Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 6
2. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 Ókeypis heyrnarmæling Pantaðu tíma í ókeypis heyrnarmælingu og leyfðu okkur að leiðbeina þér við val á heyrnartækjum með allt að fjögurra ára ábyrgð. Læknastö›in • Kringlunni Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is VERSLUNARMANNAHELGIN Fjöldi fólks skemmti sér víðs vegar um landið um mestu ferða- helgi sumarsins. Veðrið lék misvel við landsmenn en verst var veð- urspáin á Suðurlandi. Það setti hins vegar ekki strik í reikn- inginn fyrir Þjóð hátíðina í Vest- mannaeyjum, sem var sú þriðja stærsta frá upphafi. 40 fíkniefna- mál, sjö líkamsárásir og tvær nauðganir höfðu verið kærðar til lögreglunnar í Eyjum í gær en 14 þúsund manns voru þegar mest var í Vestmannaeyjum. „Hér eru allir mjög sáttir og vil ég koma á framfæri þakklæti til þjóðhátíðargesta sem létu hvass- viðri og rigningu ekki á sig fá og skemmtu sér hið besta í dalnum,“ segir Tryggvi Már Sæmundsson hjá Þjóðhátíðarnefnd. Að venju var brekkusöngur Árna Johnsen hápunkturinn á sunnudagskvöld- inu og svo tók Páll Óskar við og hélt uppi stuðinu í Herjólfsdal til klukkan fimm um morguninn. Lögreglan á Ísafirði var almennt ánægð eftir helgina en þar fór fram hið árlega Mýrar- boltamót. Talsverð ölvun var þó í bænum á sunnudagskvöldið en um átta hundruð manns voru skráð til leiks og annar eins fjöldi að horfa á. Ein líkamsárás, tvö tilvik fíkniefnaaksturs og einn ölvunar- akstur var skráður hjá lögregl- unni á Ísafirði yfir helgina. Jóhann Bæring, einn skipu- leggjenda Mýrarboltans, segir met hafa verið í slegið í þátt- töku í mótinu í ár. „Við erum mjög ánægðir með gesti og þetta fór allt saman vel fram enda mikil veður blíða hjá okkur alla helgina.“ Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða fór með sigur af hólmi í karlaflokki Mýrarboltans en þetta er þriðja árið röð sem liðið sigrar. Í kvennaflokki unnu FC Drulluflottar. Um tólf þúsund manns sóttu Akureyri heim um helgina og var viðstatt fjölskylduhátíðina Ein með öllu. Talsverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri en tvær líkamsárásir höfðu verið kærðar og eitt kynferðisbrotamál komið inn á neyðarmóttöku Sjúkrahúss Akureyrar. Skúli Gautason, framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, var heilt yfir sáttur við hátíðina og segir flug- eldasýninguna á sunnudagskvöld- inu magnaða. „Þetta var eins og best verður á kosið. Á sunnu- dagskvöldið var botninn sleginn í hátíðina með flugeldasýningu þar sem í fyrsta sinn var skotið af palli í sjónum. Það var alger- lega magnað.“ alfrun@frettabladid.is Þúsundir á faraldsfæti um helgina Tugþúsundir Íslendinga lögðu land undir fót um verslunarmannahelgina. Flestir voru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og á Einni með öllu á Akureyri. Tugir fíkniefnamála komu upp, fimm nauðgunarmál komu upp í Eyjum og eitt á Akureyri. Nokkrar líkamsárásir kærðar. STEMNING Í TJÖLDUNUM Veðrið gerði það að verkum að gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum leituðu sér skjóls inn í tjöldin en þar var mikil gleði eins og sjá má á þessari mynd. GLEÐI Á AKUREYRI Botninn var sleginn í fjölskylduskemmtunina Eina með öllu á Akur- eyri með flugeldasýningu sem 10-12 þúsund manns fylgdust með. DRULLUSVAÐ Það er enginn hægðarleikur að koma boltanum milli manna í drullusvaði en þessar stúlkur reyndu sitt besta á Mýrarboltamótinu á Ísafirði. Á SÍNUM STAÐ Hápunktur Þjóðhátíðar í Eyjum var brekkusöngur Árna Johnsen sem glamraði á gítarinn fyrir fjórtán þúsund áhorfendur í Herjólfsdal. Í RAUÐUM BLÆ Þjóðhátíðargestir fögnuðu gríðarlega þegar blysin voru tendruð í Herjólfsdal enda tilkomumikil sjón. Í POLLAGÖLLUM Þjóðhátíðargestir voru klæddir eftir veðri í Herjólfsdal enda setti rigning svip sinn á hátíðina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.