Fréttablaðið - 22.08.2011, Síða 12
22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR12
Girðingarkostnaður
yrði klárlega gífurlegur
fyrir sauðfjárbændur.
SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR
UMHVERFISRÁÐHERRA
Allar gerðir
gólfþvottavéla
skoðaðar og
verðmetnar
Verðmat fæst
sem greiðsla
upp í nýja vél
A
T
A
R
N
A
Skiptu út
gólfþvottavélinni
fyrir
gömlu
nýja
Sími 510 1200 / www.tandur.is
• Úrval hágæða gólfþvottavéla
• Öflug viðgerða- og varahlutaþjónusta
Umhverfisráðherra reikn-
ar með að nefndir á henn-
ar vegum skili tillögum
um að beit sauðfjár verði
stýrt betur. Sú stefnumót-
un stendur yfir. Hún talar
um samningaviðræður við
bændur en vill ekki segja
að stefnt sé að því að halda
öllum skepnum innan girð-
ingar. Sauðfjárbændur efast
um að það sé gerlegt.
Svandís Svavarsdóttir umhverfis-
ráðherra býst við því að út úr
margvíslegu nefndarstarfi á
vegum ráðuneytis síns komi fyrir
áramót tillögur um „leiðir til að
koma á beitarstýringu og væntan-
lega einhverjar samninga viðræður
við sauðfjárbændur“. Nefndir
þessar vinna að endurskoðun laga
um skógrækt og landgræðslu. Þá
er unnið að áætlun um útbreiðslu
birkiskóga.
Ráðherrann segir sambúð skóg-
ræktar á Íslandi og sauðfjárbænda
flókið mál; lausagangan hafi haft
veruleg áhrif á skógræktina.
„Lausaganga búfjár á Íslandi
felur í sér ýmiss konar álag, ekki
bara fyrir skógræktarbændur
heldur þurfa fleiri að huga að því
að girða, svo sem Vegagerðin,“
segir Svandís. Hún vill leysa málið
í sátt við bændur.
Spurð hvort stefnan sé sú að
halda öllu sauðfé innan girðing-
ar svarar Svandís því fyrst til að
hefð sé fyrir lausagöngu sauðfjár
á Íslandi.
„Stefnan er sú að það þarf að
leysa þann núning sem hefur
myndast milli skógræktar og
saufjárræktar og ég heyri það
almennt á bændum að þeir eru til
í að ræða ýmsar hliðar á því. En
það þarf að ræða þetta í tengslum
við lagasetninguna og betri beitar-
stýringu. Stefnumótunarvinnan
stendur yfir,“ segir hún.
Spurð enn um girðinguna segist
ráðherra ekki vilja taka fram fyrir
hendur nefndanna sem að störfum
eru. „En það er alveg ljóst að þetta
er eitt af því sem þarf að tala um.“
Um hvor t
þetta þýði að
r í k ið b org i
bændum fyrir
að setja upp
girðingar segir
Svandís að hún
myndi ekki orða
það þannig.
„Hins vegar
yrði girðingar-
kostnaður klár-
lega gífurlegur
fyrir sauðfjár-
bændur og þetta
er spurning um
vörsluskyldu
búfjár, reglu-
setningu sem er
á valdi sveitar-
félaganna. Mörg
sveitarfélög
hafa sett reglur
um að stórgrip-
ir þurfi að vera
innan girðingar
en ekki sauðfé.
Sveitarfélögin
gætu í sjálfu sér
gert það en það
yrði ekki einfalt
mál. Það þyrfti
að ná lendingu í
þessu máli með
samtali milli
sauðfjárbænda, sveitarfélaga og
þeirra sem eru að endurskoða
meðal annars skógræktarlögin,“
segir hún.
Deiluefni til áratuga
Lausaganga sauðfjár er sígilt
deiluefni á Íslandi. Sauðkindinni
er kennt um að á Íslandi er lítill
trjágróður en mikill uppblástur.
