Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.08.2011, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 02.08.2011, Qupperneq 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 SAMFÉLAGSMÁL Alls hafði verið til- kynnt í gærkvöldi um sex kynferðis- brotamál um verslunarmannahelg- ina. Fimm þeirra voru framin í Eyjum, en eitt á Akureyri. Þrjú fórnarlömb leituðu til Neyðarmót- töku vegna nauðgunarmála í Foss- vogi, tvö leituðu sér hjálpar hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og eitt á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Neyðarmóttöku, segir þetta sex málum of mikið. „Því miður koma yfirleitt þrjú til fjögur mál til okkar eftir hverja hátíð,“ segir Eyrún og bætir við að það segi lítið að engar nauðganir hafi verið kærðar undan- farin ár. „Fórnarlambið kærir kynferð- isbrotið í um 45 prósentum til- vika. Það er erfitt að kæra þegar gerandinn hverfur inn í fjöldann eins og gerist á svona stórum há- tíðum. Sumar treysta sér einnig ekki til að fara í gegnum kæruferlið og við verðum að virða óskir hvers og eins um það.“ Páll Scheving Ingvarsson, for- maður Þjóðhátíðarnefndar, segir að heilt yfir hafi hátíðin tekist vel. Kynferðisbrotin skyggi þó á og eitt slíkt sé einu of mikið. „Kynferðis- brot er náttúrulega fólskuleg árás sem skilur eftir sig djúp sár.“ Nokkuð var deilt um aðkomu Stígamóta að hátíðinni og spurð- ur hvort ekki hefði verið réttara að samtökin væru á staðnum segir Páll: „Ég spyr á móti, telur þú að þessi brot hefðu ekki verið fram- in ef starfskona Stígamóta hefði verið á svæðinu?“ Páll segist telja að skipuleggjendur hafi verið með fullkomin viðbrögð og þjónustu við þolendur, allt frá Herjólfsdal að Landspítalanum. Hann segir gleði- efni að árvekni gæslumanna skuli hafa orðið til þess að hendur voru hafðar í hári eins geranda. Páll segir að eins og ætíð eftir Þjóðhátíð verði farið yfir alla þætti öryggismála. Komi í ljós að brota- löm sé á verði þeir þættir endur- skoðaðir. „Þegar öll kurl eru komin til grafar munum við fara yfir alla þætti málsins og kanna hvort við getum brugðist betur við, ef við metum það þannig að við getum gert það, þá munum við gera það.“ Spurður hvort það gæti þýtt aðkomu Stígamóta, segir hann: „Jú, en þá þarf að ríkja gott og gagnkvæmt traust á milli skipuleggjenda og fagaðila.“ Eyrún er viss um að fleiri mundu leita sér aðstoðar ef Stígamót væru með aðila á svæðinu. „Viðbragðs- teymi frá Stígamótum á svæðinu mundi eflaust gera það að verkum að fleiri leituðu sér hjálpar í svona málum,“ segir Eyrún og bætir við að reynslan gefi til kynna að fleiri mál geti komið upp á yfirborðið á næstu dögum. - kóp, áp Þriðjudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is 2. ágúst 2011 177. tölublað 11. árgangur Ég spyr á móti, telur þú að þessi brot hefðu ekki verið framin ef starfskona Stígamóta hefði verið á svæðinu? PÁLL SCHEVING INGVARSSON FORMAÐUR ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDAR Sama lífssýnin „Þótt málsrökin séu önnur er grunnurinn sá sami...“ skrifar Þröstur Ólafsson. umræðan 16 Gerði símamyndband fyrir UNICEF Þorsteinn Guðmundsson hvetur fólk til að taka þátt í söfnun UNICEF. fólk 30 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Bláber eru ofarlega á lista yfir ofurfæðu enda eru þau uppfull af andoxunarefnum, C-vítamíni, magnesíum og trefjum. Því er um að gera að nýta tímann sem senn fer í hönd og fylla frystinn af þessu holla lostæti sem er frábært í alls kyns bökur, salöt og eftirrétti. ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Hlaupasokkar Minnka verki og þyngsl í kálfum Auka blóðflæði og súrefnisupptöku Minni hætta á blöðrumyndun Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími:mánud.-föstud. kl. 11:00 - 18:00 laugardag lokað ÚTSALA 3. FLÍKIN ER FRÍKAUPIR 2 OG 3JA ER FRÍATH. ÓDÝRASTA ER FRÍ NÚNA ER BARA HÆGT AÐ GERA GÓÐ KAUP Gísli Bachmann og Ívar Kjartansson dvöldu í Taílandi í hálft ár og stunduðu bardagalistina Muay Thai. Alvöru bardagi FASTEIGNIR.IS 2. ÁGÚST 2011 31. TBL. