Fréttablaðið - 28.09.2011, Qupperneq 8
28. september 2011 MIÐVIKUDAGUR8
www.hei rpo ar.is • Kleppsvegi 152 • sími 777 2000
RÝMINGARSALA
Kanadískir gæðapottar
1 Hvert á hálendinu vill Neyðar-
línan leggja ljósleiðara og rafstreng?
2 Hvert hyggst söngkonan Jóhanna
Guðrún Jónsdóttir flytja með unn-
usta sínum?
3 Hvað heitir sérfræðingur
stjórnarráðsins í jafnrétti kynja?
SVÖR
1. Í Veiðivötn og á Snjóöldu. 2. Til Noregs.
3. Hildur Jónsdóttir.
STJÓRNSÝSLA Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins (ÁTVR) var óheim-
ilt að neita að taka bjór tegund í
sölu vegna trúarlegra skír skotana
á umbúðum, samkvæmt áliti
umboðsmanns Alþingis.
Brugghúsið Ölvisholt ætlaði að
selja páskabjórinn Heilagan papa
síðastliðið vor, en ÁTVR neitaði
að taka bjórinn í sölu þar sem for-
svarsmenn verslunarinnar töldu
trúarvísanir á umbúðum bjórsins
brjóta í bága við almennt velsæmi.
Á umbúðunum er mynd af krjúp-
andi munki með kross í hendi.
Umboðsmaður Alþingis telur að
ÁTVR hafi ekki haft heimild til að
brjóta gegn tjáningar- og atvinnu-
frelsi bjórframleiðandans með því
að neita að selja bjórinn.
Jón E. Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Ölvisholts, segir
tjónið af því að skipta um merki-
miða á bjórflöskunum hafa numið
nokkrum milljónum króna.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir,
aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir álit
umboðsmanns snúast um lögin
eins og þau hafi verið þegar málið
hafi komið upp. Síðan þá hafi
lögin breyst, og ÁTVR hafi skýr-
ari heimildir í nýju lögunum. Hún
vildi þó ekki segja til um hvort
bjór í sömu eða sambærilegum
umbúðum yrði hafnað á nýjan leik,
en sagði hvert tilvik skoðað.
„Það er í raun ótrúlegt hvern-
ig ÁTVR tekur sér einhliða vald
til að setja reglur án þess að hafa
til þess nokkrar heimildir,“ segir
Árni Helgason, lögmaður Ölvis-
holts. Hann segir nýju lögin í raun
festa þetta fyrirkomulag í sessi.
Hann segir að það veki spurn-
ingar hvaða sérfræðinga ÁTVR
ætli að hafa við störf til að meta
hvaða umbúðir geti sært velsæmi
ákveðinna þjóðfélagshópa. - bj
ÁTVR var óheimilt að brjóta gegn atvinnufrelsi:
Máttu ekki neita að
selja Heilagan papa
UMDEILDUR MUNKUR Tjón brugghúss-
ins Ölvisholts vegna ákvörðunar ÁTVR
um páskabjórinn Heilagan papa nam
nokkrum milljónum króna.
BÓLIVÍA, AP Evo Morales, for-
seti Bólivíu, ákvað á mánudag að
fresta framkvæmdum við þjóðveg
sem leggja átti þvert yfir þjóðgarð
og sjálfstjórnarsvæði frumbyggja.
Fjölmenn mótmæli hafa verið
gegn þessari fyrirhuguðu vega-
gerð síðan um miðjan ágúst. Til
átaka hefur komið milli mótmæl-
enda og lögreglu, en á sunnudag
og mánudag hljóp mikil harka í
þau átök.
Á sunnudag ákvað lögreglan
að stöðva mótmælasamkomu og
handtók fjölmarga mótmælendur.
Á mánudag lokuðu mótmælendur
síðan bæði vegum og flugvelli til
að koma í veg fyrir að lögreglan
færi með fanga burt af svæðinu.
Lögreglan ákvað þá að láta hundr-
uð handtekinna mótmælenda
lausa.
Fáeinum klukkustundum síðar
kom tilkynningin frá Morales for-
seta um að framkvæmdum yrði
frestað. Hann sagðist jafnframt
ekki hafa átt neinn hlut að ákvörð-
un lögreglunnar um að leysa upp
mótmælin á mánudag og harmaði
hvaða stefnu málið hafði tekið.
Vegurinn átti að auðvelda sam-
göngur milli tveggja mikilvægra
svæða í landinu, í von um að það
verði til að styrkja efnahagslíf
landsins. - gb
Umdeildri vegagerð gegnum þjóðgarð á Amasonsvæðum Bólivíu frestað:
Mótmælendur höfðu betur
EVO MORALES Forseti Bólivíu segist
harma hversu mikil harka hefur færst í
mótmælin. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Rúmlega fertugur karl-
maður hefur verið ákærður fyrir
líkamsárás.
