Fréttablaðið - 26.08.2011, Page 18

Fréttablaðið - 26.08.2011, Page 18
18 26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR Landsbankinn fjármagnar laxeldi á Vestfjörðum Við óskum Fjarðalaxi til hamingju með kraftmikla uppbyggingu laxeldis á sunnanverðum Vestfjörðum. Nú í lok vikunnar kemur Alþingi saman á ný. Ég hef reyndar mælst til þess nokkr- um sinnum í sumar að þingið yrði kallað saman til að ræða ýmis mál sem tæplega þoldu bið. Þeirra á meðal er ríkisskuldakr- ísa Evrópuríkjanna, sem aðeins er spurning hvenær en ekki hvort mun hafa áhrif hér á landi. Mikil umræða hefur eðlilega skapast um Evrópumál í sumar vegna þess vanda sem nú steðj- ar að fjármálalífi ESB-ríkjanna og skoðanir manna eru ákaflega mismunandi. Svo mismunandi að Framsókn hefur nú orðið að sjá á eftir Guðmundi Steingrímssyni. Það er auðvitað leitt að missa góðan mann úr þingflokknum en við Guðmundur ræddum saman og hann fór vel yfir ástæður sínar. Það er augljóst að hann hefur tekið ákvörðun sína að vel athuguðu máli og þetta er því miður niðurstaða hans. Eins og hann bendir sjálfur á er eðlilegt í stjórnmálum að menn finni sér þann vettvang þar sem þeir telja sig best geta komið sínum málum áleiðis. Um leið og ég óska Guðmundi velfarnaðar í framhaldinu og þakka honum kærlega fyrir samstarfið von- ast ég til að hann beiti sér áfram með okkur í þeim málum sem falla að skoðunum hans. Við verðum að setja fólkið og heimilin í forgang En Evrópumál og flokkadrættir vegna þeirra eru ekki það sem Íslendingar, innan Alþingis og utan, þurfa að leggja höfuð- áherslu á nú á haustmánuð- um. Skuldavandi heimilanna er orðinn slíkur að vart verður við ráðið lengur. Það hlýtur að vera forgangsverkefni okkar allra að leysa fólkið í landinu úr böndum húsnæðisskulda og atvinnuleysis. Árið 2009 var því spáð að nú, tveimur árum seinna, yrði botni kreppunnar náð og að heimilin og fyrirtækin í landinu myndu geta greint ljósið við enda gang- anna. Í dag er það öðru nær. Atvinnuleysi mælist enn rúm- lega 6 prósent, næstum jafn mikið og í upphafi árs 2009. Engar afgerandi lausnir bjóðast á húsnæðisskuldum heimilanna og ekki hefur verið ráðist í nein- ar almennar aðgerðir til skulda- niðurfellingar, sem kæmu þeim best sem mest þurfa á þeim að halda. Sú leið sem ríkisstjórn- in boðaði eftir fjöldamótmæli í október 2010, hin svokallaða 110% leið, hækkar nú að lík- indum í 130% leið vegna efna- hagslegrar óstjórnar og óþarfra vaxtahækkana sem ekki sér fyrir endann á. „Eftir tvö ár verður botninum náð“ Þegar ríkisstjórnin tók við völdum 2009 bauð hún upp á að næstu tvö ár yrðu erfið en að þeim loknum yrði séð til lands, Tekið yrði á skuldavandanum, fjárhagur heimilanna myndi vænkast og atvinnulífið taka við sér. Í krafti þessa loforðs hefur fólkið í landinu þolað skatta- hækkanir og niðurskurð sem áttu að fjármagna erlend lán ríkisins og loka fjárlagagatinu. Þessi tvö ár eru liðin en gatið er enn risastórt. Þetta plan hefur ekki virkað. Nú í haust mun ríkisstjórnin samt aðeins bjóða heimilunum upp á meira af því sama. Meiri skattahækkanir. Meiri niðurskurður. Engin atvinnuuppbygging, engin fjár- festing og engin lausn á skulda- vanda heimilanna. Þeir sem gátu í tvö ár haldið rekstri heimilisins á floti með því að nýta ævisparnað sinn, með snemmbærri úttekt lífeyris- sparnaðar eða með söfnun kred- itkortaskulda eru nú þremur árum frá hruni komnir að enda vegarins. Það er ekkert eftir til að ná endum saman. Afborgan- ir falla ógreiddar á gjalddaga, bankarnir ganga