Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2011, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 26.08.2011, Qupperneq 23
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 Þ ær Arna Ösp Magnúsar- dóttir og Unnur Arndís ar - dóttir standa fyrir jóga- námskeiði á Eyrarbakka um aðra helgi. Unnur annast jógakennsluna og Arna, eigandi kaffihússins Bakkabrims á Eyrar- bakka, sér til þess að þátttakend- ur fái heilnæman mat á meðan á námskeiðinu stendur. Boðið verður upp á lífrænt fæði, ferska ávaxta- og grænmetissafa og góm- sætar hráfæðiskökur á milli mála. „Við viljum að fólk upplifi þetta sem dekurhelgi og erum ekkert að sneiða hjá súkkulaði og hrásykri. Þetta er ekki detox og við leggj- um ekki upp með sérstaka kúra heldur að fólk borði af skynsemi,“ segir Arna og gefur sýnishorn af því sem í boði verður. Við leggjum áherslu á góða aðalrétti, eins og þessa spínatsúpu, og þá má leyfa sér eitthvað sætt á milli. Á námskeiðinu, sem stendur frá 2.-4. september, verður kennd blanda af hatha- og raja-jóga. Þá verður boðið upp á fyrirlestra, hugleiðslu, gönguferðir og ráðgjöf um hvernig megi tileinka sér jóga í daglegu lífi. Kennslan fer fram Óðinshúsi við sjávarsíðuna á Eyrar- bakka og einkennist umhverfið af kyrrð og ró. Þeir sem vilja geta gist á Gistiheimilinu Rein. Áhuga- samir geta skráð sig eða fengið nánari upplýsingar í gegnum net- fangið uni@uni.is. vera@fettabladid.is EINN SEM ÞÚ VERÐUR AÐ PRÓFA BORGARI RISA Hann er svo stór að hann dugar fyrir heila fjölskyldu STÆRSTI HAMBORGARI Á ÍSLANDI Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is 460 g af hreinu ungnautakjöti í risa hamborgarabrauði, ostur, salat, tómatar, icebergsalat, beikon, ljúffeng grillsósa og fullt af frönskum. 4.490 kr. GRILLHÚSSINS Esjudagur Ferðafélags Íslands og Valitors verður haldinn á sunnudag. Boðið verður upp á gönguferðir á Esjuna í fylgd farar- stjóra. Þá býður Ferðafélag barnanna upp á sérstakar ferðir fyrir börnin. Eins verður boðið upp á morgungöngu, kvöldgöngu, skógargöngu, kappgöngu, fjölskyldugöngu, ratleik, lifandi tónlist og fleira. Skynsamlegt mataræði MYND/ JÓN TRYGGVI UNNARSSON 500 gr ferskt spínat (eða 400 gr frosið) 3 tsk. hnetusmjör 1 laukur 1 grænn chili (fræhreinsaður og saxaður) 4 cm engiferrót (fínt söxuð) 1,2 l grænmetissoð 2 tsk. sterk tamarisósa 2 msk. túrmerik hrein lífræn jógúrt frá Biobú Ferskur kóríander Salt og pipar Steikið lauk við vægan hita í nokkrar mínútur. Setjið engifer, hnetusmjör, túrmerik og chili saman við og látið krauma í smá stund. Bætið tamar- isósu og grænmetissoði saman við og látið suðuna koma upp. Setjið spínatið út í og látið sjóða í nokkrar mínútur, en gætið þess að sjóða súpuna ekki of lengi því þá verður spínatið beiskt. Maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara og berið fram strax með hreinni lífrænni jógúrt og ferskum kóríander. SPÍNAT OG ENGIFERSÚPA FYRIR FJÓRA Jóganámskeið verður haldið á Eyrarbakka um aðra helgi og fá þátttakendur heilnæmt en ljúffengt fæði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.