Manninum er gefið að sök að
hafa ráðist á þáverandi sambýlis-
konu sína á heimili þeirra á Akur-
eyri, gripið í föt hennar, ýtt henni
upp að vegg og slegið hana í and-
litið þannig að hún féll í gólfið og
síðan sparkað í hana. Atvikið átti
sér stað í febrúar.
Konan slasaðist, hlaut mar og
bólgu á kinnbeini og æð sprakk í
auga. Hún krefst hálfrar milljón-
ar í miskabætur. - jss
Rúmlega fertugur ákærður:
Réðst á sam-
býliskonu sína
SAMGÖNGUR 828 bílar hafa farið
um Bolungarvíkurgöngin hvern
dag á þessu ári að meðaltali.
Þetta kemur fram á vef Vega-
gerðarinnar.
Umferðin um göngin er
tveimur prósentum meiri en um
Óshlíðarveg á sama tímabili í
fyrra, áður en göngin voru opnuð.
Umferðin dróst lítillega saman
á virkum dögum milli ára, um 0,2
prósent. Hún jókst hins vegar um
níu prósent um helgar. Það telur
Vegagerðin glöggt merki um að
atvinnutengd umferð standi í
stað en umferð í einkaerindum og
umferð ferðamanna fari vaxandi.
- þeb
Umferðin meiri um helgar:
Fleiri um göng-
in en Óshlíðina
BOLUNGARVÍKURGÖNG Svipað margir
fara um göngin á virkum dögum og fóru
um Óshlíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það er í raun ótrúlegt
hvernig ÁTVR tekur
sér einhliða vald til að setja
reglur án þess að hafa til
þess nokkrar heimildir.
ÁRNI HELGASON
LÖGMAÐUR ÖLVISHOLTS
STJÓRNMÁL „Það er ekki hægt að
sitja undir þessu lengur, þegar
maður er í góðri trú og góðri
samvinnu við aðila á vinnumark-
aði um góð mál til uppbygging-
ar í sam félaginu, að sitja linnu-
laust undir svona árásum frá
þeim,“ segir Katrín Júlíusdóttir
iðnaðar ráðherra um ásakanir for-
svarsmanna Samtaka atvinnu-
lífsins (SA) um aðgerðaleysi ríkis-
stjórnarinnar.
Vilmundur Jósefsson, for maður
SA, sagði á fundi sam takanna í gær
að ríkisstjórnin hefði ekki staðið
við eigin yfir lýsingar í tengslum
við stöðugleika sáttmálann og því
væri henni ekki treystandi lengur.
Katrín segir forsvarsmenn SA
aldrei hafa lagst jafn lágt og með
þessum ummælum sínum. „Þegar
formaður SA heldur því fram að
ekki hafi verið staðið við neitt í
yfirlýsingu okkar frá því í vor, í
tengslum við kjarasamning, þá
eru það hrein og klár ósannindi
og hann veit það vel.“
Katrín segir öll verkefni
umræddrar yfirlýsingar ýmist
vera í framkvæmd eða lokið, að
undanskildum ákveðnum vega-
framkvæmdum, en mótmæla listar
vegna vegtolla hafi tafið þær.
Hún bendir á að framkvæmd-
ir séu í gangi í fjórum virkjunum
sem samanlagt muni framleiða
345 megavött af orku. Það jafn-
gildi hálfri Kárahnjúkavirkjun,
en framleiðslugeta hennar nemur
690 MW.
Virkjanirnar sem Katrín vísar
til eru Búðarhálsvirkjun (80 MW)
sem sé komin í framkvæmd,
fimmti áfangi Hellisheiðar-
virkjunar (85 MW) sem verði tek-
inn í gagnið um helgina og virkj-
anir við Bjarnarflag (90 MW) og
Þeistareyki (90 MW), en búið sé
að bjóða út hönnun á mann virkjum
við þær virkjanir.
„Það hentar þeim [forsvars-
mönnum SA] ekki að sjá þessar
staðreyndir vegna þess að þeir eru
komnir á bólakaf í flokka pólitík.
Þeir geta ekki unað því að eiga
ekki lengur nein handbendi inni í
ríkisstjórn.“
Katrín segir forsvarsmenn SA
blindaða af flokkapólitík og geta
ekki tínt til það sem þó er verið að
gera. „Það getur ekki þjónað hags-
munum þeirra umbjóðenda, ég
bara trúi því ekki. Við í iðnaðar-
ráðuneytinu erum í mjög góðu
samstarfi við ýmis aðildarsamtök
þeirra að miklum framfaramálum.
Ég trúi því ekki að þeir hafi talað í
þeirra nafni.“ kolbeinn@frettabladid.is
Iðnaðarráðherra sakar SA
um lygar og flokkapólitík
Iðnaðarráðherra segir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins blindaða af flokkshagsmunum. Þeir geti ekki
unað því að eiga ekki handbendi innan ríkisstjórnar. Yfirlýsingar um framkvæmdaleysi séu hrein ósannindi.
ÓSÁTT Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins
fara með ósannindi um framkvæmdaleysi ríkisstjórnarinnar. Það geri þeir gegn betri
vitund. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEISTU SVARIÐ?