Fréttablaðið - 22.08.2011, Síða 4
22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR4
Þó að leikskólagjöld
séu há standa þau
ekki undir nema um 16 til 24
prósentum af heildar rekstrar-
kostnaði leikskólanna í dag.
HALLDÓR HALLDÓRSSON
FORMAÐUR SÍS
KJARAMÁL Samningar Félags
leikskólakennara við Samband
íslenskra sveitarfélaga verða
kynntir félagsmönnum í dag og
næstu daga. Leikskólakennarar
munu fá um sjö prósenta hækkun
strax, verði samningurinn sam-
þykktur.
Samninganefnd leikskóla kennara
og sveitarfélaganna skrifuðu undir
kjarasamninginn á laugardag, með
fyrirvara um samþykki félags-
manna.
Ekki hefur fengist upp gefið um
hvað var samið í smáatriðum, en
leikskólakennarar kröfðust þess
að laun þeirra hækkuðu nægilega
mikið til að þau yrðu sambæri-
leg við laun grunnskólakennara.
Samningurinn mun fela í sér launa-
hækkun til samræmis við laun við-
miðunarstétta, en launin munu
hækka í þrepum.
Ekki er hægt að segja nákvæm-
lega til um hversu mikið launin
munu hækka umfram grunn-
hækkunina fyrr en unnin hefur
verið ákveðin greining á launum
viðmiðunarstétta, segir Inga Rún
Ólafsdóttir, formaður samninga-
nefndar sveitarfélaganna.
Haraldur F. Gíslason, for maður
Félags leikskólakennara, segist
ánægður með að samningar hafi
náðst og að hægt hafi verið að
afstýra verkfalli sem boðað hafði
verið í dag.
„Við náðum markmiðum okkar og
erum því mjög sátt við samninginn.
Við munum síðan nota vikuna til að
kynna samningana vel fyrir félags-
mönnum. Ég er líka afskaplega
þakklátur fyrir það að ekki komi til
verkfalls og finnst ofsalega gott að
geta þakkað þeim sem sýndu okkur
stuðning með því að afstýra þessu
verkfalli,“ segir Haraldur.
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga
(SÍS), segir það sama gilda um þess-
ar launahækkanir og aðrar sem
samið hafi verið um. Sveitarfélögin
verði að hækka skatta eða þjónustu-
gjöld til að mæta hækkuninni eða
segja upp starfsfólki.
„Í upphafi var lagt upp með það
að tekjuaukning myndi standa
undir þessum hækkunum en það
hefur ekki gengið eftir. Þá verð-
um við annað hvort að auka tekjur
sveitarfélaganna með skattahækk-
unum eða hærri þjónustugjöldum
og svo áframhaldandi niðurskurði
og hagræðingu,“ segir Halldór.
„Þó að leikskólagjöld séu há
standa þau ekki undir nema um
16 til 24 prósentum af heildar
rekstrar kostnaði leikskólanna í
dag.“ sara@frettabladid.is
GENGIÐ 19.08.2011
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,9034
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,10 114,64
188,21 189,13
163,12 164,04
21,898 22,026
20,757 20,879
17,656 17,760
1,4917 1,5005
183,17 184,27
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
ÁRSKORT Í VEGGSPORT – SKVASS OG HEILSURÆKT
Með árskorti í Veggsport
hefurðu aðgang að fjórum
skvassvöllum, tækjasal og
almennum æfingasal.
www.veggsport.is
25 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið
HÓPKAUP.IS Í DAG
í krafti fjöldans
hópkaup.is
35.940 kr. GILDIR 24 TÍMA
59.000 kr.
Verð
40%
Afsláttur
23.060 kr.
Afsláttur í kr.
Leikskólakennarar
hækka strax um 7%
Nýgerðir kjarasamningar leikskólakennara við sveitarfélögin verða kynntir
félagsmönnum í vikunni. Leynd hvílir yfir ákvæðum í samningnum í bili.
Sveitarfélögin verða að hækka skatta eða þjónustugjöld segir formaður SÍS.
VERKFALLI AFSTÝRT Samningar milli leikskólakennara og sveitarfélaganna hafa náðst
og verkfalli hefur því verið afstýrt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HEILBRIGÐISMÁL Björn Zoëga, for-
stjóri Landspítalans, treystir sér
ekki til að tiltaka hvaða þjónustu
gæti reynst nauðsynlegt að fella
niður komi til frekari niður skurðar
á spítalanum.
„Við erum að skoða þessi mál og
það er ekki tímabært að segja hvað
það verður sem víkur. Um sumt
þarf að hafa samráð við ráðuneytið
sem skipuleggur heildarþjónustuna
og hvort það séu einhver sérstök
atriði sem það leggur áherslu á að
við leggjum niður frekar en eitt-
hvað annað. Þessi umræða er ekki
komin svo langt.“
Í síðustu viku sagði Guðbjartur
Hannesson velferðarráðherra að
erfitt væri að sneiða framhjá LSH
við niðurskurð í ríkisfjármálum,
enda tæki spítalinn það stóra sneið
af framlögum til heilbrigðismála.
Björn sagði fréttirnar vera áfall og
að ekki yrði hagrætt lengur held-
ur yrði einhver þjónusta að leggj-
ast af.
Í viðtali við Fréttablaðið í nóvem-
ber í fyrra sagði Björn að kæmi til
frekar niðurskurðar, sem nú er
boðaður, yrði reynt að viðhalda
bráðastarfsemi en minnka annað.
