Fréttablaðið - 28.09.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 28.09.2011, Síða 12
28. september 2011 MIÐVIKUDAGUR Notaðu Nicky þegar þú ert búinn! KVIKMYNDATÓNLEIKAR FILM CONCERT SKÚLI SVERRISSON & SÓLEY MIÐASALA OG UPPLÝSINGAR Á RIFF.IS HVENÆR WHEN HVAR WHERE // 28. SEPTEMBER, 21:00 // FRÍKIRKJAN norra na husid e - - RIFF.IS ALÞINGI Rannsókn er hafin á mál- efnum Íbúðalánasjóðs annars vegar og aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna hins vegar. Sitthvor rannsóknar- nefndin hefur verið skipuð um málin. Sigurður Hallur Stefáns- son, fyrrverandi héraðsdómari, er formaður rannsóknar nefndar um Íbúðalánasjóð, en Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari leiðir rannsóknina um sparisjóðina. Nefndirnar starfa á grundvelli laga um rannsóknarnefndir sem Alþingi samþykkti í júní. Sam- kvæmt þeim eru rannsóknar- nefndirnar óháðar fyrirmælum frá öðrum í störfum sínum, þar með talið Alþingi. Þá er þeim í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar verða gerðar opinberar um störf þeirra og eins hvernig aðgangi að þeim gögnum sem þær afla verð- ur háttað. Þetta gefur nefndunum vald til að birta gögn sem að öðru jöfnu gildir bankaleynd um og eins að halda opna fundi um rannsóknar- efnin. Meðal rannsóknarefna varð- andi Íbúðalánasjóð, sem finna má í þingsályktunartillögu, er að finna viðbrögð sjóðsins við aukinni samkeppni banka um íbúðarlán. Þá verður hækkað lánshlutfall úr 80 í 90 prósent rannsakað, sem og hækkuð hámarkslán, auk ýmissa fleiri viðfangsefna. Ragnheiður Ásta Jóhannes- dóttir, forseti Alþingis, sagði á blaðamannafundi í gær að nefnd- in ætti einnig að meta hvernig Íbúðalána sjóður hefði staðið undir því lögbundna hlutverki sínu að vera velferðarstofnun. Rannsóknarnefnd um sparisjóði á að varpa sem skýrustu ljósi á aðdraganda og orsakir rekstrar- erfiðleika sjóðanna. Fjár mögnun þeirra og útlánastefna verð- ur skoðuð, eignarhald og aukið stofnfé, svo sitthvað sé nefnt. Þá ber nefndinni að leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna. Ásta Ragnheiður sagði á fund- inum að vel mætti vera að skipa hefði átt þessar rannsóknar- nefndir fyrr, en lagaramminn utan um þær hefði ekki verið tilbúinn fyrr en í sumar. Nefndirnar hafa þegar tekið til starfa. kolbeinn@frettabladid.is Rannsaka ÍLS og fall spari- sjóðanna Tvær rannsóknarnefndir Alþingis hafa tekið til starfa. Fall sparisjóðanna er verkefni annarrar en hin rannsakar starfsemi Íbúðalánasjóðs. Þær starfa á grundvelli nýrra laga um rannsóknarnefndir. Breytingar verða á nefndaskipan Alþingis á nýju þingi og þeim fækkar úr tólf í átta. Ný nefnd tekur til starfa, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, en hennar hlutverk er meðal annars að gera tillögu til Alþingis um hvenær rétt sé að skipa rannsóknarnefndir. Þá fjallar hún um skýrslur slíkra nefnda, meðal annars þeirra tveggja sem tekið hafa til starfa. Önnur verkefni nefndarinnar eru tvíþætt. Annars vegar þau er lúta að stjórnarskrármálum, málefnum forseta Íslands, Alþingis, kosningamálum og málefnum Stjórnarráðsins. Hins vegar málefni sem nefndin tekur upp að eigin frumkvæði og lúta að athugunum á verklagi ráðherra. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd NEFNDIRNAR KYNNTAR Nefndarmenn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær, ásamt forseta og starfsmönnum Alþingis. Sigurður situr Ástu Ragnheiði á vinstri hönd og Sigríður á þá hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVÍÞJÓÐ Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir hatursglæpi og morðtilraunir í Svíþjóð. Þeir eru taldir hafa reynt að myrða tvo innflytjendur í Västerås í Svíþjóð til stuðnings við aðgerðir hryðju- verkamansins Anders Behring Breivik í Noregi. Mennirnir eru 25 og 26 ára. Fórnarlömbin í málinu eru bæði frá suðurhluta Asíu og særðust lífshættulega. Annað fórnar- lambanna svaf á bekk þegar ráðist var á það, fjórum dögum eftir árásirnar í Noregi. Tveimur dögum síðar var ráðist á annan mann og hann stunginn þar sem hann bar út póst. Samkvæmt lögregluskýrslum öskraði annar mannanna á annað fórnarlamb sitt að það ætti að „fara heim“ og teiknaði haka- kross á tösku þess. Í skýrslum kemur einnig fram að þeir hafi sent sín á milli skilaboð þar sem ódæðisverkum Breiviks var hælt. Þá sýni tölvur að þeir hafi farið inn á síður tileinkaðar kynþátta- hatri fyrir fyrri árásina. Mennirnir voru handteknir skömmu eftir seinni árásina en neita báðir sök. - þeb Tveir ungir menn réðust á innflytjendur í Svíþjóð: Til stuðnings Breivik

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.