Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2011, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 26.08.2011, Qupperneq 20
20 26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR Upp á síðkastið hefur mörgum orðið tíðrætt um frjálslyndi – hverjir séu það og hverjir ekki. Ýmsir hafa haldið því fram að þeir séu frjálslyndir en „hinir“, þ.e.a.s. þeir sem ekki aðhyllast sömu skoð- un og þeir „frjálslyndu“, séu þar af leiðandi öfgafullir og afturhalds- samir, jafnvel ofstopafullir þjóð- ernissinnar. Það sérkennilegasta við þessa nýjustu „pissukeppni“ í frjálslyndi er að mælikvarði þeirra sem telja sig hafa einkarétt á frjáls- lyndinu virðist vera áhugi þeirra á að Ísland gerist aðili að tolla- og við- skiptabandalagi Evrópuþjóða – ESB. Margt er ólíkt meðal Evrópu- þjóða eftir því hvort þær liggja norðan, sunnan eða í eystrihluta álfunnar. Þetta á við um menn- ingu, atvinnu og auðlindir svo nokkrir hlutir séu nefndir. Ísland, eyjan norður í Atlantshafi víðs- fjarri landamærum annarra Evr- ópuþjóða, er enn frábrugðnari mörgum ef ekki flestum þessara ríkja hvað þessa sömu hluti varð- ar. Við erum t.a.m. ákaflega rík af auðlindum, atvinnuþátttaka önnur og meiri en víðast annarsstaðar og þær atvinnugreinar sem við byggj- um afkomu okkar á gjörólíkar ESB-löndum en mun líkari löndum Vestur-Norðurlanda (Færeyjum og Grænlandi auk Íslands) og Noregs. Frjálslynd umræða um atvinnu- vegina? En hvernig er umræðu um okkar mikilvægu atvinnugreinar háttað? Er umfjöllunin frjálslynd? Áform ríkisstjórnarflokkanna um að bylta sjávarútveginum virðast ýta allri skynsemi og frjálslyndi til hliðar. Eru það ekki öfgar, jafnvel ofstopi, þegar þingmenn og ráð- herrar VG og Samfylkingar lýsa því yfir að þrátt fyrir skýrslur hagfræðinga, umsagnir lánastofn- ana, endurskoðenda, hagsmuna- aðila greinarinnar og sveitarfé- laga, sem allir gagnrýna harðlega framkomið frumvarp og benda á að verði frumvarpið að lögum stórskaði það efnahagslíf lands- ins, þrátt fyrir allt þetta ætli rík- isstjórnin að breyta kerfinu með þessum hætti. Rök stjórnarliða eru „okkar“ er valdið, þetta stend- ur í stjórnarsáttmálanum. Það sé fleira til en hagfræði og ekki verði hlustað á grátkórinn! Umræða um virkjanir og vernd- un náttúrunnar hefur á liðnum árum verið með endemum. Full af ofstopa og upphrópunum. Ramma- áætlunin um vernd og nýtingu átti að leysa þá umræðu úr fjötr- um öfganna. En var það skyn- samlegt af iðnaðarráðherra að breyta niðurstöðu faghópa um röðun virkjanakosta án upplýstrar frjálslyndrar umræðu? Umhverf- isráðherra hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að brjóta lands- lög til að koma öfgastefnu sinni fram og skýrt afstöðu sína með þeim orðum að „hún sé í pólitík“. Stefna ríkisstjórnar VG og Sam- fylkingar í orkumálum mun seint teljast frjálslynd. Í sumar hefur verið hamast á íslenskum landbúnaði og hann sakaður um margt. Meðal annars hafa þeir sem telja sig frjálslynda talið nauðsynlegt að opna öll landa- mæri og flytja sem mest af mat- vælum inn til landsins. Í mínum bókum heitir það frjálshyggja að trúa á markaðinn og hann einn eigi að ráða. Ef lægsta heims- markaðsverð er lægra en innlend matvælaframleiðsla á samkvæmt frjálshyggjufræðunum að flytja þau inn. En hvað með fæðuör- yggi þjóðar, dýravernd, umhverf- isvernd, „slow food“ stefnuna? Er það ekki málefnaleg umræða í anda frjálslyndis að taka alla þessa þætti með í dæmið – en ekki bara markaðsvæðingu frjálshyggjunn- ar? Að ekki sé minnst á hve skyn- samlegt það er að efla innlenda matvælaframleiðslu, fjölga störf- um og spara gjaldeyri. Staðreynd- ir tala sínu máli. Innlend matvæli hafa hækkað um 8-35% á meðan innflutt matvæli hafa hækkað um 50-150% á sama tímabili. Við fram- leiðum innanlands u.