Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2011, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 22.08.2011, Qupperneq 54
22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR34 SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Ég er ekki sú besta í að fylgjast með sjónvarpsþáttum en þegar ég gef mér tíma verða oftast Gossip Girl eða Entourage fyrir valinu.“ Andrea Röfn Jónasardóttir, fyrirsæta Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 Erna, stílisti Ég hef unnið við förðun á Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal við förðun keppenda í Idol og annarra sjónvarpsþátta hjá 365. Einnig vinn ég við auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu. Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I w w w . u t l i t . i s VILTU VERÐA STÍLISTI? The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning „Þetta var bara mjög gaman og ekkert svo erfitt,“ segir hinn sjö ára gamli Skagapiltur Helgi Rúnar Bjarnason. Helgi Rúnar þykir hafa stolið senunni í Bon Iver-myndbandi sem frumsýnt var á vefsíðu National Geographic á fimmtu- dag. Þar sést Helgi á röltinu um helstu náttúruperlur Íslands undir laginu Holocene sem finna má á nýjustu plötu indí- rokksveitarinnar. Myndband- ið hefur vakið mikla athygli á netinu og um það hefur verið fjallað á helstu tónlistarsíðum heims, meðal annars heimasíðu Billboard-listans, Entertainment Weekly og Spin Magazine. Í gær höfðu 117 þúsund horft á mynd- bandið, en því er leikstýrt af leik- stjóranum Nabil sem hefur meðal annars unnið með rappstjörnunni Kanye West. Helgi Rúnar leikur ekkert síður stórt hlutverk en íslenskar náttúru perlur á borð við Jökulsár- lón, Svartafoss og Breiðamerkur- sand í mynd bandinu. Og honum finnst bara nokkuð skemmtilegt hversu mikla athygli myndband- ið hefur fengið. Hann hefur þegar sýnt vinum sínum það og þeim þótti töluvert til þess koma og að hans sögn voru þeir bara sátt- ir með frammistöðu hans fyrir framan tökuvélarnar. Sjálfur seg- ist Helgi alveg geta hugsað sér að verða leikari en hann hafði ekki mikinn tíma fyrir spjall, hann var úti að leika sér. Móðir Helga, Ingibjörg Krist- ín Barðadóttir, segir tökurnar hafa verið mikið ævintýri því þau hafi verið stödd fyrir aust- an þegar brúin yfir Múlakvísl fór. Þau hafi því þurft að leggja á sig sjö tíma ferðalag aftur heim um Fjallabaksleið nyrðri. „Leik- stjóranum fannst það hins vegar skemmtilegast og mér sýnist stærsti hlutinn af myndbandinu hafa verið tekinn þar. Við vorum allavega alltaf að stoppa og taka HELGI RÚNAR BJARNASON: BARA ROSALEGA GAMAN Skagastrákur stelur sen- unni í Bon Iver-myndbandi BRÆÐURNIR OG LEIKSTJÓRINN Helgi Rúnar ásamt bróð- ur sínum, Birni Inga, og leikstjóra mynd- bandsins, Nabil. Tökurnar voru mikið ævintýri, en brúin yfir Múlakvísl fór þegar þær stóðu yfir fyrir austan og þurfti tökuliðið því að leggja á sig sjö tíma ferðalag um Fjallabaksleið nyrðri. „Nei, ég átti nú ekki von á því að enda sem vínframleiðandi,“ segir fyrrverandi Kastljósstjarnan Elsa María Jakobs- dóttir. Hún og pabbi hennar, mjólkurfræð- ingurinn Jakob Svanur Bjarnason, hafa ásamt Ólafi Erni Ólafssyni og Gunnari Karli Gíslasyni af veitingastaðnum Dill þróað líkjör og snafs sem unnir eru upp úr íslensku birki. Líkjörinn nefnist Björk en snafsinn Birkir og verða drykkirnir formlega kynntir til leiks á morgun. Elsa segir þetta eiga sér sinn aðdrag- anda. Pabbi hennar hafi verið að gera til- raunir með birki og svo hafi hún heyrt af því að Ólafur og Gunnar væru í svipuðum pælingum í eldhúsinu hjá sér. „Það voru einhvern veginn allir að hugsa það sama og það var bara ákveðið að sameina þessi verkefni undir einn hatt.“ Fjórmenningarnir leituðu til Catco vína í Borgarnesi sem framleiðir meðal annars Reyka vodka og segir Elsa að þar hafi þau mætt miklum skilningi. „Við fengum að gera alls konar tilraunir inni á gólfi hjá þeim.