Fréttablaðið - 26.08.2011, Side 16

Fréttablaðið - 26.08.2011, Side 16
16 26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Maxímús Músíkús hefur fengið ný heimkynni í Hörpu og hlakkar til vetrarins. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR V iðbrögð Landssamtaka sauðfjárbænda við skrifum Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors hér í blaðið undanfarnar vikur eru dálítið yfirdrifin. Þórólfur hefur í greinum sínum gagnrýnt óskilvirkt og dýrt landbúnaðarkerfi, lélega afkomu og litla verð- mætasköpun í sauðfjárbúskap, ásamt þeirri sérkennilegu stað- reynd að lambakjöt er flutt út með ríkisstyrk á sama tíma og það vantar í búðir á Íslandi. Viðbrögð LS eru að senda for- mann sinn, Sindra Sigurgeirsson, á fund rektors Háskóla Íslands til að kvarta undan Þórólfi. Jafn- framt hafa samtökin tilkynnt að þau hafi hætt við að kaupa þjónustu af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands – væntanlega til þess að starfsmenn skólans hugsi sig héðan af tvisvar um áður en þeir gagnrýna landbúnaðarkerfið opinberlega. Auðvitað ráða bændur af hverjum þeir kaupa þjónustu. Þeir geta alveg eins samið við útlent ráðgjafarfyrirtæki um að gera tillögur um hagræðingu í sláturiðnaði. Þann kost hafa þeir reyndar umfram íslenzka neytendur, sem geta ekki valið hvort þeir kaupa íslenzkt lambakjöt eða til dæmis nýsjálenzkt úti í búð, þökk sé landbúnaðar- kerfinu okkar. Hitt er sérkennilegra, að Landssamband sauðfjárbænda túlki gagnrýni Þórólfs Matthíassonar á styrkja-, miðstýringar- og tolla- kerfið, sem hér hefur orðið til, sem „beinar árásir á stétt sauð- fjárbænda“. Þetta er reyndar algengur misskilningur. Þeir sem gagnrýna þetta dýra og óskilvirka kerfi, sem meðal annars leggur hömlur á framtak og sjálfsbjargarviðleitni duglegra bænda, fá oft að heyra að þeir séu á móti landbúnaði, á móti bændum eða á móti landsbyggðinni. Landbúnaðarkerfið er hins vegar ekkert af þessu. Landbúnaður er nauðsynleg atvinnugrein; án hans fengjum við ekki allan mögulegan mat, sem við getum ekki verið án. Hann er líka mikilvægur partur af sögu og menningu Íslendinga og hefur af þeim ástæðum ákveðna sérstöðu. En það er mjög mismunandi á milli ríkja og heimshluta hvernig landbúnaðurinn er rekinn. Það getur eiginlega ekki verið að á Íslandi hafi verið fundin upp eina rétta formúlan og að hana megi alls ekki gagnrýna. Þegar fólk hlustar á málflutning forystumanna samtaka bænda fær það þó á tilfinninguna að það sé skoðunin á þeim bæ. Í grein sinni í Fréttablaðinu í gær dregur Þórólfur Matthíasson gagnrýni sína saman: „Skilyrðislaus peningaaustur úr ríkissjóði til sauðfjárbænda viðheldur hallarekstri margra sauðfjárbúa, tefur eða kæfir eðlilega þróun greinarinnar, skilar neytendum dýru kjöti og skattgreiðendum ómældum útgjöldum. Það er erfitt að skilja að nokkur aðili sem starfar að framleiðslumálum og styrkjamálum sauðfjárbúskaparins geti unað við óbreytt ástand.“ Af hverju vilja samtök bænda ekki ræða þessa gagnrýni á málefnalegum nótum og taka þátt í að þoka landbúnaðinum inn í eitthvað sem kallazt getur eðlilegt viðskiptaumhverfi? Vonandi halda sem flestir fræðimenn áfram að gagnrýna öll opinber kerfi sem fela í sér sóun og óskilvirkni. Það eiga ekki að vera neinar heilagar kýr í þeim efnum – og ekki ær heldur. Af hverju er litið á gagnrýni á landbúnaðarkerfið sem árás á bændastéttina? Heilagar ær og kýr Samtök sauðfjárbænda hafa beitt fjárhags- legu áhrifavaldi sínu og sagt upp verkefna- samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna greinaskrifa og ályktana Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hag- fræði við HÍ. Vissulega geta bændasam- tökin beint viðskiptum sínum þangað sem þeim hentar en ætti það þá ekki einnig að gilda um