þ.b. 50% af þeim matvælum sem við neytum. Öll samanburðarlönd okkar telja að það sé of lítið til að tryggja fæðu- öryggi þjóða. Það virðist bæði skynsamlegt og í anda frjálslyndis að nýta auðlind- ir til lands og sjávar á hagkvæman og skynsamlegan hátt. Það er stórt orð Hákot og því skynsamlegast að fara varlega með yfirlýsingar um hver sé frjálslynd- astur. Til vandræða horfði á tímabili á fyrsta foreldrafundi skólaárs- ins þegar foreldrar börðust um að taka að sér hin ýmsu verkefni for- eldrafélagsins. Öll embætti fyllt- ust á svipstundu, hvort sem það voru bekkjarfulltrúar, fulltrúar foreldra í skólaráði eða stjórn for- eldrafélagsins og komust færri að en vildu.“ Náði ég athygli þinni, lesandi góður? Þá vona ég að þú hafir áhuga á að lesa áfram. Öllum ætti að vera ljóst að upphaf þessarar greinar er uppspuni frá rótum. Raunveru- leikinn er oftast annar. Sums stað- ar gengur illa að fá bekkjarfulltrúa til starfa og stundum mætir aðeins sitjandi stjórn foreldrafélagsins á aðalfundi. Þekkt er að fólk þori varla að opna munninn á foreldra- fundum af ótta við að vera skikkað í eitthvert hlutverk. Sem betur fer er þetta þó langt frá því algilt. Rannsóknir sýna að áhugi for- eldra á skólastarfi og stuðningur við nám barna þeirra skiptir höfuðmáli varðandi líðan og námsárangur. Sú gamla klisja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn á vel við í skóla- umhverfinu. Miklu máli skiptir að börnum líði vel, þau fái hvatningu, hrós og stuðning í náminu og sam- skipti þeirra við kennara og skóla- félaga gangi vel. Til þess að svo megi verða þurfa foreldrar að vera meðvitaðir um það sem fram fer í skólanum og vera reiðubúnir að halda utan um og styðja, ekki bara sitt barn, heldur bekkinn, árgang- inn og jafnvel allt skólasamfélagið ef þess gerist þörf. Bekkjarfulltrúar eru hvorki skemmtanastjórar sem sjá einung- is um tvö bekkjarkvöld á ári eða starfsmenn bekkjarins í fullu starfi. Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir milli stjórnar foreldrafélags, umsjónar- kennara og foreldrahópsins. Hlut- verk þeirra er fyrst og fremst að vera verkstjórar og virkja aðra for- eldra í bekknum. Verkefni vetrarins geta verið að skipuleggja vinahópa, bekkjarkvöld, foreldrarölt eða fjár- aflanir. Einnig geta einhverjir for- eldrar verið fulltrúar bekkjarins við að skipuleggja fræðslu, jólaföndur, páskabingó, vináttuviku, vorhátíð eða aðra viðburði á vegum foreldra- félagsins. Ef allir foreldrar taka að sér eitt verkefni yfir veturinn ætti vinnuálagið ekki að sliga neinn. Fyrsta verk bekkjarfulltrúa að hausti ætti að vera að kalla saman foreldrana í bekknum, ræða dag- skrá vetrarins og skipta niður verkum. Þessi fundur gegnir einn- ig því hlutverki að hrista saman foreldrahópinn. Tilvalið er að hóp- urinn geri með sér samning um áhersluatriði eins og að virða úti- vistartíma, boð í afmælisveislur, eftirlitslaus partí, net- og síma- samskipti á kvöldin (rafrænn úti- vistartími) og almenn samskipti svo sem kurteisi, virðingu og vin- áttu. Fundir með léttu kaffispjalli, án barnanna, allt frá því að börn- in eru í 1. bekk, leiða án nokk- urs vafa til þægilegri samskipta, meiri skilnings og samstöðu innan foreldrahópsins. Barnið þitt á aðeins eina æsku, aðeins eina grunnskólagöngu. Þú, ágæta foreldri, getur lagt þitt af mörkum til að barninu þínu líði vel og nái árangri í námi sínu. Þú getur tekið þátt í því að skapa jákvæðan skólabrag og skólasamfélag þar sem foreldrar, kennarar og skóla- stjórnendur eru allir í sama liði. Láttu ekki þitt eftir liggja, taktu þátt í foreldrastarfinu í skóla barns- ins þíns í vetur. Það er bæði gefandi og árangursríkt og barnið þitt nýtur góðs af. Það er skemmtilegt að vera skólaforeldri. Rök stjórnarliða eru „okkar“ er valdið, þetta stendur í stjórnarsáttmálanum. Beint lýðræði og rökræðulýðræði er tvennt ólíkt. Beint lýðræði felur í sér að borgararnir taka póli- tískar ákvarðanir án samráðs við