„Birtingarmynd þess yrði óendan-
legir biðlistar og fólk fengi ekki
þjónustu svo mánuðum skiptir,“
sagði Björn í nóvember.
Nú er krafa á velferðar-
ráðuneytið um 1,5 prósenta niður-
skurð. Frá hruni hefur þegar verið
skorið niður um 23 prósent á LSH.
Starfsmenn spítalans voru 5.218 í
janúarlok 2009. Í lok maí í ár voru
þeir 4.627. - shá
Forstjóri Landspítalans segir óábyrgt að nefna á þessari stundu þjónustu sem gæti vikið vegna niðurskurðar:
Segir það stjórnvalda að leggja línuna
NIÐURSKURÐUR Björn Zoëga, forstjóri
Landspítalans, segir það vinnu næstu
mánuða að skilgreina hvaða þjónusta
verði að víkja.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
32°
33°
24°
21°
29°
32°
20°
20°
25°
23°
33°
28°
33°
21°
27°
22°
20°Á MORGUN
Strekkingur með SA-
strönd, annars hægari.
MIÐVIKUDAGUR
Strekkingur með SA-
strönd, annars hægari. 13 12
8
8
8
13 12
10
10
11
10
10
10
10
10
10
10
11
9
8
7
6
5
5
3
3
5
3
3
5
4
3
VÆTA
Það verður væta
um landið sunnan-
og vestanvert í dag
og áfram sunnan til
á morgun en eftir
það léttir þar til.
Norðanlands verð-
ur minni úrkoma
næstu daga en að
mestu leyti skýjað.
Um miðja viku fer
heldur kólnandi og
þá fyrst um landið
norðanvert.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
ÍRAN Tveir Bandaríkjamenn
voru á laugardag dæmdir í átta
ára fangelsi fyrir njósnir í Íran.
Mennirnir voru handteknir fyrir
tveimur árum ásamt kvenkyns
samlanda sínum nærri landa-
mærum Íran og Írak.
Dómurinn kom mönnunum og
fjölskyldum þeirra mjög í opna
skjöldu enda segjast þeir saklaus-
ir. Talsmaður mannanna sagði þá
aðeins hafa verið á göngu í Írak
nærri landamærum Írans.
Konan sem handtekin var með
þeim var látin laus gegn trygg-
ingu í september á síðasta ári. - sm
Bandaríkjamenn dæmdir:
Átta ára fang-
elsi fyrir njósnir
DÆMDIR Dómurinn kom Bandaríkja-
mönnunum Shane Bauer (til vinstri) og
Josh Fattal í opna skjöldu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÍRAK Sjö létu lífið í loftárásum
Tyrkja í Norður-Írak í gær, þar
á meðal fimm börn. Tyrkir hafa
staðið fyrir loftárásum gegn upp-
reisnarmönnum í landinu síðan á
miðvikudag.
Árásirnar beinast gegn Verka-
mannaflokki Kúrda, sem er skil-
greindur sem hryðjuverkasamtök
af evrópskum og bandarískum
yfirvöldum. Flokkurinn hefur í
fullveldisbaráttu sinni fellt um 40
hermenn frá því í júlí, auk þess
sem tugir þúsunda hafa látist í
deilunum, sem staðið hafa allt frá
árinu 1984. - sm
Tyrkir gera loftárásir í Írak:
Sjö létu lífið
TÆKNI Þýski persónuverndar-
fulltrúinn í Slésvík-Holstein
hefur lagt fyrir að allar opin-
berar stofnanir loki aðdáendasíð-
um sínum á Facebook og fjarlægi
„líkar við“-hnappa af heima-
síðum sínum. Frá þessu segir á
heimasíðu Persónuverndar.
Þessi niðurstaða kemur í kjöl-
far rannsóknar sem gerð var á
Facebook af hálfu embættisins í
Slésvík-Holstein. Komst fulltrú-
inn að þeirri niðurstöðu að slík
framkvæmd gengi gegn ákvæð-
um þýskra fjarskiptalaga og
persónuverndarlaga.
Nokkrar opinberar stofnanir á
Íslandi, meðal annars utanríkis-
ráðuneytið, halda úti síðum á
Facebook. - kg
Rannsókn á Facebook:
Stofnanir loki
aðdáendasíðum
BANDARÍKIN Vísindamenn við Yale-
háskólann óttast að ör uppbygging
muni hafa skæð áhrif á náttúruna í
nánustu framtíð.
Nýleg rannsókn sem gerð var
við háskólann spáir því að árið
2030 muni ört stækkandi borgir
hafa lagt undir sig um 1,5 milljón
ferkílómetra landsvæði, eða sem
samsvarar stærð Mongólíu, til að
mæta húsnæðisþörf jarðarbúa.
Borgirnar munu leggja undir sig
fjölbreytt landslag og hafa sérstak-
lega slæm áhrif á umhverfið, segja
vísindamenn við Yale-háskóla. - sm
Stórt landsvæði undir borgir:
Slæm áhrif á
umhverfið
84 samningar í síðustu viku
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á
höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var
84. Þar af voru 69 samningar um eignir
í fjölbýli, 13 samningar um sérbýli.
Heildarveltan var 2.048 milljónir króna
og meðalupphæð 24,4 milljónir.
FASTEIGNAMARKAÐUR