Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2011, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 28.09.2011, Qupperneq 22
MARKAÐURINN28. SEPTEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T Ný niðursveifla í aðsigi á Vesturlöndum? Ingi Sturluson 899-8451 ingi@alnus.is TIL LEIGU GLÆSILEGT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Í HÚSI VERSLUNARINNAR, KRIN Höfum til leigu stórglæsilegt 257,3 m2 Húsnæðið skiptist í stórt funda Einnig er sér tæknirými með kæ eikar plankaparketi á gólfum, sem hægt er að stilla sérstakl tölvulagnir verið endurnýjaðar. Afríka sunnan Sahara 5,20% 1,50% 3,80% 1,10 1,7 0,8 3,80% 2,10% Evrusvæðið sem heild 1,60% Önnur iðnríki 3,60% Á hyggjur af stöðu heims- hagkerfisins hafa stig- magnast síðustu vikur og mánuði. Hag tölur hafa leitt í ljós að hægst hefur merkjanlega á efnahags- batanum á Vesturlöndum og mikill órói hefur einkennt helstu markaði. Óttast því margir að tví- bytna niðursveifla (eða „double dip recession“) sé í uppsiglingu meðal iðnríkja. Andrúmsloftið á ársfundi Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans um helgina bar þess glögglega merki að óveðurs- ský hafa hrannast upp yfir hag- kerfum Vesturlanda. Á árs- fundinum voru saman komnir fjármálaráðherrar og seðlabanka- stjórar margra af 187 aðildar- ríkjum sjóðsins ásamt fjölda fræðimanna, blaðamanna og ann- arra gesta. Utan formlegra funda var á dagskrá á ársfundinum fjöldi fyrirlestra og pallborðsumræðna en meðal þátttakenda má nefna Nóbelsverðlauna hafana í hag- fræði; Joseph Stiglitz og George Akerlof, fjárfestinn George Soros og Mohammed El-Erian, fram- kvæmdastjóra PIMCO, stærsta fjárfestingasjóðs heims. El-Erian lýsti raunar tilfinn- ingum margra á fundinum í pall- borðsumræðum um stöðu heims- hagkerfisins þegar hann sagði: „Ég er einhvers staðar milli þess að vera áhyggjufullur og hrædd- ur. Það eru þrjár krísur til stað- ar; hagvaxtar- og atvinnuleysis- krísa, skuldakrísa meðal þjóð- ríkja og bankakrísa.“ AGS ÁHYGGJUFULLUR AGS gaf fyrir fundinn út skýrsl- una World Economic Outlook um stöðuna í heimshagkerfinu. Þar segir að hættulegt nýtt skeið sé runnið upp innan heimshagkerfis- ins þar sem efnahagsbati iðnríkja sé í hættu. Spár stofnunarinnar um hagvöxt bera þess merki en þær voru endurskoðaðar talsvert niður á við. Nú er því spáð að hag- kerfi iðnríkja vaxi einungis um 1,6 prósent á þessu ári og 1,9 pró- sent á því næsta. Það er almennt ekki talinn nægilegur vöxtur til að atvinnuleysi minnki. Áður hafði sjóðurinn spáð 2,2 prósenta vexti á þessu ári og 2,6 prósenta vexti á því næsta. Spár sjóðsins um vöxt í nýmarkaðsríkjum voru einnig endurskoðaðar og færðar niður á við þótt myndin þar sé allt önnur og bjartari. Því er spáð að hagkerfi nýmarkaðsríkja muni vaxa um 6,4 prósent á þessu ári og 6,1 prósent á því næsta. Versnandi horfur eru helst raktar til aukinnar óvissu um skuldastöðu þjóðríkja og stöðug- leika fjármálakerfisins. Þá hafa veik viðbrögð stjórnvalda á evru- svæðinu við skulda kreppunni á svæðinu og pólitískt þrátefli í Bandaríkjunum dregið úr trausti á getu vestrænna stjórnvalda. Í skýrslu AGS segir að neikvæð áhætta sé mikil. Fari allt á versta veg geti heims hagkerfið sogast inn í spíral aukinnar óvissu