stjórnmálamennina og á það við um setningu stjórnarskrár, afsal full- veldis, þjóðaratkvæðagreiðslur og að koma valdhöfum frá þegar þeir hafa misst traust fólksins. Rök- ræðulýðræði er lýðræðisleg aðferð til að auka þátttöku borgaranna við lagasetningar innan ramma full- trúalýðræðisins. Í því felst að hin ólíku sjónarmið almennings eru lögð til grundvallar þegar pólitísk- ar ákvarðanir eru teknar og stjórn- völd eru skyldug að réttlæta allar ákvarðanir sínar með því að færa rök fyrir þeim sem almenningur skilur. Lýðræðið í dag Nútíma frjálslynt lýðræði byggist á fulltrúalýðræði, þar sem stjórn- málamenn eru fulltrúar borgar- anna, þar sem þeim er ætlað að setja sig inn í flóknari pólitísk mál- efni, leita sér sérfræðiálita, safna sjónarmiðum hagsmunaaðila og taka síðan pólitískar ákvarðan- ir með hagsmuni almennings að leiðarljósi. En lýðræðið er takmarkað. Flokksræðið er sterkt og leiðir til kappræðu frekar en málaefnalegr- ar umræðu. Ólýðræðislegt vald sérfræðinga, hagsmunaaðila, fjár- málaveldisins og skoðanamynd- andi fjölmiðlaveldis eru aðalógnir lýðræðisins. Vægi hins lýðræðis- lega kjörna Alþingis hefur minnk- að, stjórnarhættir eru ofan frá og niður, ógegnsæi er í pólitískum málefnum ríkisins og oftar er tekið meira mið af hagsmunaaðilum en almenningi. Gjá er milli stjórn- málamanna og fólksins. Þetta má glögglega sjá ef skoðaðar eru þær aðferðir sem notaðar eru til þess að taka pólitískar ákvarðanir. Meirihlutaræði, þar sem einfald- ur meirihluti ræður, þarf ekki að semja til að koma málum í gegn, né að taka tillit til skoðana minni hlutans og oft er valtað yfir hann. Flokksforysturæðið er sterkt, venjulegir stjórnmálamenn hafa lítið hlutverk, sérfræðingaveldi ræður öllu í raun og borgararnir búa við kjörklefalýðræði þar sem þeir hafa í raun ekkert að segja nema í kjörklefanum á 4 ára fresti. „Samningar um hagsmuni“ er dæmigert fyrir tveggja flokka sam- steypustjórnir hérlendis, sem fela í sér helmingaskipti á völdum. Póli- tísk vandamál eru séð sem hags- munadeilur sem hægt er að semja um. Stjórnmálin þykja frekar opin og almennir stjórnmálamenn gegna stóru hlutverki í baktjaldamakki og hrossakaupum. Sérfræðingarn- ir veita lögfræðilega og hagsmuna- tengda ráðgjöf. Þátttaka almenn- ings truflar samningsmöguleika og andstæðum sjónarmiðum er því breytt í hagsmunatengsl og hafnað. „Samkomulag um gildi“ breytir pólitískum vandamálum í deilur um gildi þegar ekki er hægt að semja um hagsmuni. Deilt er um frelsi eða jafnrétti, sjálfstæði eða samvinnu þjóða, virkjanir eða umhverfis- vernd o.s.frv. Flokksforingjarnir komast að málamiðlunum frekar en að komast að endanlegum nið- urstöðum, að vera sammála um að vera ósammála með óljósa von um hægt verði að semja um þau í framtíðinni. Stjórnmálin eru frek- ar yfirborðskennd og hlutverk almennra stjórnmálamanna er að taka þátt í pólitísku þrasi, en sér- fræðingarnir eru háspekilegir um gildin. Þátttaka borgaranna er ekki vel séð, þar sem hún rask- ar viðkvæmum málamiðlunum. Þeim sem vilja taka þátt er breytt í valdalitla stjórnmálamenn eða ein- hverskonar sérfræðinga um gildi til að koma þeim úr raunverulegum vandamálalausnum. Rökræðulýðræði Rökræðulýðræðinu er ætlað að auka þátttöku borgaranna og almennra stjórnmálamanna og styrkja þannig Alþingi og fulltrúa- lýðræðið. Grundvöllur lagasetninga á ekki að vera eingöngu álit sér- fræðinga og hagsmunaaðila. Formlegir borgarafundir á vegum Alþingis eiga að vera hluti af löggjafarvaldinu þar sem stjórn- málamenn kynna álitamálin og eiga í samræðum við borgarana. Þá láta borgararnir reyna á skoð- anir sínar og síðan þarf skipulega að safna sjónarmiðum þeirra til að leggja til í þann grunn sem pólitísk- ar ákvarðanir Alþingis byggjast á. Gegnsæi í pólitískri stjórnsýslu er megin skilyrðið fyrir því að almenn- ingur geti myndað sér skoðun á þeim á sömu