okkur, kaupendur framleiðsluvara bænda? En eins og allir vita standa sam- tök bænda þétt með stjórnvöldum í því að hindra að íslenskir neytendur geti, að eigin vild, keypt erlendar landbúnaðarvörur. Í greinunum, sem að sögn Þórólfs byggja á gögnum frá Bændasamtökunum sjálf- um, eru upphæðir ríkisstyrkja til land- búnaðar gagnrýndar, fyrirkomulagið talið hefta framþróun í greininni og vera and- stætt hagsmunum bænda og skattgreið- enda. Íslenskur landbúnaður fær einhverja hæstu ríkisstyrki í heimi samkvæmt OECD. Heildartilfærslur frá skattgreið- endum eru árlega 11 milljarðar og innflutn- ingsverndin kostaði neytendur annað eins til skamms tíma, þó að lágt gengi krónunn- ar nú hafi lækkað þá upphæð. Hagsmuna- samtök bænda fá af ríkisstyrknum til starfsemi sinnar. Þessi háu framlög til íslensks land- búnaðar eru öðru hverju gagnrýnd, en því miður hafa stjórnmálamenn og við sem störfum innan stjórnmálaflokka lítið látið okkur landbúnaðarkerfið varða, síðan Alþýðuflokkurinn var og hét, e.t.v. vegna skorts á þekkingu á kerfinu. Fréttir berast reglulega um að samningar stjórnvalda við bændur hafi verið framlengdir en engin umræða fer fram. Fjölmiðlar eða fræði- menn hafa lítið hjálpað okkur síðan hag- fræðingarnir Þorvaldur Gylfason og Guð- mundur Ólafsson gagnrýndu og greindu landbúnaðarkerfið ötullega fyrir allmörg- um árum. Nú hefur Þórólfur Matthíasson sett málið rækilega á dagskrá í greinum í Fréttablaðinu að undanförnu. Ég þakka honum kærlega fyrir það og þá vinnu sem hann hefur lagt í greininguna, sem er kjörin til að byggja umræðu á. Eitt af því sem gagnrýnt var eftir hrun var skortur á gagnrýni og fræðilegri grein- ingu á íslenska fjármálakerfinu. Horft var m.a. til fræðimanna háskóla og þeir taldir hafa brugðist íslenskum almenningi. Mark- mið fræðilegrar umræðu um landbúnaðar- kerfið er að bæta kerfið og gera það mark- vissara fyrir bændur og skattgreiðendur. Með fræðilegri greiningu á landbúnaðar- kerfinu eru háskólakennarar því að rækja skyldur sínar við þá sem greiða þeim laun, íslenska skattgreiðendur. Þöggun Samtaka sauðfjárbænda? Landbúnaður Margrét S. Björnsdóttir aðjúnkt við HÍ og félagi í Samfylkingunni Fyrirmyndargjörningur Einar Skúlason sagði sig úr Fram- sóknarflokknum á mánudag. Einar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og var til að mynda oddviti hans í síðustu borgarstjórnar- kosningum. Einar var varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, en um leið og hann sagði sig úr flokknum sagði hann sig frá því embætti. Það hefði verið sérkennileg aðstaða fyrir Vigdísi Hauksdóttur, þingmann flokksins í kjördæminu, því utanflokks- maður hefði tekið sæti hennar í forföllum. Það hefur því miður allt of oft gerst, en gjörningur Einars er til eftirbreytni. Sterka staðan Borgaryfirvöld lögðu fram sex mánaða áætlun í gær. Stjórnendur voru keikir með reksturinn og sögðu stöðu borgarinnar sterka. Það skýtur skökku við miðað við fyrri yfirlýsingar um hagræðingarþörf og hækkun gjalda. Betur hefði farið ef menn hefðu sagt eins og er; enginn stendur vel í miðju hruni en ljós eru í myrkrinu. Það er sennilega of mikill sannleikur fyrir pólitíkina. Hugmyndaríkt höfrungahlaup Guðmundur Steingrímsson hyggur nú á stofnun stjórnmálaflokks. Hann hefur sagt að fleiri en óánægðir framsóknarmenn eigi þar heima og meðal þeirra sem hann taldi í þeim hópi voru Evrópusinnaðir félagar í Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði. Þetta verður að teljast áhuga- verð hugmynd. Augljóst er að til eru vinstri græn sem eru svag fyrir ESB en óljósara er af hverju þau ættu að ganga í flokk hægra megin við Evrópuflokkinn Samfylkinguna, eins og Guðmundur hefur sagt sinn flokk verða. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.