og áhættufælni, frosinna fjármála- markaða, ósjálfbærrar skulda- stöðu þjóðríkja, minnkandi eftir- spurnar og hækkandi atvinnu- leysis. Vægari og jafnframt líklegri útkomur gætu einnig leitt til langs tímabils lítils hagvaxtar. „Það er efnahagsbati en hann er veikur og ójafn. Áhætta hefur aukist vegna endurgjafar lítils hagvaxtar og erfiðrar skulda- stöðu þjóðríkja, banka og heim- ila. Þar að auki hefur skort pólit- íska forystu í baráttunni við fjár- málakreppuna. Þetta hefur leitt til traustskrísu sem veldur efna- hagslegum jafnt sem félagslegum skaða,“ sagði Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, á árs- fundi sjóðsins. Lagarde sagði enn vera til staðar leið út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni en bætti við að leiðin væri þrengri en áður. Þá kallaði Lagarde eftir kröftugum viðbrögðum frá stjórn völdum um allan heim til að tryggja hraust- legan og sjálfbæran efnahags- bata. ÞÖRF Á AÐGERÐUM ÁN TAFAR Meðal gesta á ársfundi AGS virtist einhugur um að grípa þyrfti til tafarlausra aðgerða til bjarg- ar efnahagsbatanum á Vestur- löndum. Í pallborðsumræðum um vandræði evrusvæðisins sagði George Soros skulda- kreppuna á svæðinu vera al- varlegri en fjármálakreppan árið 2008. Hann sagði að árið 2008 hefðu stjórnvöld getað gripið inn í eftir að kreppan skall á en að því væri ekki að skipta núna. „Ég vona innilega að leiðtogar ríkja Evrópusambands- ins átti sig á þessu sem fyrst og grípi til aðgerða til að hemja krís- una,“ sagði Soros. AGS lagði á fundinum fram áætlun um aðgerðir sem stjórn- völd víða um heim geta gripið til. Við bráðavandanum leggur stofn- unin áherslu á þrjá þætti. Í fyrsta lagi þykir mikilvægt að þau þjóð- ríki sem glíma við háar skuldir og fjárlagahalla leggi fram trú- verðugar áætlanir um hvernig koma megi ríkisfjármálum þeirra á sjálfbæra braut án þess þó að kippa fótunum undan efnahags- batanum. Niðurskurður ríkis- útgjalda og skattahækkanir draga til skamms tíma úr eftirspurn. Því geta aðhaldsaðgerðir í ríkis- fjármálum hægt merkjanlega á vexti sé gengið of hratt til verks. AGS hefur því lagt áherslu á trú- verðugar áætlanir sem stuðla að vexti til skamms tíma en aðhaldi Í skugga titrings á helstu mörkuðum fór um síðustu helgi fram ársfundur AGS og Alþjóðabankans. Þar voru saman komnir leiðtogar í efnahagsmálum alls staðar að úr heiminum sem ræddu stöðu heimshagkerfisins. Magnús Þorlákur Lúðvíksson sótti fundinn og fjallar hér um viðhorf fundarmanna. til langs tíma. Oliver Blanchard, aðalhagfræðingur AGS, lýsti þessari nálgun kjarnyrt á blaða- mannafundi í síðustu viku: „Að- haldsaðgerðir mega ekki eiga sér stað of hratt því þá drepa þær hagvöxt. En þær mega heldur ekki eiga sér stað of hægt því þá drepa þær trúverðugleika stjórnvalda.“ Í öðru lagi beinast áhyggjur AGS að stöðu banka og fjármála- stofnanna, helst evrópskra, sem margar hverjar eru berskjaldað- ar gagnvart mögulegu greiðslu- falli Grikklands og titringi sem það gæti valdið. AGS leggur því áherslu á að raunveruleg eigin- fjárþörf banka á Vesturlöndum verði metin og nauðsynlegt eigið fé þeirra tryggt. Helst með fjár- Rómanska Ameríka Kanada Bretland Frakkland Spánn Mexíkó Brasilía Bandaríkin

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.