forsendum og stjórn- málamenn. Rökræðan þarf að vera af heilindum og á jafnréttisgrund- velli. Mikilvægi ólíkra skoðana felst í því að þær eru hvati að frekari umræðum sem leiða til betri skiln- ings og geta leitt til nýrra lausna. Réttlæting pólitískra ákvarðana felur í sér að stjórnvöld verða að skýra með rökum hvers vegna þau tóku einhverja ákvörðun frekar en einhverja aðra og svara gagnrýni borgaranna. Með þessu móti fæst sátt um pólitískar ákvarðanir og lagasetn- ingar og þegjandi samkomulag um að virða þær. Ekki vegna þess að maður sé sammála þeim, heldur vegna þess að þær hafa fengið rétt- láta málsmeðferð og öll sjónarmið hafa fengið að komast að. Pólitísk- ar ákvarðanir njóta þá friðhelgi, en auðvitað er hægt að endurskoða þær síðar ef forsendurnar hafa breyst. Rökræðulýðræðið er tímafrekara og dýrara, en réttlátara, skynsam- legra og virkara. Rökræðulýðræði mikilvægara en beint lýðræði Hverjir eru frjálslyndastir? Lá við slagsmálum á fyrsta foreldrafundi skólaársins Lýðræði Björn Einarsson læknir og heimspekinemi Foreldrastarf Bryndís Jónsdóttir framkvæmdastjóri SAMFOK Stjórnmál Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður Þórólfur Matthíasson ritaði grein í Fréttablaðið 25. ágúst sl. og réðst þar af mikilli van- þekkingu á bændur vegna niður- greiðslu ríkisins á útfluttar land- búnaðarafurðir. Í staðinn fyrir að líta á málið í heild sinni tekur hann aðeins einn þátt til útreiknings og fær þannig sjálfgefna niðurstöðu sem mér virðist hafa það að mark- miði að hvetja til óhefts innflutn- ings á landbúnaðarvörum. En málið er ekki jafn einfalt og Þórólfur setur það fram. Þar vant- ar m.a. allar upplýsingar um gjald- eyristekjurnar sem fengust fyrir útflutninginn, atvinnuskapandi þáttinn hér innanlands við útfluttu afurðirnar, tekjur flutningafyrir- tækja, skatttekjur ríkissins af þeim þáttum og þann sparnað sem auknar atvinnuleysisbætur ýmissa stétta hefðu haft í för með sér ef þessi útflutningur hefði ekki komið til. Þá er þess að gæta að okkur er lífsnauðsynlegt að hafa næga matvælaframleiðslu í landinu, ekki síst ef til styrjaldar kæmi og matvæli fengjust ekki annars staðar frá. Þá þýddi lítið að segja bændum að búa til sauðfé, kýr o.fl. þegar búið væri að ganga of nærri búunum af hyggjuleysi einu saman. Þá segir Þórólfur að það við- gangist ekki skilyrðislausar niðurgreiðslur í hinu „vonda“ Evrópusambandi og segir bænd- ur þar þurfa að sækja um niður- greiðslurnar og fái þær ekki nema þeir geti sýnt fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær og að landnýt- ing þeirra stuðli ekki að rányrkju. Ja, mikil er nú viska hagfræðinn- ar ef sjálfbær bú þurfa á styrk að halda! Svo nefnir Þórólfur það siðleysi en löglegt hjá bændum að ráðstafa sláturafurðum sínum sjálfir eftir að hafa þegið fjóra milljarða „að gjöf“ frá skattgreiðendum. Hví- lík fjarstæða sem maðurinn getur látið frá sér. Það sér hver einasti hugsandi maður að hér hljóta markaðsaðstæður að ráða og það þarf engan prófessor í hagfræði til að segja mér að bændur eða aðrir atvinnurekendur reyni ekki að reka sín fyrirtæki sem best. Svo er þetta engin gjöf frá skatt- greiðendum, heldur kostnaður við að koma aukaframleiðslu í verð, fá fyrir hana gjaldeyri í stað þess að fara með hana á haugana. Það væri kannski ráð hjá prófessornum að gerast bóndi til að sýna okkur hvernig hann gerði betur. Það yrði líklega þjóðhagslega hagkvæm- ara en að hafa hann í því starfi sem hann er í núna. Þá gæti hann komist að því að það hefur alltaf verið, er og verður, gott hagstjórn- artæki að greiða niður útflutning til gjaldeyrisöflunar. Það er mik- ilvægur þáttur í sjálfstæði þjóða og hagstjórnartæki sem stuðlar að því að koma í veg fyrir skipbrot þjóðarbúa. Til varnar bændum Landbúnaður Matthías Kristinsson fv. skólastjóri

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.