Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 18
2. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Möndlumjólk er næringarrík og bragðgóð og tilvalin í staðinn fyrir kúamjólk. Leggið 1 dl af möndlum í bleyti yfir nótt. Setjið í blandara með 3 döðlum 1 tsk. af vanilludropum og 3-4 dl af vatni og blandið vel. Út í þetta má svo blanda banönum og berjum eftir smekk. Veitingahúsakeðjan Saffran fagn- ar tveggja ára afmæli sínu um þessar mundir og hyggur á útrás. Saffran, sem hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi með sínum holla mat, mun opna veitingastað í Orlando í Flórída fimmtudaginn 4. ágúst. „Þetta er fyrsti veitinga- staðurinn sem við opnum erlendis en við ætlum að opna á fimm stöð- um í Bandaríkjunum og Kanada á næsta eina og hálfa ári, líklegast í Kaliforníu, New York, Boston og Toronto,“ segir Jay Jamchi, annar eigenda Saffran. Hann sér alfarið um opnunina í Flórída, sem mun standa yfir í þrjá daga, til að kynna veitingastaðinn fyrir fjölmiðlum og mikilvægum tengiliðum. Mark- miðið er að opna veitingastaði um allan heim og er Orlando tilvalinn staður vegna fjölda ferðamanna, en þangað koma fimmtíu milljón gestir árlega. „Saffran-veitingastaðurinn í Flórída er nákvæm eftirmynd af stöðunum okkar á Íslandi. Við höfum enga ástæðu til þess að breyta einhverju eftir alla vel- gengnina okkar á Íslandi,“ segir Jay, en ásamt honum eru tveir Íslendingar í Flórída að undir- búa opnun veitingastaðarins. Þeir sjá um þjálfun starfsfólks svo að maturinn og þjónustan verði líkt og á Saffran-stöðunum þremur á Íslandi, en sömu rétti verður að finna á matseðli nýja staðarins. Jay segir öllum Íslendingum velkomið að sækja um starf. Þeim sem vilja leggja leið sína á þennan nýja stað er bent á að hann er stað- settur á móti verslunarmiðstöðinni Florida Mall. hallfridur@frettabladid.is Saffran í útrás til Flórída Veitingahúsakeðjan Saffran opnar nýjan veitingastað í Flórída á fimmtudag. Þetta er fyrsti Saffran- staðurinn á erlendri grund, en eigendur keðjunnar hyggja á frekari útrás í Bandaríkjunum og Kanada. Sömu réttir verða á boðstólum í Flórída og hér heima. Jay fyrir utan veitingastað Saffran í Flórída sem verður opnaður næsta fimmtudag. AUSTURSTRÆTI 8 - 10 • SÍMI 534 0005 Útsalan hefst í dag kl 13!!! 50% afsláttur af öllum fötum og skóm teg 20007 - virkilega góður í DE skálum á kr. 4.600,- vænar buxur í stíl á kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur O F S A M J Ú K U R O G Þ Æ G I L E G U R ! www.madurlifandi.is Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðarsmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710 Hafnarborg 220 Hafnarfirði Sími: 585 8720 Jasmine | Red Fruits & Aronia Nettle | Lemon & Ginger | White tea Clipper te 20% afsláttur Sérvaldar tegundir með 20% afslætti. Clipper te eru lífrænt vottuð og einstaklega ljúffeng.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.