Fréttablaðið - 28.09.2011, Side 10

Fréttablaðið - 28.09.2011, Side 10
28. september 2011 MIÐVIKUDAGUR SKAPAÐU ÞÍNA EIGIN FRAMTÍÐ TAKTU SKREFIÐ Námsráðgjöf og upplýsingar: sími 525 4444 endurmenntun.is NÝ HAGNÝT NÁMSKEIÐSLÍNA MEÐAL VIÐFANGSEFNA: ÞJÓNUSTUFRÆÐI – FERLAR – SIÐFERÐI SJÁLFSTRAUST - SAMSKIPTAHÆFNI - VINNUGLEÐI MARKVISS VINNUBRÖGÐ - FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA KENNT ER Í ÞREMUR LOTUM Í OKTÓBER TIL DESEMBER ENGIN INNTÖKUSKILYRÐI UMSÓKNARFRESTUR TIL 29. SEPTEMBER LYKILÞÆTTIR ÞJÓNUSTU – MARKVISS LEIÐ FÓLK Ágústa Ýr Sveinsdóttir raf- virki og Sylvía Dagsdóttir raf- eindavirki hlutu um helgina verð- laun fyrir besta árangur á öllum hlutum sveinsprófa í rafvirkjun og rafeindavirkjun. Þetta er í fyrsta skipti í sögu rafiðnaðarins sem tvær konur ná bestum árangri á öllum hlutum sveinsprófanna í bæði rafvirkjun og rafeindavirkjun á sama tíma. Í tilkynningu frá Rafiðnaðar- sambandi Íslands segir að þetta sanni að rafiðngreinar höfði ekki síður til kvenna en karla og fagnar sambandið því að áhugi kvenna hafi aukist á undan- förnum árum. Þá hafa launakannanir sam- bandsins sýnt að rafkonur, þær konur sem hafa sveinsbréf í raf- iðngreinum, hafa verið með hærri meðalheildarlaun en rafkarlar. Á síðasta ári var munurinn rúm tíu prósent og er þá búið að taka tillit til þess að karlar unnu tvö- falt meiri yfirvinnu en konur á tímabilinu. Þá vonar sambandið að árangur þessara ungu kvenna verði hvatning fyrir ungt fólk að kynna sér rafiðnnám. Tvær stúlkur hlutu um helgina verðlaun fyrir besta árangur á sveinsprófum: Dúxuðu á öllum hlutum prófanna HEILBRIGÐISMÁL Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa hafið rafræna miðlun upplýsinga um réttinda- stöðu sjúklinga til almennings og veitenda heilbrigðisþjónustu. Er þar meðal annars átt við lækna og apóteka, bæði í gegnum þjón- ustugáttir stofnunar innar og með rafrænni tengingu. Veitendur heilbrigðisþjónustu geta nú nálgast upplýsingar rafrænt til að ákvarða rétta kostnaðar þátttöku sjúklinga án frekari staðfestinga eða fram- vísunar á afsláttarskírteinum. Á sama tíma getur almenningur skoðað eigin réttindi, sótt afsláttarkort og skoðað reikn- ingsyfirlit og endurgreiðslur vegna heilbrigðisþjónustu. Upplýsingum um réttinda- stöðu vegna læknisþjónustu er miðlað til heilbrigðisstofnana með beinum rafrænum sam- skiptum við upplýsingakerfi og í þjónustusíðu SÍ, www.sjukra.is. Meðal annars er hægt að kom- ast að því hvort sjúklingur sé sjúkratryggður eða ekki, hvort hann greiði sem öryrki og hvort hann sé með afsláttarkort. Rafrænni tengingu hefur verið komið á við afgreiðslukerfi 43 apóteka af þeim 63 sem starf- rækt eru á landinu og er áætlað að síðustu apótekin tengist fyrir árslok. - sv Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið upp rafræna miðlun upplýsinga: Mun tengja öll apótek fyrir árslok APÓTEK Rafrænni tengingu hefur verið komið á við afgreiðslukerfi 43 apóteka í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÚXARNIR Ágúst Ýr Sveinsdóttir rafvirki og Sylvía Dagsdóttir rafeindavirki fengu viðurkenningu fyrri námsárangur. ÞÝSKALAND, AP „Ég ábyrgist það að Grikkland mun standa við allar sínar skuldbindingar,“ sagði Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikk- lands, nýkominn til Berlínar í gær- morgun til að ræða við Angelu Mer- kel Þýskalandskanslara. Papandreú var þangað kominn til að leggja áherslu á nauðsyn þess að Þjóðverjar aðstoði Grikkland. Hann átti meðal annars fund með þýskum atvinnurekendum og bað þá sérstaklega um að standa við bakið á Grikkjum. Frekari neyðaraðstoð við Grikki er nú í undirbúningi, bæði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópu sambandinu, til við bótar þeirri aðstoð sem þegar hefur verið samþykkt en virðist ekki ætla að duga til að bjarga Grikkjum úr skuldavanda. Þá er G20-ríkjahópurinn með lausn í smíðum, sem til stendur að afgreiða á leiðtogafundi þessara 20 helstu hagkerfa heims í byrjun nóvember. Meðal annars hafa þar verið ræddar hugmyndir um að afskrifa helminginn af skuldum Grikkja. Einnig eru hugmyndir um að Evrópusambandið efli neyðar- sjóð sinn, líklega með því að gera honum kleift að taka lán hjá Seðla- banka Evrópusambandsins þannig að sjóðurinn fái allt að 2.000 millj- arða evra til umráða – án þess að þurfa að auka framlög aðildarríkj- anna enn frekar til sjóðsins. Óvissa er enn um afdrif fyrri björgunaraðgerða. Til dæmis hafa hvorki finnska né hollenska þingið enn samþykkt stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins, en veruleg andstaða hefur verið við þau áform á þingum beggja þessara landa. Þá hafa AGS og EBS frestað næstu greiðslu til Grikkja, sem á að nema átta milljörðum evra, vegna óvissu um að Grikkir geti staðið við þau aðhaldsáform, sem þeir hafa boðað. Grikkir þurfa hins vegar nauðsynlega á þessum átta milljörð- um að halda fyrir miðjan október til þess að geta greitt afborganir af lánum og laun til ríkisstarfsmanna. Í gær skýrði Evangelos Venize- los, fjármálaráðherra Grikklands, frá því að fulltrúar frá AGS og EBS kæmu til Grikklands í næstu viku til að fara yfir stöðuna, og er búist við að þá verði tekin ákvörðun um að Grikkir fái þetta fé. Í gær samþykkti gríska þing- ið nýjan og umdeildan eignaskatt, sem er partur af nýjustu aðhalds- aðgerðum stjórnarinnar. Eigna- skatturinn verður innheimtur með rafmagnsreikningum, sem gerir það að verkum að hægt verður að loka fyrir rafmagnið hjá þeim sem ekki hafa greitt skattinn. gudsteinn@frettabladid.is Papandreú biðlar til þýskra stjórnvalda Veruleg óvissa er enn um afdrif bæði nýrra og eldri aðgerða til bjargar bæði evrunni og efnahag Grikklands. Forsætisráðherra Grikklands lofar því að Grikkir muni standa við skuldbindingar sínar, fái þeir frekari aðstoð. RÆÐAST VIÐ Angela Merkel og Georg Papandreú á fundi í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.