Fréttablaðið - 26.08.2011, Page 54
26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR42
Listaverkið (Stóra sviðið)
Lau 1.10. Kl. 16:00 Lau 1.10. Kl. 19:30 Sun 2.10. Kl. 19:
Bjart með köflum (Stóra sviðið)
Fös 2.9. Kl. 19:30 Br. sýngart.
Lau 3.9. Kl. 19:30 Br. sýngart.
Fös 9.9. Kl. 19:30
Lau 10.9. Kl. 19:30
Fös 16.9. Kl. 19:30
Lau 17.9. Kl. 19:30
Svartur hundur prestsins (Kassinn)
Sun 18.9. Kl. 19:30
Fös 23.9. Kl. 19:30
Lau 24.9. Kl. 19:30
Sun 25.9. Kl. 19:30
Fös 30.9. Kl. 19:30
Lau 1.10. Kl. 19:30
Sun 2.10. Kl. 19:30
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Sun 28.8. Kl. 14:00
Sun 4.9. Kl. 14:00
Sun 11.9. Kl. 14:00
Sun 18.9. Kl. 14:00
Sun 25.9. Kl. 14:00
HÁRIÐ
Vegna mikillar eftirspurnar
eigum við erfitt með að hætta!
SILFUR TUNGLIÐ
„Algjör snilld“
Júlíus Júlíusson, Mbl. Miðasala á harid.is
Allra síðustu aukasýningar verða í september!
Yfir 15.0
00 miða
r seldir!
FÖSTUDAGSLAGIÐ
„Við erum af illri nauðsyn að flytja
í bæinn,“ segir tónlistarmaðurinn
Matthías Matthíasson.
Hann hefur búið á Dalvík undan-
farin fjögur ár með fjölskyldu sinni
en núna verður breyting þar á.
„Það er bara brjálað að gera. Ég
er nánast ekkert búinn að koma
til Dalvíkur síðan í janúar. Þetta
var orðin hálfgerð fjarbúð og ekki
nógu mikill tími með börnunum og
annað. Við ákváðum að taka þetta
skref núna. Maður verður að elta
vinnuna þangað sem hún er,“ segir
Matti.
Hann leikur í söngleiknum Hárið
sem verður sýndur í Hörpunni
í september auk þess sem hann
hefur nóg að gera í smærri söng-
verkefnum, þar á meðal brúðkaup-
um og jarðarförum. Hljómsveitin
Vinir Sjonna ætlar einnig að vera
meira áberandi á næstunni. „Það
var orðið svo dýrt að fara á milli.
Ég gafst upp eftir einn mánuð
þegar ég borgaði yfir tvö hundruð
þúsund í flugfargjöld. Þá var þetta
hætt að vera spurning.“ Matti og
fjölskylda eru þessa dagana að leita
sér að húsi í Fossvogi eða í Gerð-
unum, auk þess sem húsið þeirra á
Dalvík er til sölu.
Hann segir tímann á Dalvík hafa
verið hreint út sagt dásamlegan.
„Ég hefði ekki getað hugsað mér
betri tíma með börnunum mínum
á Dalvík, að byggja þau upp og
gera þau að sterkum einstakling-
um,“ segir hann og á við tvo syni
sína sem eru í 1. og 4. bekk. Verður
ekkert erfitt að rífa þá upp þaðan?
„Það sem hjálpar til er að allt okkar
bakland er nánast í Reykjavík og á
því svæði: ömmur og afar, frænk-
ur og frændur og systkini okkar
hjóna. Við fengum að vera með þá
í Fossvogsskóla í vetur. Þeir hafa
fengið að spila fótbolta með Víkingi
í sumar og labba beint í félagahóp-
ana þaðan. Það mýkir aðeins högg-
ið en auðvitað er þetta alltaf erfitt.
En þeir höndla þetta mjög vel, enda
megastrákar.“
Matti var í bæjarstjórn á Dalvík
og menningarráði og finnst leið-
inlegt að þurfa að kúpla sig út úr
því. „Á meðan laun sveitarstjórnar-
manna eru ekki hærri en þau eru
er þetta ekki nógu mikið til þess að
halda manni.“ freyr@frettabladid.is
MATTHÍAS MATTHÍASSON: BRJÁLAÐ AÐ GERA Í TÓNLISTINNI
Yfirgefur Dalvík af illri
nauðsyn og flytur suður
MEÐ STRÁKUNUM Matti með strákunum sínum tveimur sem hafa æft með Víkingi í sumar. Feðgarnir eru að flytja til Reykjavíkur
eftir fjögurra ára dvöl á Dalvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Það er Goodbye Horses með Q
Lazzarus.“
Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður.