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Heimili fasteignasala er með á skrá parhús við Geislalind í Kópavogi. H úsið er á tveimur hæðum og því fylgir bílskúr, samanlagt skráð 194,1 fermetri samkvæmt Fasteignaskrá Íslands. Þar af er íbúðarrýmið 170,1 fermetri og bílskúrinn 24 fermetrar. Að auki leggst við sjónvarpsstofa og vinnuaðstaða, um það bil 24 fermetrar, sem er óskráð rými. Á neðri hæð eru fjögur svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi ásamt sjónvarpsstofu og vinnuaðstöðu. Á efri hæð er forstofa b ðh b i Að sögn seljanda var neðri hæðin endurnýjuð árið 2009. Til að mynda var bætt við raf-, síma-, sjónvarps- og tölvulögnum. Baðherbergið er að fullu endur nýjað. Gólfhiti var settur í alla hæðina, innrétting í þvotta-húsi og sjónvarps- og vinnuherberbergi búið til. Tæki í eldhúsi voru endurnýjuð árið 2009, ný granítborð-plata og skápum bætt við. Parkett á efri hæðinni var jafnframt pússað og lakkað árið 2009. Þess má geta að bakgarður er í góðri rækt, verönd hellulögð og timburverönd. Af svölum frá efri hæð hússins er mikið útsýni Stutt í alla þjónustu til ð Parhús á eftirsóttum stað Húsinu fylgir bílskúr og garður í góðri rækt. Inná www.landmark.is er hægt að panta verðmat eða setja í sölu. ...Og við höfum samband um hæl! Landmark fasteignasala - Þú hringir – við seljum! Gleðilegt sumar! Lóritín® HVÍTA HÚS IÐ / S ÍA - A ct av is 1 14 09 1 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat. alveg grillaður! ALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR MEIRA EN 1000 VÖRUTEGUNDIR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI Sjá allt úrvalið á ht.is SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500 Þarft úrræði Nýtilkomin göngudeild fyrir of feit börn tryggir þeim sérhæfða meðferð. allt 3 VÆTA N-TIL Í dag verða víðast austan eða norðaustan 5-13 m/s. Væta einkum N-lands en úrkomu- lítið syðra. Hiti 10-20 stig. VEÐUR 4 12 15 14 11 10 FÓLK „Þetta er fyrsti veitingastað- urinn sem við opnum erlendis en við ætlum að opna á fimm stöð- um í Bandaríkjunum og Kanada á næsta eina og hálfa ári, lík- legast í Kali- forníu, New York, Boston og Toronto,“ segir Jay Jamchi , a n n a r e i g - enda veitinga- húsakeðjunnar Saffran. Saffran fagnar tveggja ára afmæli sínu um þessar mundir og er óhætt að segja að eigendurnir séu stórhuga enda markmiðið að opna veitingastaði um allan heim. Fyrsti staðurinn opnar í Orlando í Flórída á fimmtudag- inn kemur. - hþt / sjá Allt Veitingakeðjan Saffran í útrás: Opnar fimm staði í Ameríku JAY JAMCHI Tilkynnt um sex nauðganir Að minnsta kosti sex nauðganir voru tilkynntar til Landspítala eftir verslunarmannahelgina. Fimm þeirra voru í Vestmannaeyjum. Formaður Þjóðhátíðarnefndar telur aðkomu Stígamóta vel koma til greina. Á HEIMLEIÐ Um fjórtán þúsund manns voru samankomnir á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Það var ys og þys á hafnarbakkanum í gær þegar hátíðargestir kvöddu Heimaey. Sjá síðu 10. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Afmælisdagur í lagi Nökkvi Gunnarsson vann Einvígið á Nesinu í gær. sport 26 WASHINGTON, AP Forvígismenn flokkanna á Banda- ríkjaþingi og Barack Obama forseti náðu saman um lausn á deilum um skuldaþak ríkissjóðs um helgina. Búist var við að frumvarpið kæmi til kasta fulltrúa- deildarinnar í gærkvöldi. Í því felst hækkun skuldaþaks um 2.100 milljarða dala á næstu tveimur árum og mikill niðurskurður í ríkisútgjöldum en engar skattahækkanir. Þá verði mynduð nefnd með sex meðlimum úr hvorri þing- deild, sem muni vinna að miklum niðurskurði á næsta áratug. Loks verði lögð fyrir þingið tillaga um breyt- ingu á stjórnarskrá sem banni halla á fjárlögum. Öldungadeildin mun síðan taka frumvarpið fyrir í dag en verði frumvarpið ekki samþykkt endanlega áður en dagurinn er allur stendur ríkissjóður frammi fyrir greiðslufalli sem gæti reynst afdrifaríkt fyrir efnahagslíf heimsins. Samkomulagið mætti mikilli andstöðu í báðum flokkum þar sem hvorugur fékk það sem hann stefndi að. Obama forseti sagði eftir að samkomulagið var í höfn að um málamiðlun væri að ræða en engu að síður mikilvægt skref til að ná jafnvægi í ríkisfjár- málunum. - þj Loksins er lausn í sjónmáli í skuldadeilu repúblikana og demókrata: Ögurstund á Bandaríkjaþingi í dag

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.