Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2011, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 22.08.2011, Qupperneq 2
22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR2 FÓLK Söfnun til stuðnings tónlistar- manninum Kristjáni Eldjárn Hjartar syni á Tjörn í Svarfaðardal lýkur á næstu dögum. Hann er nú á batavegi eftir alvarlegt bílslys. Kristján hryggbrotnaði í slys- inu sem varð á Árskógsströnd í júní síðastliðnum en slapp þó við mænuskaða. Nú er aðalverkefni hans að ná heilsu og þreki með endurhæfingu en það tekur tíma og hann er frá vinnu á meðan, eins og gefur að skilja. Kristján er fjallaleiðsögu- maður og hugðist fara á fjöll með hópa göngufólks í sumar. Hann er samt trúlega þekktari fyrir tón- listarsköpun. Þau Tjarnarhjón, Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján, voru helmingur Tjarnar- kvartettsins á sínum tíma og hafa síðan komið fram saman við ýmis tækifæri hérlendis og erlendis og gefið út diska með tónlist sinni. „Sjálfgefið er að reyna að aðstoða Kristján og fjölskylduna þegar svona stendur á. Það er nú þannig að tekju brestur bætist þarna við heilsu tjónið en útgjöld og afborganir gufa hins vegar ekki upp,“ segir Atli Rúnar Halldórs- son í samtali við Fréttablað- ið, en hann hóf söfnunina ásamt syst kinum sínum frá Jarðbrú í Svarfaðar dal. „Kristjana og Kristján hafa glatt okkur og aðra landsmenn um ára- bil og nú fáum við tækifæri til að sýna þeim þakklætisvott í verki. Svarfdælingum hefur alltaf þótt sjálfsagt að deila bæði gleði og mótlæti og veita grönnum sínum hjálp óumbeðnir en nú leituðum við líka út fyrir héraðið, enda Tjarnar- hjónin landsþekkt fólk. Við höfum kynnt söfnunina að mestu leyti á Face book og í gegnum tölvupóst og erum afar þakklát fyrir viðbrögð- in.“ Atli segir að Kristján sé fædd- ur fjallamaður og fari á hverja þá tinda sem hann ætli sér. „Sjálfsagt lítur hann á það sem hverja aðra áskorun í fjallaklifri að ná fullri heilsu. Honum mun tak- ast það þrátt fyrir að hann geti sem stendur bara legið eða staðið upp- réttur með gjarðir um sig miðjan. Ég hitti hann nú síðast á Fiskideg- inum mikla á Dalvík, standandi úti í horni í menningarhúsinu Bergi að hlusta á eiginkonuna Kristjönu syngja tangó og það var mikill hugur í karli!“ Söfnunin er undir heitinu „Kveðja til Kristjáns“. Þeir sem vilja leggja henni lið geta lagt inn á söfnunarreikning í Sparisjóði Svarfdæla, 1177-26-2900, kennitala 270161-3759. thorgils@frettabladid.is Vinir styrkja Kristján á erfiðum tímum Tónlistarmaðurinn Kristján Eldjárn Hjartarson úr Svarfaðardal er á batavegi eftir bílslys. Verður þó frá vinnu enn um hríð. Vinir og nágrannar Kristjáns hafa staðið fyrir söfnun til styrktar honum sem lýkur á næstu dögum. BARÁTTA FRAM UNDAN Vinir og nágrannar Kristjáns frá Tjörn standa fyrir söfnun til styrktar Kristjáni. Hann sést hér með eigin- konu sinni, börnum þeirra Ösp og Erni og loks Soffíu Björgu Óðinsdóttur á Fiskideginum mikla á Dalvík fyrir skemmstu. MYND/ATLI RÚNAR HALLDÓRSSON ATLI RÚNAR HALLDÓRSSON UMFERÐ „Nú þegar skólarnir eru að byrja þurfa foreldrar að hafa í huga að mikil umferð í kringum skólana skapar ekki bara hættu fyrir þau börn sem koma gang- andi í skólann, heldur einnig fyrir börnin sem fara út úr bíl- unum. Þau þurfa kannski að ganga yfir bílastæði,“ segir Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslu- fulltrúi hjá Umferðarstofu. Við suma skóla hefur verið útbúin sérstök aðkeyrsla, nánast hringtorg, og segir Þóra mikil- vægt að sleppa börnunum út þar. „Þar stöðva bílarnir hver á eftir öðrum og börnin fara út á sama stað.“ Hún segir Umferðarstofu leggja ríka áherslu á að fundin sé örugg gönguleið fyrir börn- in sem séu að hefja skólagöngu í fyrsta sinn. „Öruggasta leiðin er ekki endilega sú stysta. Það er nauðsynlegt að æfa sig í þessu nokkrum sinnum ef börnin eiga að ganga í skólann. Aðalatriðið er að kenna börnunum einfaldar og fáar reglur.“ Þóra segir ekki nóg að vera bara með endurskinsmerki á skólatösku eða fatnaði þega skyggja tekur. „Endurskins- merkin þurfa að hanga til beggja hliða, á handleggjum eða stígvél- um. Þau þurfa að vera á hreyf- ingu.“ Þóra Magnea bendir einnig á að börn yngri en sjö ára megi ekki hjóla í umferðinni. - ibs Mikil bílaumferð í kringum skóla skapar hættu fyrir nemendur: Foreldrar hugi að öruggri leið Á LEIÐ Í SKÓLANN „Brýna þarf fyrir börnum að nota gangbrautir og hand- stýrð umferðarljós,“ segir fræðslufulltrúi Umferðarstofu. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Gunnar, er þetta nokkuð kattarþvottur af þinni hálfu? „Nei, það þýðir ekkert að fara í kringum svona vandamál eins og köttur í kringum heitan graut.“ Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur lenti í rifrildi á Facebook um hvort ketti skuli hafa í bandi utandyra. Í kjölfarið gaf hann út bókina „Köttum til varnar“ og ánafnaði Kattavinafélaginu ágóðann af sölunni. FÓLK Vestmannaeyingar minntust fyrsta flugsins til Vestmanna- eyja, sem átti sér stað hinn 14. ágúst árið 1946. Halldór Bech og Hjalti Tómasson fóru það flug á vél af gerðinni Piper Cub. Upphaflega stóð til að fljúga sömu vél til Vestmannaeyja 14. ágúst en hætta varð við þau áform vegna veðurs. Þess í stað var flogið síðastliðinn á laugar- dag, og flugu 20 vélar með Piper Cub vélinni frá Bakkaflugvelli. Flugmenn fengu sér kaffi og vöfflur í tilefni dagsins og héldu svo aftur til síns heima. - sm Piper Cub-flugvél sneri aftur til Vestmannaeyja 65 árum eftir fyrsta flugið til Eyja: Flugmennirnir fengu kaffi og vöfflur FLUGFÉLAGAR Ottó Tynes (til hægri) og Ingvar Valdimarsson flugu til Vestmannaeyja á Piper Cub-vélinni TF-KAK á laugardag í tilefni þess að sextíu og fimm ár voru liðin frá fyrsta fluginu til Eyja, sem farið var á sömu vél. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON GAZA Hamas-samtökin og ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt vopna- hlé eftir þriggja daga stöðuga bardaga. Upphaf átakanna má rekja til þess er þrjár bifreiðar ísraelska hersins urðu skotmörk Hamas-samtakanna. Ísraelar svöruðu með loftárásum og á móti skutu Hamas-samtökin eld- flaugum. Átökin komu samskiptum Egyptalands og Ísraels í uppnám eftir að þrír egypskir lögreglu- menn létu lífið í einni loftárás- inni. Að sögn Hamas-liða munu þeir sjá til þess að vopnahlénu, sem tók gildi í gær, verði fram- fylgt. - sm Vopnahlé á Gaza-svæðinu: Hætta árásum eftir hörð átök RÚSTIR Hamas-liði skoðar húsarústir í Palestínu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Hátt í hundrað þús- und manns voru í miðborginni á laugardag, Menningarnótt, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nokkrar líkamsárásir voru til- kynntar til lögreglu en engin þeirra var talin alvarleg. Þá gistu nokkrir fangageymslur. Karl um þrítugt var handtekinn við danska sendiráðið á Hverfis- götu. Hann hafði flaggað flík á fánastöng sendiráðsins en var sleppt eftir stutta dvöl á lögreglu- stöð. Umferð gekk að mestu áfalla- laust. Nokkur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu og má rekja tvö þeirra til ölvunaraksturs. - kg Fjölmenni á Menningarnótt: Flaggaði flík við sendiráð DÓMSMÁL Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa í október 2010 haft í vörslum sínum rúmlega sjö grömm af amfetamíni, kannabis- lauf og 59 kannabisplöntur. Manninum er einnig gefið að sök að hafa ræktað plönturnar. Þá hefur karlmaður á þrítugs- aldri verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni tæp 180 grömm af maríjúana, fjörutíu grömm af kannabislaufum og smáræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. - jss Tveir karlmenn ákærðir: Með amfetamín og kannabsiefni DANMÖRK Héraðsstjórnirnar fimm í Danmörku, sem hafa meðal annars haft umsjón með sjúkrahúsum hvert í sínu umdæmi, verða lagðar niður frá ársbyrjun 2013. Löggjöf þess efn- is var samþykkt á danska Þjóðar- þinginu nýverið, með minnsta mögulega mun. Helsti tilgangurinn á bak við þessar breytingar er að koma sjúkrastofnunum undir lands- stjórnina til að tryggja vandaða og samhæfða stjórnsýslu og spara þar með fé sem væri betur borgið í þjónustu við sjúklinga. - þj Umdeildar breytingar: Héraðsstjórnir verða lagðar af IÐNAÐUR Eftirspurn eftir þorska- lýsi um allan heim hefur aukist svo mikið að Lýsi hf. vantar nú meiri lifur til að anna eftirspurn. Þetta þakka Lýsismenn mark- vissu markaðsstarfi síðustu ára sem hefur skilað sterkri stöðu fyrirtækisins á erlendum mörk- uðum. Aukin eftirspurn veldur því að nýleg verksmiðja fyrirtækis- ins sem byggð var árið 2005 er nú að mestu fullnýtt. Því verður mætt með byggingu nýrrar verk- smiðju á Fiskislóð sem verður tæpir 4.000 fermetrar að stærð og í henni búnaður sem tvöfaldar núverandi afkastagetu. - shá Byggja nýja verksmiðju: Anna ekki eftir- spurn eftir lýsi Varar við afskiptum Bashar Assad Sýrlandsforseti kom fram opinberlega í gær. Hann varaði önnur ríki við afskiptum af ástandinu í landinu og sagði að stjórn hans væri ekki í neinni hættu. Mannréttinda- hópar segja að herlið Assads skjóti reglulega á óvopnaða mótmælendur og að nú séu um tvö þúsund manns látnir. SÝRLAND SPURNING DAGSINS ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Skólaostur i sneiðum og 1 kg stykkjum á tilboði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.