Fréttablaðið - 26.08.2011, Page 4
26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR4
5%
4%
3%
2%
1%
ág
ú.
10
nó
v.1
0
fe
b.
11
m
aí
.11
ág
ú.
11
Verðbólga
ágúst 2010 til ágúst 2011
Heimild: ASÍ
Síðustu setninguna vantaði í aðsendri
grein Kristjáns Guðmundssonar, Vér
hinir óskeikulu, í Fréttablaðinu í gær.
Síðasta málsgreinin á að vera svona:
Dæmi er um að uppkveðinn dómur
boðaði að ofbeldi væri löglegt ofbeldi
og þeir sem urðu fyrir ofbeldinu fengu
heimild dómarans til að snúast til
varnar og beita ofbeldi gegn ofbeldis-
manninum.
Erum við ekki komin á það stig í
dómararuglinu að fyrri tíma vígaferli
eru innan seilingar?
LEIÐRÉTTING
EFNAHAGSMÁL Ársverðbólgan
stendur í stað milli mánaða og
stendur í fimm prósentum eins
og í júlí samkvæmt mælingu
Hagstofu Íslands.
Hagdeild ASÍ telur horfur á
hækkandi verðbólgu. Undir það
taka sérfræðingar Greiningar
Íslandsbanka, sem segja horfur á
töluverðri hækkun á næstunni.
Verðlag hefur hækkað um 0,26
prósent í ágúst samkvæmt Hag-
stofunni. Hækkunina má rekja til
verðhækkana á matvælum, sem
og hækkunar á fötum og skófatn-
aði eftir að útsölum lauk. Á móti
vegur lækkandi bensínverð. - bj
Verðbólgan stendur í stað:
Horfur á hækk-
andi verðbólgu
SUÐRÆN SVEIFLA
STJÓRNSÝSLA „Við munum taka
þessa gátt úr sambandi en fara
jafnframt fram á það við velferðar-
ráðuneytið að það verði gert skýrt
með lögum að
þessi möguleiki
sé ótvíræður,“
segir Gissur
Pétursson, for-
stjóri Vinnu-
málastofnunar,
um þá ákvörðun
Persónuverndar
að Vinnumála-
s t o f n u n o g
Ríkis skattstjóri
megi ekki bjóða
fólki að gefa
upplýsingar um
aðra undir nafn-
leynd á netinu.
Persónu-
ver nd seg i r
bæði Vinnu-
málastofnun og
Ríkisskattstjóra
bjóða upp á þann
möguleika með tilteknum hnöppum
á heimasíðum að fólk geti undir
nafnleynd komið á framfæri ábend-
ingum um hugsanleg bótasvik ann-
ars vegar og skattsvik hins vegar.
Með þessu sé fólk hvatt til að gefa
nafnlausar ábendingar á netinu og
það samræmist ekki lögum.
Gissur Pétursson segir að um
eitt þúsund ábendingar um bóta-
svik hafi borist um sérstaka gátt
á heimasíðu stofnunarinnar í
fyrra, bæði undir nafni og nafn-
laust. Á grundvelli þeirra hafi um
tvö hundruð manns verið teknir af
atvinnuleysisbótum sem þeir áttu
ekki rétt á.
„Ég get ekki fallist á það að þessi
möguleiki á heimasíðunni feli í sér
hvatningu til að menn gefi upp-
lýsingar nafnlaust,“ segir Gissur
og undirstrikar mikilvægi þess að
Vinnumálastofnun njóti liðveislu
almennings til þess að upplýsa um
bótasvik.
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri hafnar því að embætti
hans hafi hvatt fólk til að gefa nafn-
lausar ábendingar. „Við virðum
þessa ákvörðun en meginforsenda
hennar um að Ríkisskattstjóri hafi
hvatt til slíks er ekki rétt. Það
hefur einungis verið þessi mögu-
leiki að senda rafrænt án þess að
tilkynna nafn eða auðkenni – í því
felst engin hvatning,“ segir Skúli og
bætir við að í raun breyti þetta litlu
því þær upplýsingar sem borist
hafi á þennan hátt hafi ekki verið
veigamiklar.
Persónuvernd telur enn fremur
villandi að segja að á heimasíðum
Ríkisskattstjóra og Vinnumála-
stofnunar geti fólk með ábendingar
notið nafnleyndar. Persónugreina
megi upplýsingar á netinu með IP-
tölum og öðrum greiningartólum.
Skúli segir að sér vitanlega séu
engin fordæmi fyrir því að reynt sé
að rekja slíkar upplýsingar. „Enda
eru þær ekki rekjanlegar nema
með atbeina sérfræðinga sem hafa
aðgang að IP-tölum. Það höfum við
ekki,“ segir ríkisskattstjóri.
gar@frettabladid.is
Lög leyfi nafnlausar
ábendingar á netinu
Forstjóri Vinnumálastofnunar vill lagabreytingu til að tryggja að bjóða megi
nafnlausar ábendingar um bótasvik á heimasíðu stofnunarinnar. Ríkisskatt-
stjóri kveðst ósammála forsendum Persónuverndar en hlítir ákvörðun hennar.
