Fréttablaðið - 05.09.2011, Page 33

Fréttablaðið - 05.09.2011, Page 33
MÁNUDAGUR 5. september 2011 AUSTURSTRÆTI 8–10 • SÍMI 534 0005 NÝ SENDING AF SKÓM ALLIR SKÓR Á 12.800 OPIÐ ALLA DAGA „Mamma kenndi mér að prjóna en ömmur mínar tvær voru líka miklar prjónakonur. Reyndar var ég meira fyrir útsaum sem krakki en þegar ég varð ófrísk að mínu fyrsta barni glædd- ist prjónaáhuginn,” segir Guð- munda Dagbjört Guðmundsdótt- ir, kölluð Dagga. Hún lét gamlan draum rætast um helgina og opn- aði prjónabúðina Litla prjónabúð- in að Hátúni 6a. Dagga útskrifaðist sem textíl- kennari fyrir rúmu ári en engar kennarastöður var að fá. Eftir að hún tók þátt í prjónasamkeppni hjá Tinnu heildsölu og lenti í fjórða sæti fór hún að vinna sem ritstjóri prjónablaða heildsölu. Hún fann sig ekki í starfinu og eftir nokkurra mánaða starf á leikskóla ákvað hún að söðla um og gera prjónið að sínu aðalstarfi og opna búð. Henni fannst vanta í prjónaflóruna hér á landi litla og skemmtilega prjónabúð eins og hún var vön að sækja þegar hún bjó um tíma í Danmörku. Í Litlu prjónabúðinni verður ýmislegt á boðstólum sem ekki fæst annars staðar. Til dæmis líf- rænt ræktað garn frá Danmörku. Meðfram vinnu í búðinni held- ur Dagga áfram að prjóna og hanna uppskriftir en tvær slíkar gerir hún fyrir Saumaklúbbinn í hverjum mánuði. Verslunin verður opin virka daga frá 11 til 18. solveig@frettabladid.is Lifir og hrærist í garni Guðmunda Dagbjört Guðmundsdóttir opnaði á laugardaginn Litlu prjónabúðina, nýja prjónabúð að Hátúni 6a. Hún hafði lengi brætt með sér hvernig hún gæti gert prjónið að sínu ævistarfi. G. Dagbjört í heimilislegu andrúmslofti Litlu prjónabúðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIPeysan Krummi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.