Sauðfjárbændur hafa verið sak-
aðir um rányrkju í það minnsta
síðan 1923. Á þessum tíma hefur
þó margur bóndinn girt sauðfé sitt
af og sveitarfélög mörg bannað
lausagöngu sauðfjár. Önnur ekki,
með tilheyrandi raski á landi ann-
arra og slysahættu á vegum úti.
Margrét Guðmundsdóttir
skógar bóndi skrifaði nýlega grein
í Fréttablaðið sem hún kallaði
„Þöggun í sauðfjárrækt“ og sagði
löggjöf um sauðfjárrækt úrelta.
„Eignarrétturinn er fótum troð-
inn með lausagöngu búfjár,“ sagði
Margrét þar og vísaði til þess
sem kallað er rányrkja: „margir
sauðfjárbændur nota jarðir [land-
græðslu- og skógarbænda] undir
eigin atvinnustarfsemi.“ Hún
hnýtir því við að þessi kostnaður
annarra sé aldrei tekinn inn í
útreikning um framleiðslukostn-
að lambakjöts.
„Það er siðlaust og brot á jafn-
ræðisreglu að ein atvinnustarf-
semi geti með þessum hætti þving-
að rekstrarkostnað sinn á aðrar
atvinnugreinar,“ segir Margrét.
Hún nefnir mikilvægi skóg-
ræktar í baráttu gegn loftslags-
breytingum og að þessir hlutir geti
haft vægi í alþjóðlegum viðskiptum
með losunarkvóta. Mál sé til komið
að Íslendingar hætti að flytja út
„yfir 100.000 tonn af gróðri, m.a.
af gróðursnauðum heiðum, í formi
lambakjöts“.
Forsaga og dáðir Svandísar
Þorvaldur Gylfason prófessor
reifaði fyrir ári í Fréttablaðinu
að umhverfisflokkurinn VG
hefði stýrt bæði landbúnaðar- og
umhverfisráðuneytum um nokkurt
skeið, án þess að stugga við sauð-
kindinni. Hreyfingin „lyftir ekki
litlafingri gegn gróður eyðingunni“.
Það hefði raunar enginn umhverfis-
ráðherra Íslands gert.
„Stjórnmálaflokkarnir fást ekki
enn til að ráðast að rótum vand-
ans með því að skylda bændur að
lögum til að loka sauðfé og hross
inni í beitarhólfum,“ sagði Þor-
valdur.
S v a n d í s S v a v a r s d ó t t i r
umhverfis ráðherra sagði þá á
þessum síðum að Þorvaldur væri
að „egna sig til dáða“.
Í maí á þessu ári skipaði
umhverfisráðherra síðan nefnd til
að endurskoða lög um skógrækt,
með það í huga að „skýra betur
ákvæði um verndun skóga, leið-
ir til nýræktunar skóga og með-
ferð og sjálfbæra nýtingu skógar-
auðlinda landsins“.
Nefndin á að skila niðurstöðum
í desember og markmiðið er að
efla og styrkja stöðu skógræktar
í landinu. Í sama mánuði skipaði
Svandís nefnd um endurskoðun
laga um landgræðslu. Sú hefur það
„meginmarkmið að byggja upp og
endurheimta gróður- og jarðvegs-
auðlindir landsins og stuðla að því
að nýting þeirra verði sjálfbær“.
Þá má þess geta að í yfirstand-
andi verkefni ráðuneytisins um
útbreiðslu birkiskóga „verður
lögð áhersla á samstarf við land-
eigendur um friðun lands frá beit
í nágrenni birkiskóga/skógarleifa“.
Öll ráð í höndum Vinstri grænna
Nema stefnan sé sú að takmarka
skógrækt og landgræðslu við
afmörkuð vernduð svæði á Íslandi
þarf að girða sauðfé inni. VG fer
með þau ráðuneyti sem gætu
komið að því. Svandís fer með
umhverfismálin. Sauðfjárrækt
á heima í landbúnaðarráðuneyti
Jóns Bjarnasonar. Sveitarstjórnar-
mál (og umferðaröryggismál
reyndar líka) falla undir Ögmund
Jónasson. Umhverfisflokkurinn
VG hefur því öll ráð í hendi sér til
að leysa þennan aldargamla vanda.