GISSUR PÉTURSSON
SKÚLI EGGERT
ÞÓRÐARSON
ALÞINGI Forstjóri Vinnumálastofnunar vill að velferðarráðuneytið beiti sér fyrir því að
löggjafinn tryggi ótvíræða heimild til að taka áfram við nafnlausum ábendingum á
netinu um bótasvik. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
33°
31°
33°
23°
31°
32°
24°
24°
27°
18°
32°
28°
29°
22°
18°
22°
23°Á MORGUN
Strekkingur með A-
strönd annars hægari.
SUNNUDAGUR
Strekkingur með NV-
strönd annars hægari. 11 13
14
14
11
11 12
11
119
11
10
14
11
7
8
8
9
8
9
5
3
4
5
2
5
3
4
5 15
9
1
5
HELGIN
Það viðrar nokkuð
vel til útiveru
og útiverka um
helgina. Í dag og
á morgun verður
víða bjart eða bjart
með köfl um. Dá-
lítil væta gæti fallið
með norðurströnd-
inni á morgun
og á sunnudag
má reikna með
úrkomu um tíma
norðan og vestan
til.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
NOREGUR Ungmenni sem komust lífs af úr
Útey hinn 22. júlí hafa kært umfjöllun
norska blaðsins Verdens gang til siðanefnd-
ar fjölmiðla þar í landi. Kvörtunin snýr að
myndbirtingum af hryðjuverkamanninum
Anders Behring Breivik þegar hann fór í
vettvangsferð með lögreglunni í eyjuna.
„Ekkert okkar verðskuldar að vakna
og sjá svona myndir eftir helvítið sem við
höfum gengið í gegnum,“ segja systkinin
Karoline og Magnus Håkonsen, sem komust
lífs af með því að synda burt frá eyjunni,
ásamt Fredrik Sletbakk. Þau segja orð ekki
geta lýst því hversu erfitt hafi verið að sjá
myndirnar.
Myndir af Breivik þar sem hann leikur
eftir hvernig hann skaut ungmenni í Útey
vöktu óhug, en þær birtust víða um heim.
Aðstandendur fórnarlamba Breiviks höfðu
áður lýst óánægju sinni en nú hefur verið
formlega kvartað.
Formaður norska blaðamannafélagsins
segist ekki hissa á kvörtuninni. Þó að ekki
leiki vafi á því að vera Breiviks í eyjunni á
nýjan leik hafi átt erindi við almenning hafi
myndir af honum vakið mikil og neikvæð
viðbrögð.
Siðanefndin hefur fengið tuttugu kvartan-
ir vegna umfjöllunar fjölmiðla um hryðju-
verkin 22. júlí. Meðal þeirra sem einnig
hefur verið kvartað undan eru Dagbladet,
Dagsavisen, TV2 og minni blöð. - þeb
Ungmenni sem lifðu af hryðjuverkin í Útey eru ósátt við myndbirtingar af ódæðismanninum:
Kæra umfjöllun fjölmiðla um hryðjuverk
ÚTEY Myndir birtust af Breivik þar sem hann lék eftir
árásir sínar í eyjunni. Þær vöktu óhug, sérstaklega
meðal aðstandenda og þeirra sem lifðu af.
NORDICPHOTOS/AFP
NOREGUR Verkamannaflokkurinn
bætir við sig talsverðu fylgi í
nýrri skoðanakönnun sem birt
var í norskum fjölmiðlum í gær.
Spurt var um hvaða flokk fólk
myndi kjósa ef gengið yrði til
þingkosninga nú.
Verkamannaflokkurinn fengi
þannig 35,4% fylgi, sem er stökk
um 7,4% frá könnun sem gerð var
fyrir mánuði. Sú könnun var gerð
fyrir fjöldamorðin í Ósló og Útey,
en flokkurinn hefur síðan notið
samúðarfylgis í könnunum.
Norðmenn ganga brátt til sveit-
arstjórnarkosninga en ekki er
sjálfgefið að útkoman þar verði í
samræmi við þessa könnun. - þj
Norski Verkamannaflokkurinn:
Tekur stökk í
skoðanakönnun
FYLGIÐ Á FLUGI Jens Stoltenberg
forsætis ráðherra og flokkssystkin hans
hafa aukið við fylgi sitt eftir ódæði
Anders Breivik. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Andri Árnason, verj-
andi Geirs Haarde, fyrrverandi
forsætisráðherra, krafðist í
gær frávísunar í Landsdóms-
málinu gegn honum. Frestur til
að krefjast frávísunar rann út
samdægurs.
Geir er sakaður um brot á
lögum um ráðherraábyrgð í
aðdraganda bankahrunsins
haustið 2008. - jab
Geir Haarde og Landsdómur:
Lögmaður vill
vísa málinu frá
GENGIÐ 25.08.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
219,3521
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,53 114,07
185,83 186,73
163,93 164,85
22,002 22,13
21,004 21,128
18,003 18,109
1,4706 1,4792
182,63 183,71
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is