Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2011 19
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Ég ætla að verða lögga þegar ég verð stór.“ Hversu margir ungir
drengir og stúlkur ætli svari á þenn-
an hátt þegar þau eru spurð þessar-
ar klassísku spurningar? Sem betur
fer eigum við enn til fólk sem vill
sinna þessu starfi þrátt fyrir að
starfið sé oft á tíðum gríðarlega
erfitt bæði andlega og líkamlega.
Öll þekkjum við ástandið innan
lögreglunnar. Er það þá helst hættu-
legri verkefni, mannekla, skíta djöf-
ulsins kaup, niðurskurður og vinnu-
tíminn sem er þannig að flestir, þar
með talið ég, missa meira og meira
sambandið við vinina. Þurfa hrein-
lega að hafa fyrir því að missa ekki
alveg samband við þá sem manni
þykir vænt um einfaldlega vegna
þess að launin okkar eru svo léleg að
við þurfum oft að vinna aukavaktir
til að brúa bilið og þess á milli vilj-
um við vera heima hjá okkur í faðmi
fjölskyldunnar, en aukavaktir eru
aðallega á kvöldin og um helgar.
Lögreglustarfið er í dag orðið
hálfgert hugsjónastarf, menn eru í
því vegna þess að þeir hafa áhuga
á því og hafa óþrjótandi áhuga á að
leggja sitt af mörkum til að gera
samfélagið betra.
Oft á tíðum hoppum við úr einu
verkefni í annað. Förum t.d. úr
sjálfsvígi þar sem ungur maður
hefur hengt sig á heimili sínu. Þrjá-
tíu mínútum síðar erum við stödd
í fertugsafmæli þar sem kvartað
hefur verið undan hávaða. Hús-
ráðendur og gestir skilja ekkert í
þessum „helvítis“ löggum sem eru
„alltaf“ svo þungir í skapi og geta
ekki glaðst með afmælisgestunum.
Svo jafnvel eftir að við ökum burt
frá útkalli sem þessu þá er tilkynnt
um ungabarn í andnauð og við tekur
margt sem þarf að huga að á leið á
vettvang. Þangað þarf að aka í for-
gangsakstri, jafnvel í myrkri og
rigningu, og jafnframt gæta að
öryggi allra annarra vegfaranda og
á meðan fer hugurinn á flug um það
verkefni sem fram undan er. Þetta
er eitt raunverulegt dæmi af mörg-
um sem gerðist á einni klukkustund
á tólf tíma vakt og átta klukkustund-
ir eftir af vaktinni. Sú sorglega stað-
reynd að eftir svona dag eins og ég
lýsti hér að ofan þá sitjum við lög-
reglumenn jafnvel uppi með ábyrgð-
ina á þeim ákvörðunum sem við
tökum á vettvangi. Ákvarðanir sem
teknar eru á einu augnabliki í þess-
um aðstæðum sem sæta svo gagn-
rýni yfirmanna, borgaranna og rétt-
arkerfisins. Þar sem ég sit kannski
eftir með rýrt mannorð eða jafnvel
sem sakamaður. Hvers virði er það?
Já, störf lögreglumanna eru marg-
vísleg og fjölbreytt. Sum útköll sitja
í mönnum lengi á eftir, kannski mörg
ár. Sum útköll eru þannig að erfitt
er að sjá hið fallega í samfélaginu á
sama tíma. Sum útköll reyna til hins
ýtrasta á andlegan styrk þeirra sem
útkallinu sinna. Það að lögreglumað-
ur gangi ekki til allra starfa sinna
brosandi og með glaðværð þýðir
ekki að hann sé ekki starfi sínu vax-
inn. Það að lögreglumaður taki ekki
undir með ölvuðum einstaklingi,
sem í gleði sinni og ölæði á einhver
samskipti við lögreglu, þýðir ekki að
viðkomandi lögreglumaður sýni af
sér hroka, yfirgang eða vanþóknun á
viðmælanda. Það gæti verið að hann
hafi verið að koma úr verkefni sem
var upp á líf og dauða.
Jafnframt erum við að glíma við
nýtt verkefni en með tilkomu skipu-
lagðra glæpahópa á borð við vél-
hjólasamtök og erlendar og inn-
lendar glæpaklíkur má nú fara að
búast við meiri hörku í undirheim-
unum. Þessir menn eru skipulagðir
og markmið þeirra eru skýr. Þetta
er ekki hópur bifhjólamanna sem
finnst gaman að koma saman og
grilla pulsur, svo einfalt er það.
Ég er í vaktavinnu, vinn á næt-
urnar, tvær helgar í mánuði, vinn
60 tíma vinnuviku. Þar koma auka-
lega aukavaktir sem oftast eru um
helgar og á næturnar. Fyrir þetta
sitja eftir skitnar 237.667 krónur að
meðaltali sl. þrjá mánuði eftir að ég
hef greitt mína skatta og skyldur. Er
hægt að ætlast til þess að við bros-
um um hver mánaðamót þegar við
sjáum launaseðilinn? Þetta er ekki
eðlilegt, ég er ekki eðlilegur að láta
bjóða mér upp á þetta. Af hverju
geri ég þetta þá? Ég hef gert þetta
af hugsjón en ekki vegna launa en
nú er bankinn minn hættur að taka
á móti hugsjónum, þær borga víst
ekki reikninga.
Er sanngjarnt að bera okkur lög-
reglumenn saman við aðrar stéttir?