„Jú, þetta er rétt, við erum að fara
til Kansas. Þar ætla ég að kaupa
mér pallbíl, kúrekahatt og stígvél
í stíl,“ segir Spessi, ljósmyndari
með meiru. Eiginkona hans, Áróra
Gústafsdóttir, er að fara að setj-
ast á skólabekk og ætlar Spessi að
fljóta með. Hjónakornin fljúga út
á laugardaginn en Spessi vill ekki
gefa mikið upp hvað hann ætlar að
gera í Bandaríkjunum fyrir utan að
hann hyggst sækja þar mótorhjól
sem er í geymslu í Memphis. „Elvis
hefur verið að passa upp á það fyrir
mig,“ segir ljósmyndarinn og hlær.
Spessi upplýsir að hann sé með
nokkur verkefni í vinnslu fyrir
utan Bandaríkin, þar á meðal
ljósmyndabók um Focu-eyju
sem er við strendur Nýfundna-
lands. „Þar er verið að byggja upp
listamanna aðstöðu og mjög merki-
legt samfélag sem áhrifakona frá
eyjunni hefur stutt dyggilega við.
Hún fékk síðan Elísabetu Gunn-
arsdóttur til að halda utan um
stjórnartaumana á þessu verkefni,“
útskýrir Spessi.
Á eyjunni búa 2.500 manns sem
að sögn Spessa þurftu að horfa á
eftir fiskinum og upplifa mikið
atvinnuleysi. „Íbúarnir ákváðu
hins vegar að leggja ekki árar í
bát heldur fjárfesta í menningu og
þarna er nú að þróast ansi forvitni-
legt listamannasamfélag.“ - fgg
Spessi sækir hjól til Memphis
EKUR UM Á MÓTORFÁK Spessi ætlar að
flytja til Kansas með eiginkonu sinni
sem hyggst setjast þar á skólabekk.
Hann langar í pallbíl, kúrekahatt og
stígvél í stíl.
„Það er mikil sorg á heimilinu enda Breki
einstakur köttur,“ segir Jóhann Páll Valdi-
marsson bókaútgefandi.
Hann missti í vikunni góðan vin þegar
kötturinn Breki andaðist á heimili Jóhanns
við Bræðraborgarstíg. Breki gegndi stöðu
endurskoðanda hjá Forlaginu en hann var
jarðaður í Skorradal á miðvikudag. „Hann
varð fyrir nýrnabilun. Við biðum eftir
kraftaverki eftir að hann varð veikur og
vildum ekki láta svæfa hann en svo gerðist
hið óumflýjanlega og við gátum ekki látið
dýrið þjást meira.“
Jóhann á góðar minningar um Breka,
hann hafi verið ofdekraður eins og prins
og hagað sér í samræmi við það. „Hann
var mjög sérlundaður og var farinn að
færa sig upp á skaftið gagnvart stjórnar-
formanninum Randver sem er líka köttur.
En hann var ákaflega góður köttur og
svaf allar nætur á kodda uppi í rúmi hjá
okkur hjónum.“ Jóhann Páll hefur aldrei
viljað gera upp á milli kattanna sinna en
hann viðurkennir að Breki hafi átt sér-
stakan stað í hjarta hans, þeir hafi verið
ansi nánir.
En það var samt ljós í myrkrinu því á
miðvikudagskvöld komu sonur hans og
kærasta til hans og sögðu honum frá mán-
aðargömlum kettlingi sem kunningi þeirra
hafði fundið á víðavangi í Hafnarfirði. Og
hefur Jóhann Páll nú tekið hann að sér,
fóstrar eins og móðir með sætri mjólk úr
pela. „Ég vissi ekki hvort ég væri að gera
rétt gagnvart Breka en þessi kettlingur er
algjör himnasending frá Guði.“ - fgg
Endurskoðandi Forlagsins allur
SORG OG GLEÐI Jóhann Páll syrgir nú endurskoðandann sinn
Breka sem féll frá eftir nýrnabilun. Ljósið í myrkrinu er hins
vegar þessi mánaðargamli kettlingur sem Jóhann hefur tekið
að sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
KOMDU Í ÖLL HELSTU
PARTÝIN MEÐ OKKUR
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.