“ Elsa segir norræna birkið vera ein- stakt að því leyti að það sé sætt á bragðið. Því hafi legið í augum uppi að nota birkið, það sé enda líka frumbyggi Íslands. Þetta verður eitt af síðustu verkefnum Elsu hér á landi því hún heldur brátt utan til Kaup- mannahafnar, þar sem hún hyggst setjast á skólabekk en hún kláraði nýverið BA- verkefni sitt í félagsfræði við Háskóla Íslands. „En ég verð eitthvað með puttana í þessu frá Danmörku.“ - fgg Elsa María gerist vínframleiðandi BIRKISNAFS OG LÍKJÖR Elsa María ásamt föður sínum, Jakobi, og Ólafi Erni, veitingamanni af Dill, með líkjörinn Björk og snafs- inn Birki. Drykkirnir verða formlega kynntir til leiks á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Fyrst var gert svolítið grín að mér og sagt að ég væri alltaf á þessu hjóli en nú eru allir hættir því. Þegar maður er líka farinn að gera flott myndskeið öðlast maður smá virðingu,“ segir Magnús Þór- lindsson, ungur BMX-hjólreiða- maður á Selfossi. Hann hefur sýnt áhugamálinu sínu mikla ástríðu þrátt fyrir að vera nánast sá eini í bæjarfélaginu sem hjólar á slíku hjóli. Hann tekur til að mynda strætó með hjólið sitt yfir Hellis- heiðina allar helgar til að æfa sig í Reykjavík því aðstaðan, að hans sögn, er ekki upp á marga fiska í heimabænum. Magnús segist snemma hafa fengið áhuga á hjólum, hann byrjaði á fjallahjóli en færði sig síðan yfir í BMX-flokkinn fyrir þremur árum. „Þá voru nokkrir strákar hérna á BMX en þeir eru eiginlega allir hættir núna, ég er því eiginlega eini BMX-strákurinn í bænum.“ Hjólreiðakappinn nýtti sumarið vel því hann fór ásamt nokkrum öðrum BMX-köppum hringinn í kringum landið á BMX-hjólunum; hjólin voru reyndar keyrð á milli í sendiferðarbíl en þeir sjálfir voru í Volkswagen. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og við lentum aldrei í neinum stælum. Við stukkum meðal annars ofan af þaki á Húsa- vík og fengum mat fyrir hjá fólk- inu.“ Og Magnús gætir fyllsta öryggis á hjólinu og er alltaf með hjálm. „Ég hef skallað jörðina það oft að ég nota alltaf hjálm.“ - fgg Ungur hugsjónamaður á BMX-hjóli FJÖR Á HJÓLINU Magnús Þórlindsson er eini BMX-hjólreiðakappinn á Selfossi en hann lætur það ekki stoppa sig heldur fer með strætó yfir Hellisheiðina til að geta æft sig í Reykjavík. eitthvað upp.“ Ingibjörg bætir því við að hún hafi ekki átt von á því að myndbandið myndi hljóta jafn mikla athygli og raun beri vitni. „Við vissum í raun ekkert hver þessi Bon Iver var og datt aldrei í hug að þetta myndi vinda svona upp á sig.“ freyrgigja@frettabladid.is „Þetta var auðvitað alveg frábær afmælisgjöf fyrir staðinn,“ segir Sverrir Gunnarsson, starfsmaður söluturnsins Drekans við Njálsgötu. Danska stórstjarnan Viggo Morten- sen leit þar við á Menningarnótt og keypti sér einn Marlboro-sígarettu- pakka. Drekinn nýtti tækifærið á Menn- ingarnótt og hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt. Blazroca lék fyrir gesti og gangandi og boðið var upp á pyls- ur. Rúsínan í pylsuendanum var þó án nokkurs vafa heimsókn Viggos. „Hann kom bara og spurði um sígar- ettupakkann. Ég spurði hvort hann væri Viggo Mortensen og hann kinkaði kolli, vildi greinilega ekki að fólk vissi af honum. Ég sagði við hann að það væri ekki á hverjum degi sem alvöru Hollywood-stjarna kæmi hingað og hvort ég mætti ekki láta mynda mig með honum. Og það var ekkert mál. Hann var bara mjög almennilegur,“ segir Sverrir. Drekinn var ekki eini staðurinn sem Viggo leit við á því hann heiðr- aði frumsýningargesti Týndu kyn- slóðarinnar með nærveru sinni. Viggo staldraði stutt við, rak nefið aðeins inn og lét sig síðan hverfa út í nóttina. - fgg Viggo í Drekanum VIÐKUNNANLEGUR Sverrir Gunnarsson ásamt Hollywood-stjörnunni Viggo Morten- sen sem keypti sér Marlboro-pakka í Drekanum með þúsund króna seðli.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.