Fréttablaðið - 26.08.2011, Síða 2
26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR2
SJÁVARÚTVEGUR Bresku samtökin
Whale and Dolphin Conservation
Society (WDCS) hvöttu í fyrra-
dag sölumenn fisks og franskra,
hins þjóðlega
breska réttar,
til að hætta að
kaupa fisk frá
HB Granda.
Andstaðan við
HB Granda er
vegna tengsla
fyrirtækis-
ins við Hval
hf. Hvalur er
stærsti ein-
staki hluthafinn í HB Granda með
fjörutíu prósent hlutafjár í gegn-
um dótturfyrirtæki sitt Vogun.
Sagt er frá þessu framtaki
WDCS í breska götublaðinu The
Sun, þar sem fram kemur að fisk-
ur frá HB Granda sé átta prósent
af heildarmagni þess sem selt er
á skyndibitastöðum.
Fyrir utan WDCS er fyrirtækið
Sea Life hluti af átakinu, en Sea
Life rekur ellefu sædýrasöfn.
The Sun hefur eftir Rob Hicks,
líffræðingi hjá Sea Life, að tak-
markið sé að höggva skörð í
útflutning HB Granda og neyða
íslensk stjórnvöld til þess að
stöðva hvalveiðar.
Þrátt fyrir þetta nýjasta útspil
hvalaverndunarsinna segir Egg-
ert Benedikt Guðmundsson, for-
stjóri HB Granda, í samtali við
Frétablaðið að fyrirtækið hafi enn
ekki orðið vart við áhrif vegna
þess.
„Við höfum heyrt af þessum
áróðri WDCS. Þeir hafa farið
með miklum látum gegn okkur
en við höfum ekki fengið neinar
afpantanir.“
Eggert segir að viðbrögð hafi
aðallega borist frá aðilum sem
aldrei hafi átt viðskipti við HB
Granda.
Hann bætir því við að það skjóti
nokkuð skökku við að gera stór-
mál úr eignartengslunum við
Hval hf. nú.
„Þetta hefur verið opinber vitn-
eskja í yfir tuttugu ár en þeir setja
þetta fram eins og þetta séu nýjar
upplýsingar. Menn eru greinilega
að setja þetta svona fram sem
árásarpunkt til að þröngva sínum
málstað upp á Íslendinga.“
Eggert segir að helstu viðskipta-
vinum HB Granda í Bretlandi hafi
verið fullkunnugt um þessi mál í
áraraðir og þeir hafi ekki kippt
sér upp við þau hingað til.
Hann segist ekki áhyggjufullur
varðandi framhaldið.
„Nei, en maður veit svo sem
aldrei nema einhverjir staðir
hætti að kaupa af okkar kúnna
þarna úti. Þá þurfum við bara að
finna okkur aðra markaði. Það
er alltaf mikil eftirspurn eftir
góðum fiski.“ thorgils@frettabladid.is
Þetta hefur verið
opinber vitneskja í
yfir 20 ár, en þeir setja þetta
fram eins og þetta séu nýjar
upplýsingar.
EGGERT BENEDIKT GUÐMUNDSSON
FORSTJÓRI HB GRANDA
Þórólfur, leiðir þetta ekki
til fjárskorts hjá Hagfræði-
stofnun?
„Það verður kindarlegt þegar menn
fara í geitarhús að leita ullar.“
Samtök sauðfjárbænda hættu við áætluð
viðskipti við Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands vegna skrifa Þórólfs Matthías-
sonar prófessors.
STJÓRNSÝSLA „Okkur hefur lánast
með samstöðu í pólitík og aðhalds-
aðgerðum að ganga í gegnum
þennan ólgusjó. Ef það hefði ekki
verið gert væri staða borgarinn-
ar mun verri,“ segir Birgir Björn
Sigurjónsson, fjármálastjóri
Reykjavíkurborgar.
Samkvæmt óendurskoðuðu upp-
gjöri borgarinnar var rekstrarnið-
urstaða A- og B-hluta borgarsjóðs
neikvæð um tæpa 5,4 milljarða
króna. Reiknað hafði verið með
hagnaði upp á tæpar níu hundruð
milljónir.
