en síðan hef ég ekki séð hann, þann- ig að ég ætla bara að gefa hann núna.“ Jónbjörn Pálsson, frá nytjasviði Hafrannsóknastofnunar, segir það afar sjaldgæft að guðlax slæðist í trollin. „Það er nú ekki langt síðan ég sá einn en hann var búinn að vera tíu ár í frysti þannig að hann var orðinn ósköp gugginn,“ segir hann. Hann beinir þeim tilmælum til Fiskikóngsmanna að bandarískir vísindamenn séu á höttunum eftir bút úr guðlaxi til DNA-rannsókna. Þeir telja að til séu fleiri tegund- ir af þessum fallega fiski en þær tvær tegundir sem vitað er um í dag. - jse Sextíu kílóa guðlax kom í troll frystitogara og verður gefinn í fiskverslun í dag: Fallegur fiskur lagður í sósuna GUÐI SÉ LOF FYRIR GUÐLAXINN Það var fallegur fiskur sem þeir Kristján Berg og Gunnar Ásgeirsson í fiskbúðinni Fiski- kónginum skáru niður í marineringu í gær. Viðskiptavinum verslunarinnar býðst biti af fiskinum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EYÞÓR GUÐJÓNSSON RÓLEGT Í dag verður hægur vindur víðast hvar en hvassara NV-til og austast. Súld eða þokuloft við N-og A-stöndina. Stöku skúrir SV-til. Hiti 7-16 stig. VEÐUR 4 9 14 8 9 10 FANGELSISMÁL Fangaverðir lenda ítrekað í lífshættulegum að stæðum við störf sín segir Einar Andrésson, formaður Fangavarðafélags Íslands, sem starfar í Fangelsinu Kópavogi. Hann segir stöðuna vera hrikalega. „Biðlistinn er langur og menn hafa orðið að grípa til þess úr ræðis að losa fyrr út léttari brotamenn, það er að segja þá sem eru frekar til friðs úti í samfélaginu, með því að setja þá í samfélagsþjónustu eða önnur úrræði. Eftir í fangels- um verða miklu þyngri brotamenn og staðan verður alltaf erfiðari og erfiðari.“ Sprautufíklum hefur fjölgað mjög í fangelsum landsins og þeim fylgir árátta til að reyna að smygla inn fíkniefnum. Þá eykst hætta á alnæmissmiti, lifrarbólgu C og fleiri sjúkdómum. „Þetta eru hættulegri fangar á allan hátt. Þeir svífast einskis til að ná sér í dóp og það er miklu meira starf í kringum þá.“ Einar segir að aðstæður myndu breytast til muna með tilkomu nýs fangelsis. Þá yrði hægt að flokka fólk niður eftir aðstæðum, afeitra fíkniefnaneytendur og vinna að því að koma mönnum á beina braut og bjarga þar með mannslífum. Það sé því mikilvægt að áætlun fang- elsisstofnunar um uppbyggingu fangelsa gangi eftir sem fyrst og það muni leysa mörg vandamál sem fangaverðir standi frammi fyrir í dag. Engin svör hafa fengist frá ríkis- stjórninni um hvenær hafist verður handa við uppbyggingu nýs fangels- is. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er deilt um hvort fram- kvæmdin yrði á vegum einkaaðila eða ríkisins. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segist vilja að ríkið reisi og reki fangelsi og það væri ódýr- ari kostur en rekstur einkaaðila. Málið sé komið frá hans ráðuneyti og á borð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra vildi ekki ræða málið við Fréttablaðið og vísaði á innanríkisráðherra. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra við vinnslu fréttarinnar. - jss, kóp / sjá síðu 6 Lífshættulegar að- stæður í fangelsum Fangaverðir lenda reglulega í lífshættu í starfi sínu og kalla eftir úrbótum í fangelsismálum. Hættulegri fangar fylla nú fangelsi landsins. Engin svör fást frá ríkisstjórn um hvenær hafist verður handa við byggingu nýs fangelsis. Elda í hraunsprungu Um tuttugu milljónir fylgdust með íslenskum feðgum elda á glóandi hrauni fyrir japanska sjónvarpsmenn. allt MENNING Ísland hefur ekki lokið við tæmandi fornleifskrá, eitt Norðurlandaríkjnna. Við gerð rammaáætlunar þurftu forn- leifafræðingar því að reiða sig á heimildaskrá fornleifafræðinga 19. aldar. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, segir stöðuna sorglega en ástæðan sé einföld; ekki hafi verið veitt nauðsynlegum fjár- munum til verkefnisins. Til að ljúka fullnaðarskrán- ingu þarf um 400 milljónir króna, en verkið mun taka um fimm ár. Til að vernda menn- ingarminjar þarf að vita hvar þær eru og í hvaða ástandi. „Það er ótækt og óforsvaranlegt að forn- leifafræðingum á 21. öld sé gert að vinna við þessar aðstæður,“ segir Kristín. Fornleifar 100 ára og eldri gætu verið yfir 200 þúsund. - shá / sjá síðu 11 Notuðust við 19. aldar skrár: Engin tæmandi fornleifaskráÖruggt hjá KR KR komst áfram í Evrópudeild UEFA en ÍBV hefur lokið keppni. sport 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.