sífellt harð- ar fram í innheimtu þrátt fyrir fögur loforð um annað, dagleg- ur rekstur heimilisins verður mjög erfiður og brátt ómögu- legur. Fleiri og fleiri missa hús- næðið, fjárhagsvandinn leggst sem mara á sambönd fólks og fjölskyldur flosna upp. Þetta má ekki halda svona áfram. Við sem vinnum í stjórnmálum verðum að átta okkur sameiginlega á því að heimilin þola ekki meira. Við verðum að þora að viðurkenna að það er þörf á nýrri nálgun. Verður hlustað á okkur í haust? Framsókn lagði fyrir tveimur árum fram ítarlegar efnahags- tillögur, þar á meðal tillögur um almenna skuldaniðurfellingu fyrir heimilin í landinu sem hefðu þá þegar getað snúið þess- ari þróun við. Á þær tillögur var ekki hlustað, reyndar voru þær barðar niður með offorsi af vinstri flokkunum. Skýrslan um endurreisn bankanna sem kom út í vor sýndi hins vegar að svigrúmið var til staðar en með- vituð ákvörðun var tekin um að láta kröfuhafa njóta þess í stað heimilanna. Þetta má ekki gerast aftur. Framsókn mun á komandi þingi leggja krafta sína í að berjast fyrir aðgerðum í efnahagsmálum sem geta, verði á okkur hlustað í þetta sinn, snúið þróuninni við og gert fólki kleift að ná endum saman á ný. Við höfum þegar lagt fram á þingi ítarlegar tillögur um sókn í atvinnumálum, því heim- ilin munu ekki losna úr álögum skulda nema ráðist verði í mark- vissa atvinnuuppbyggingu. En sókn í atvinnumálum verður að fylgja stöðugleiki í efnahagsmál- um svo hagur heimila og fyrir- tækja nái að dafna og vaxa. Þetta tvennt er forsenda þess velferð- arsamfélags sem við viljum og verðum að byggja upp á nýjan leik. Vinna, vöxtur, velferð. Það er leiðin út úr vandanum. Eina leiðin. Lausnin á skuldum heimilanna er forgangsmál Efnahagsmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins Við sem vinnum í stjórnmálum verðum að átta okkur sameiginlega á því að heimilin þola ekki meira. Við verðum að þora að viðurkenna að það er þörf á nýrri nálgun. AF NETINU Frjóangi Röskvukyn- slóðarinnar? Ég hef lengi skrifað um að það sé pláss fyrir flokk á miðjunni, eða rétt hægra megin við hana. Flokk sem væri í ætt við til dæmis Venstre í Danmörku. En það er spurning hvernig slíkur flokkur yrði til. Menn hafa hneigst til þess að halda að hann yrði klofningur úr Sjálf- stæðisflokknum, en það er ekki víst að slíkt yrði farsælt. Tryggð sjálfstæðismanna við flokk sinn er merkilega mikil – og þeir sem kljúfa flokkinn fá að finna til tevatnsins. Guðmundur Steingrímsson boðar nú stofnun slíks flokks. Hann tekur nokkurn hóp fram- sóknarmanna með sér, en samt ekki nógu stóran til að hægt sé að tala um klofning. Vinir Guð- mundar og sálufélagar í pólitík eru flestir í Samfylkingunni. Þetta er fólkið sem var í háskóla- pólitíkinni undir merkjum Röskvu – Dagur B. Eggertsson, Kristján Guy Burgess, Róbert Marshall, Björgvin G. Sigurðsson. Sumir af þessum mönnum eru mjög vel heima í pólitískum plottum. Það má spyrja hvort einhver af þessum mönnum geti hugsað sér að yfirgefa Samfylkinguna til þess að ganga til liðs við Guðmund. Það er ekki sérlega líklegt, en það er ljóst að þeir horfa á atburða- rásina með velþóknun. Það er því ekki nema von að spurt sé hvort væntanlegur flokkur Guðmundar sé einhvers konar útibú frá Sam- fylkingunni – enn einn frjóangi Röskvukynslóðarinnar sem flykktist þangað inn á sínum tíma (sem og í R-listann). Össur Skarphéðinsson sagði eitt sinn að Röskvukynslóðin myndi erfa landið. silfuregils.eyjan.is Egill Helgason

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.