Aðhaldsaðgerðir Orkuveitu
Reykjavíkur,
s a l a e i g n a ,
hækkun gjald-
skrár og aðrir
liðir skila því
að tekjur voru
1,6 milljörðum
króna yfir áætl-
un auk þess sem
fjármagnstekjur
eru 1,7 millj-
örðum umfram
spár.
Fjármagnsgjöld upp á rúma þrett-
án milljarða króna setja hins vegar
strik í reikninginn. Neikvæðar
gengissveiflur á skuldum OR spila
þar stóra rullu. Þá er verðbólga tals-
vert hærri en búist var við en það
kemur illa við verðtryggð lán borg-
arinnar. Handbært fé A-hluta nam
í lok tímabilsins 10,4 milljörðum
króna en samstæðu borgarinnar
sextán milljörðum króna.
Að fjármagnsgjöldum undan-
skildum er afkoma borgarinn-
ar jákvæð um rúma 6,8 milljarða
króna. Það er tveimur milljörðum
krónum meira en fjárhagsáætlun
gerði ráð fyrir og er Birgir ekki
síst ánægður með það.
- jab
BIRGIR BJÖRN
SIGURJÓNSSON
Niðurskurðurinn var nauðsynlegur, segir Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri:
Afkoma borgarinnar yfir áætlun
Hvetja fisksala til að
sniðganga HB Granda
Bresk hvalaverndunarsamtök hvetja sölumenn fisks og franskra til að sniðganga HB
Granda vegna tengsla við Hval hf. Þrýsta á um að stjórnvöld stöðvi hvalveiðar. For-
stjóri HB Granda segist ekki hafa áhyggjur af málinu. Alltaf sé hægt að selja fisk.
TOGARAR GRANDA Bresk hvalaverndunarsamtök hafa hvatt eigendur skyndibita-
staða sem selja fisk og franskar til að versla ekki við HB Granda vegna eignatengsla
við Hval hf. Forstjóri HB Granda segir ákallið engin áhrif hafa haft á sölu hingað til.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
EGGERT BENEDIKT
GUÐMUNDSSON
UTANRÍKISMÁL Forseti Litháens,
dr. Dalia Grybauskaité, er í
opinberri heimsókn hér á landi.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, hélt móttöku fyrir forset-
ann í gær auk þess sem hátíðar-
kvöldverður var haldinn á Bessa-
stöðum í gærkvöldi.
Í dag verður þess minnst að
20 ár eru frá því að Íslendingar
viðurkenndu sjálfstæði Litháens.
Athöfn vegna þess mun fara fram
í Höfða. Þá mun Grybauskaité
meðal annars heimsækja sam-
hæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð
og Alþingi og flytja erindi í Þjóð-
menningarhúsinu. Hún fer af
landi brott á morgun. - þeb
Forsetar landanna tveggja:
Minnast sjálf-
stæðis Litháens
BESSTASTAÐIR Forseti Íslands bauð til
móttöku í gær.
VIÐSKIPTI Fjárfesting kínverska
auðjöfursins Huang Nubo á
Grímsstöðum á Fjöllum og
í Reykjavík á næstu fjórum
árum gæti numið allt að tuttugu
milljörðum króna.
Áhuga Nubo á Íslandi má rekja
til Hjörleifs Sveinbjörnssonar en
þeir voru herbergisfélagar í Pek-
ing-háskóla fyrir þrjátíu árum, að
sögn fréttastofu Stöðvar 2.
Fallist stjórnvöld á kaup Nubo
á 75 prósentum jarðarinnar
Grímsstaða á Fjöllum mun hann
eiga stærstu jörð á Íslandi. Hann
áformar jafnframt að reisa lúxus-
hótel þar og í Reykjavík. - jab
Kínverji helsti landeigandinn:
Fjárfestir fyrir
tugi milljarða
LÍBÍA, AP Uppreisnarmenn sem náðu húsakynnum
Gaddafís Líbíuleiðtoga á sitt vald á dögunum urðu
heldur en ekki hissa þegar þeir fundu þar bók með
fjölda ljósmynda af Condoleezu Rice, fyrrum utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna í stjórn George W.
