Fréttablaðið - 26.08.2011, Page 42
26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR30 30
menning@frettabladid.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
9 tilnefningar
GRÍMAN 2011:
Leikskáld ársins
Sala áskrift
arkorta
í fullum gangi
– vertu með í vet
ur
(E.B.FBL) (J.V.J. DV)
Sýningar hefjast
2. september
Opið alla virka daga
kl. 13-18.
Sækjum húsgögnum
Sími 8585908
Komið og gerið góð kaup.
Styrkið gott málefni!
á Eyjarslóð 7 út á Granda.
Reykjavíkurborg var á dögunum útnefnd Bók-
menntaborg UNESCO, menningarstofnun Sam-
einuðu þjóðanna. Eitt af forgangsverkefnum er að
koma á fót miðstöð orðlistar, eða bókmenntahúsi,
þar sem fram fari fjölbreytt bókmenntastarfsemi.
Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar-
og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, segir undir-
búning ýmissa verkefna tengdan Bókmenntaborg-
inni hafinn og vonast til að línur skýrist varðandi
miðstöð orðlistar áður en langt um líður.
„Þessi útnefning er ekki til skamms tíma heldur
til frambúðar,“ segir Svanhildur. „Við viljum því
ekki ana að neinu heldur vanda til verka og leggja
fram skýra og ígrundaða framtíðarsýn sem byggir
á breiðu samstarfi. Við förum bráðlega á fund með
fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytis-
ins og heyrum hvaða hug þeir hafa til samstarfs um
verkefnið.“
Útnefningu UNESCO fylgir ekki fjármögnun
að utan og segir Svanhildur að mikilvægt sé að
leita sem allra hagkvæmustu leiða við stofnun
bókmenntahúss.
„Við horfum fyrst og fremst til þess húsnæðis
sem er þegar í eigu borgarinnar og hvernig það geti
nýst best. Þess vegna er mjög mikilvægt að virkja
sem flesta í bókmenntageiranum til samstarfs því
það er hægt að ná ótrúlegum árangri með því að
leggja fjármuni og starfskrafta saman í púkk.“
Spurð hvenær megi vænta ákvörðunar segist
Svanhildur vona að þeir möguleikar sem eru í stöð-
unni liggi fyrir í árslok. „Og ef allt gengur að óskum
væri frábært ef hægt væri að koma starfseminni á
laggirnar á næsta ári.“ - bs
Leita húsnæðis fyrir nýtt
bókmenntahús í Reykjavík
SVANHILDUR KONRÁÐSDÓTTIR Vonar að starfsemi nýs
bókmenntahúss verði komin á laggirnar á næsta ári.
Missa Pacis nefnist nýr
hljómdiskur eftir Sigurð
Sævarsson tónskáld. Verk-
ið samdi hann þegar hann
var staðarskáld í Skálholti
í fyrra.
Á Missa Pacas, eða Messu friðar,
flytur kórinn Hljómeyki, ásamt
nokkrum tónlistarmönnum, verk
sem Sigurður Sævarsson tón-
skáld samdi að beiðni tónlistarhá-
tíðarinnar Sumartónleikar í Skál-
holti 2010, en Sigurður var þar
staðarskáld. Verkið var tekið upp
á tveimur dögum í Skálholtsdóm-
kirkju í janúar.
„Ætli það helgist ekki af því að
ég er friðarsinni, þrái bæði frið í
veröldinni og sálinni,“ segir Sig-
urður um inntak tónverksins.
„Skálholt er líka mikill kyrrðar-
staður, svo mér fannst þetta verk
eiga vel við þar.“
Sigurður samdi verkið á um
hálfu ári en æfði verkið ásamt
tónlistarmönnum áður en það var
flutt á Skálholtshátíð.
Verkið var flutt í heild sinni á
Myrkum músíkdögum í vetur og
þrír kaflar úr því voru leiknir á
Menningarnótt.
„Við erum spá í að fylgja útgáf-
unni enn frekar eftir en það
er ekkert niðurnjörvað í þeim
efnum,“ segir Sigurður. „Það er
skrifað fyrir kór, selló, orgel og
slagverk þannig það er ekki mikið
umstang að flytja það, svo fram-
arlega sem orgelið er fyrir hendi.“
Þetta er annar hljómdiskurinn á
innan við ári sem Sigurður send-
ir frá sér en í nóvember í fyrra
sendi hann frá sé Hallgrímspassíu.
Hann segir kirkjutónlistina höfða
sterkt til sín.
„Svo eigum við marga góða
kóra þannig að maður getur alltaf
treyst á að fá frábæran flutning.
Þetta tengist eflaust líka því þegar
ég var í tónsmíðanámi í Boston;
þá söng ég í kirkjukór og kynntist
þessum hljómheimi á nýjan leik.
Mér líður að minnsta kosti mjög
vel innan þessa geira.“
Sigurður er líka menntaður
söngvari og segir það sjálfsagt
hafa sett sitt mark á hann sem
tónskáld.
„Mér finnst ég ráða best við
röddina. Ég sem lítið fyrir hljóð-
færi eingöngu en þegar ég geri það
þá styðst ég yfirleitt við sögur eða
texta sem innblástur. Kosturinn
við textann er að hann leiðir mann
áfram og það verður til eins konar
samspil orða og tóna.“
bergsteinn@frettabladid.is
MEÐ FRIÐARKVEÐJU
FRÁ SKÁLHOLTI
SIGURÐUR SÆVARSSON Missa Pacis var tekið upp í Skálholtsdómkirkju í janúar síðastliðnum en diskurinn kom út í sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Flytjendur:
Kammerkórinn Hljómeyki
Magnús Ragnarsson, stjórnandi
Steingrímur Þórhallsson, orgel
Sigurður Halldórsson, selló
Frank Aarnink, slagverk
MISSA PACIS
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt.
SJÓNARMIÐ SÝNINGARSTJÓRA Aðalheiður L. Guðmundsdóttir og Hafþór Yngvason,
tveir af átta sýningarstjórum Sjónarmiða – Á mótum myndlistar og heimspeki, gefa gestum innsýn
í hin margbreytilegu verk sem er að finna á sýningunni á sunnudag klukkan 15. Viðburðurinn er sá
fjórði og jafnframt sá síðasti í samræðuröð sýningarstjóranna, en sýningunni lýkur 4. september.