Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 36
2. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR20 BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. atlaga, 6. guð, 8. þrá, 9. ónn, 11. drykkur, 12. augnveiki, 14. einkennis, 16. í röð, 17. festing, 18. kæla, 20. hljóta, 21. yndi. LÓÐRÉTT 1. ílát, 3. kyrrð, 4. ástir, 5. gerast, 7. fyrirgefning, 10. hvíld, 13. frost- skemmd, 15. skömm, 16. tala, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. árás, 6. ra, 8. ósk, 9. ofn, 11. te, 12. gláka, 14. aðals, 16. tu, 17. lím, 18. ísa, 20. fá, 21. unun. LÓÐRÉTT: 1. trog, 3. ró, 4. ástalíf, 5. ske, 7. aflausn, 10. náð, 13. kal, 15. smán, 16. tíu, 19. au. Hvernig hljómar þetta? Frábær api með frábæran húmor, sem er frábær kokkur og frábær íþróttamaður, leitar að frábærum lífsförunaut. Enga meðal umsækjendur, takk. Tveggja fóta tækl- ing með takkana á undan sér! Ég verð að segja að hún kveikir í mér! Já, þetta er fallegur og sexí fótbolti! Allt í einu er ég ánægður með að vera gamall. Ágæti er nýja meðalið, pabbi. Það er útskriftarnemi í skólanum með átta í meðaleinkunn og hún er ekki einu sinni á meðal efstu í bekknum sínum!„Smá álagi“?? Mamma þín var að segja mér að þú værir undir smá álagi vegna skólans. Pabbi, smá vandamál. Hvað er að? Bíddu aðeins. Krissa vill koma að leika, en ég er búin að bjóða Önnu. Þeim kemur saman, en bara ef við spilum fótbolta eða snú snú, en ef... Ég veit hvernig við leysum þetta. Krissa vill koma að leika, en ég er búin að bjóða Önnu. Þeim kemur saman, en bara ef við spilum fótbolta eða snú snú, en ef... Þegar ég spyr fólk hvað það lesi fyrir börnin sín dúkkar nafn sama höfundar ins sífellt upp, Danans Ole Lund Kirke gaard. Svo virðist sem úti um allt land skemmti fólk sér yfir bókum eins og Fúsa froskagleypi og Fróða og öllum hinum grislingunum. Þótt við þekkjum þessa náunga orðið ágætlega vitum við minna um Kirkegaard sjálfan. Þess vegna fannst mér gaman að finna nýlega bók um hann á dögunum í Bókasafni Norræna hússins. Hún heitir Ole Lund Kirke- gaard – Et forfatterskap og er eftir Torben Weinreich. ÞAR kemur í ljós að Kirkegaard var barnakennari og hófst rithöfundar ferillinn þegar smásaga hans, Drekinn, sigraði í samkeppni. Falast var eftir meira efni eftir hann og árið 1967 kom fyrsta bókin út, Virgill litli. Verðlauna sagan varð að kafla í bókinni. Bækur Kirke- gaards fjalla einatt um stráka og búa þeir gjarnan í litlum smá- bæjum þar sem sirkus, hrekkju- svín og jafnvel nas hyrningar dúkka upp. Bullkenndar sam- ræður eru aðalsmerki Kirke- gaards, sem og teikningarnar, sem hann gerði sjálfur. Bækurn- ar urðu strax feikivinsælar. EIN mest lesna bókin er sjálfsagt Gúmmí- Tarsan frá árinu 1975. Hún fjallar um Ívar Ólsen sem verður fyrir einelti í skól- anum, „enda með vöðva sem ekki voru stærri en fugladritur“. Dag nokkurn hittir Ívar norn sem færir honum ofurkrafta og þá snýst dæmið við. Nú er það hann sem sýnir kvölurum sínum í tvo heimana. Weinreich rekur niðurstöðu könnunar sem sýnir að meirihluti lesenda Gúmmí- Tarsans er þess fullviss að sagan endi vel. Það er hins vegar reginfirra því illu heilli rjátlast töfrarnir af Ívari og í sögulok er hann í sömu stöðu og í upphafi. ÆVI Ole Lund Kirkegaard endaði líka illa því hann lést í mars árið 1979 – þá aðeins 38 ára. Hann var að stytta sér leið í gegnum kirkjugarðinn í heimabæ sínum, Urlev, þegar hann hné niður. Þetta var að kvöldi til og þegar komið var að honum næsta morgun var hann orðinn mjög kaldur. Ekki tókst að bjarga lífi hans. Alls komu sjö bækur út eftir Kirkegaard meðan hann lifði en eftir andlátið voru handrit sem fundust í fórum hans líka gefin út, eins og til dæmis Kalli kúlu- hattur og Pési grallaraspói og Mangi vinur hans. Sem betur fer hafa velflest verka Kirkegaards verið þýdd á íslensku og gersemarnar bíða okkar á næsta bóka- safni. Góða skemmtun! Ole og hinir grislingarnir Jákvæðar fréttir fyrir sumarið Allt sem þú þarft *Meðan birgðir endast Það fá allir afmælisblöðru* á sölustöðum Fréttablaðsins um land allt. Þú færð Fréttablaðið á 16 stöðum á Austurlandi. Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er aðgengilegt um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á kjarnadreifingarsvæði okkar. Auk þess er það selt í lausasölu á kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt. Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna eða spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is eða fengið það sent með tölvupósti daglega. Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing. Mónakó, Bakkafirði N1, Vopnafirði Olís, Fellabær N1 Þjónustustöð, Egilsstöðum Bónus, Egilsstöðum Samkaup Úrval, Egilsstöðum Samkaup Strax, Seyðisfirði Olís, Reyðarfirði Grillskálinn Orka, Reyðarfirði Fjöldi lausasölustaða á Austurlandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.