Bush.
Þessi fundur átti þó ekki að kona svo verulega
á óvart þar sem Gaddafí hafði ósjaldan lýst yfir
hrifningu sinni á Rice.
Meðal annars sagði hann í viðtali á Al-Jazeera
sjónvarpsstöðinni árið 2007 að hann dáðist að
leiðtogahæfileikum hennar.
„Leeza, Leeza, Leeza,“ sagði hann, en gælunafn
hennar er í raun Condi. „Ég elska hana mikið, dáist
að henni og er stoltur af henni því að hún er þeldökk
kona af afrískum uppruna.“
Þegar þau hittust svo ári síðar hlóð hann gjöfum á
Rice, meðal annars skartgripum.
Á meðan er enn barist á götum Trípólí og Gaddafí
er í felum. Hann neitar að gefast upp og hvetur
stuðningsmenn sína til að hvika hvergi og berjast
áfram.
Uppreisnarmenn hafa nú beint sjónum sínum að
heimaborg Gaddafís, Sirte, og eru að reyna að semja
við stuðningsmenn leiðtogans fyrrverandi
um friðsamlega uppgjöf. - þj
Einkennilegur fundur í húsakynnum Múammars Gaddafí ofursta í Trípólí:
Safnaði myndum af Condi Rice
MYNDIR AF CONDI Uppreisnarmenn fletta í ljósmyndabók
Gaddafís. Hrifning Gaddafís af Condoleezu Rice hófst þegar
hún varð utanríkisráðherra Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SLYS Kona á níræðisaldri hlaut
talsverða áverka, þar á meðal
beinbrot, þegar ekið var á hana
á gatnamótum Grensásvegar og
Bústaðavegar á þriðja tímanum
í gær.
Ekki var vitað um tildrög slyss-
ins síðdegis í gær en talið er að
konan hafi gengið út á götuna og í
veg fyrir bílinn.
Konan var flutt á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi og
þurfti að leggja hana inn. Slysið
er henni þungbært, að sögn vakt-
hafandi læknis. - jab
Níræð kona talsvert slösuð:
Talin hafa geng-
ið í veg fyrir bíl
UMFERÐ Ökumaður vélhjóls slapp
án teljandi meiðsla þegar hann
var ekinn niður á Bústaðavegi
upp úr hádegi í gær.
Hjólinu var ekið vestur
Bústaðaveg þegar bifreið kemur
út af aðrein við brúna yfir
Kringlumýrarbraut og í veg fyrir
hjólið.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu skemmdist hjólið nokkuð
og ökumaður þess meiddist á öxl.
- þj
Óhapp á Bústaðavegi:
Lítið meiddur
eftir vélhjólaslys
ÓHAPP Ekið var á vélhjól á Bústaðavegi
en ökumaður þess reyndist ekki
alvarlega slasaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐSKIPTI Hvorki SpKef né Byr
hafa skilað ársreikningi fyrir
afkomuna í fyrra. Guðlaugur
Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, sagði í gær þetta
ótrúleg vinnubrögð. Skattgreið-
endur eigi heimtingu á að sjá
stöðu fyrirtækja í opinberri eigu.
Ríkið tók sparisjóðina yfir í
apríl í fyrra. Fram kom í kvöld-
fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi
að samkvæmt eigendastefnu
ríkisins skuli fjármálafyrirtæki
í eigu ríkisins birta fjárhags-
upplýsingar sínar opinberlega
ársfjórðungslega. - jab
Trassaskapur Byr og SpKef:
Hafa enn ekki
birt uppgjörin
Nú er hægt að fá fetaost sem kubb í saltvatni. Gott
er að nota ostinn í salöt, samlokur, grænmetisrétti
og á pítsuna. Ljúffengar uppskriftir með fetaosti
er að finna á www.gottimatinn.is
SPURNING DAGSINS