Áhuginn er fyrir hendi, í það
minnsta í umhverfisráðuneytinu.
En VG er bændaflokkur líka
og áhugi bænda á því að girða af
landið sitt, umfram það sem þegar
hefur verið gert, er öllu minni.
Ráðherra vill stýringu í sátt við bændur
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
MARGRÉT
GUÐMUNDSDÓTTIR
ÞORVALDUR
GYLFASON
SAUÐFÉ Á BEIT Lausaganga sauðfjár hefur verið deiluefni til áratuga á Íslandi. Flestir
virðast sammála um að vel færi á því að skepnurnar væru innan girðinga eigenda
sinna en sauðfjárbændur segja að það kunni að vera ógerlegt.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Til að bæta stöðu skógræktarinnar hefur ríkissjóður
styrkt skógræktarbændur til að girða af hjá sér. For-
maður sauðfjárbænda, Sindri Sigurgeirsson, segist
hlynntur því að svo verði áfram.
„Það er alveg klárt að það er mjög til hagsbóta fyrir
umferðaröryggi að girða sauðfé af frá þjóðvegum. En
varðandi afrétt og annað er það í sumum tilfellum
nánast ógerlegt að girða vegna þess hve land getur
verið erfitt yfirferðar. Miðað við hvað það kostar að
girða verður skoða það mjög vel hvort það sé á bændur
bætandi,“ segir hann.
En getur Sindri haldið því fram að sauðfjárrækt sé
sjálfbær ef hún fer ekki fram á landssvæði sauðfjárbóndans?
„Víðast hvar er þetta í góðu lagi. Hefðbundna formið er að bændur eru
með sitt fé innan girðingar þangað til þeir fara með það á afrétt, sem er í
flestum tilfellum afgirt. Það eru einstaka dæmi um að fé fari á land annarra
og það er spurning um girðingar milli einstakra jarða,“ segir Sindri. Hann
telur ekki að neinn bóndi beiti fé sínu af ásetningi á land annarra.
„Og Náttúrufræðistofnun tilkynnti síðasta vor að samkvæmt gervi-
hnattamyndum væri gróður í framför. Við lítum svo á að á meðan svo sé,
og meðan sýnt sé fram á að eftirlit sé með beit og öðru, sé þetta sjálfbært,“
segir Sindri.
Gæti verið ógerlegt segir formaður
SINDRI
SIGURGEIRSSON
Í stefnu VG, sem birt er á netinu, er minnst
á skógrækt því þar segir að stefna hreyf-
ingarinnar sé að „stuðla að aukinni þátttöku
bænda í landgræðslu, skjólbeltarækt og
skógrækt“.
Þar segir og að náttúruauðlindir eigi að
nýta „í þágu almannahagsmuna án þess að
gengið sé á umhverfið“. Að lífríki landsins
skuli vernda með löggjöf og skipulagi:
„Móta þarf heildstæða stefnu um gróður-
vernd, samþætta lagaákvæði um verndun
jarðvegs og gróðurs og gera vistfræðileg og
siðræn gildi að undirstöðu í verndun og nýtingu.“
Síðast en ekki síst talar VG um sjálfbærni og fjölbreytni í framleiðslu-
háttum: „Brýnt er að Ísland og önnur ríki leitist við að innleiða hugmynda-
fræði sjálfbærrar þróunar og tryggja þannig efnahagslega, félagslega og
vistfræðilega velferð.“
Hver er samþykkt stefna VG?
FRÉTTASKÝRING: Stefna umhverfisráðherra í skógræktarmálum og lausagöngu sauðfjár
Klemens Ólafur
Þrastarson
klemens@frettabladid.is