Þær stéttir sem lögreglumenn eru
helst bornir saman við eru stéttir
sem kalla eftir lögreglu þegar þær
lenda í aðstæðum sem ekki verður
við ráðið nema aðilar með valdbeit-
ingarheimild og valdbeitingarbún-
að komi að. Það er engin önnur stétt
sambærileg, við erum mjög sérstök
stétt. Berum okkur saman við þá
sem þurfa að axla svipaða ábyrgð
og lögreglan.
Ráðamenn – sumir allavega,
starfsmenn Landhelgisgæslunn-
ar, hjúkrunarfræðingar, flugum-
ferðarstjórar. Þá held ég að það
halli verulega á lögreglumenn í
samanburðinum.
Lögreglumenn, oft hefur verið
þörf fyrir samstöðu en nú er nauð-
syn að við sýnum samstöðu. Ég vil
ekki trúa öðru en að lögreglumenn
standi nú saman og hætti ekki fyrr
en við höfum fengið launaleiðrétt-
ingu. Gerum starfið eftirsóknarvert
þannig að æska landsins muni koma
til með að sækja um í lögreglunni og
gerum þeim kleift að verða „löggur“.
Hvað ætlar þú að verða þegar
þú verður stór?
Kjaramál
Sigvaldi Arnar
Lárusson
lögreglumaður
Mér leið ekki vel í grunnskóla. Ég hafði minnimáttarkennd,
horfði oft á aðra nemendur og
fannst þeir vera betri en ég. Það
tók mig mörg ár að jafna mig á
þessu en eitt af því sem hjálpaði
mér var dvöl í lýðháskóla í Nor-
egi þar sem ég fékk tækifæri til
að byggja upp sjálfstraustið og
sjá að ég hafði marga góða kosti.
Í grunnskóla var stöðugt verið að
benda mér á veikleika mína og
varð það til þess að ég hafði enga
trú á því að ég gæti lært.
Ég giftist ung og flutti í lítið
þorp úti á landi. Þegar ég flutti
þaðan og börnin mín voru flogin
úr hreiðrinu fór mig að langa til
þess að mennta mig. Ég skráði mig
í kennaranám í Waldorf-uppeldis-
fræði á Íslandi og kynntist þar
nýjum og áhugaverðum hliðum á
menntun. Í Waldorf-skólum á nám
að vera skemmtilegt og það á að
vinna með öll skilningarvit. Ég
fann strax að ef ég hefði gengið í
svona skóla hefði ég átt mun meiri
möguleika á því að blómstra sem
barn.
Í dag eru yfir átta hundruð Wal-
dorf-skólar í heiminum og þeim
fjölgar ört. Flestir Waldorf-skól-
arnir eru á Norðurlöndunum,
Þýskalandi og Bretlandi. Skólarn-
ir byggja starf sitt á kenningum
Rudolf Steiners (1861-1925). Skól-
inn leitast við að nálgast nemand-
ann út frá því hvar hann er stadd-
ur í sínu þroskaferli og hjálpar
barninu að skilja sjálft sig og finna
sig í tilverunni.
Markmið námsins er að styðja
einstaklinga á meðan þeir smám
saman læra að stjórna og taka
ábyrgð á sínum eigin námsferli.
Á hverjum degi virkjar kennarinn
nemandann til að nota bæði hugs-
un, tilfinningar og vilja. Börnin
læra vegna þess að áhugi þeirra
er vakinn en ekki vegna þess að
þau verða prófuð.
Nemendur læra heldur ekki bara
með höfðinu, lærdómurinn þarf að
ná út í útlimina og setjast að í lík-
amanum. Þess vegna er lögð mikil
áhersla á að nota tónlist, myndlist
og leikrit til að nálgast efnið út frá
ólíkum sjónarhornum. Kennarinn
les ekki fyrir börnin úr bók heldur
nýtir hann sér frásagnaraðferðina
og talar til barnanna beint frá
hjartanu. Börnin útbúa svo sína
eigin kennslubók út frá því efni
sem kennarinn leggur fram.
Í skólastarfinu er leitast við að
gera allar upplifanir barnsins í
náminu lifandi. Með hlustun og
innlifun vaxa skapandi hæfileik-
ar barnsins. Lífleg frásögn er
undirstaða kennslunnar, leiðar-
ljós kennarans er að veröldin er
stórkostleg. Í gegnum kennsluna
á barnið að upplifa góðmennsku,
sannleika og fegurð. Ef kennari
getur mætt væntingum barnsins
þá vex tilfinningalíf þess þannig
að hið listræna og fegurðarskyn-
ið verða afl í vitund þess. Þaðan
vex fram siðferðisvitund sem fær
barnið til að elska hið góða. Náms-
efni sett fram á þennan hátt vekur
og hjálpar barninu að þroska sið-
ferðisvitund. Hreyfing er einnig
mikilvæg til þess að námsefnið
nái alveg niður í líkamann. Barn-
ið þarf að fá tilfinningu fyrir því
að það sé hluti af heiminum og að
hann sé góður staður.
Waldorf-skólinn Sólstafir er nú
að flytja starfsemi sína í Sóltún
6 í Reykjavík og er nú tækifæri
fyrir foreldra að senda börn sín í
frábæran skóla sem staðsettur er
miðsvæðis í borginni.
Líður barninu þínu
vel í skóla?
Menntamál
Ragna
Óladóttir
kennari