Fréttablaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGferðir MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 20112 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462. | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. 1. Scapa-flóinn við Orkneyjar Í f lóanum er að finna fjölda skipsflaka, f lest úr þýska flotanum úr fyrri heims- styrjöldinni. Stærstu skipin eru Kron- prinz Wilhelm, Markgraf og SMS König, sem liggja á 25 metra dýpi. Þrátt fyrir fremur lélegt skyggni, frá 2 upp í 30 metra, er staðurinn vinsæll meðal kafara enda á fáum stöðum hægt að komast að jafn mörgum skipsflökum í einu. 2. Bikini-kóralrifið við Marshall-eyjar Í mörg ár var lónið við rifið skipa- grafreitur bandaríska hersins og því úr mörgum skipsflökum að velja fyrir kaf- ara. Merkilegast þykir hið 300 metra langa flugmóðurskip USS Saratoga, sem sökkt var í fyrstu atómsprengju- tilrauninni árið 1946. 3. Andrea Doria í Norður-Atlantshafi Andrea Doria var ítalskt farþegaskip sem sökkt var nærri Nantucket árið 1956. Það liggur á 73 metra dýpi og hefur verið kall- að Everest-fjall kafara. Aðeins reyndustu kafarar hætta sér að skipinu enda hafa fimmtán kafarar dáið þar. 4. Chuuk-lónið í Míkrónesíu í Kyrrahafi Hér er að finna grafreit um sextíu japanskra herskipa sem bandaríski herinn sökkti árið 1944. Mörg skipin liggja á aðeins 10 til 15 metra dýpi í kristal tærum sjó og eru því gríðarmikil upplifun fyrir kafara. Eitt áhugaverðasta flakið er af Fujikawa Maru, 132 metra löngu fragtskipi. Það er alsett litríkum kóröllum og enn má finna þar sæbarðar sake-flöskur. 5. Thistlegorm í Rauðahafi við Sharm el-Sheikh SS Thistlegorm var breskt herskip sem sökkt var aðeins ársgömlu í október 1941 nærri Ras Muhammad í Rauðahafinu. Skipið var að flytja vörur fyrir breska herinn. Svæðið allt kringum Sharm el- Sheikh þykir henta einkar vel til köfunar. 6. Umbria í Rauðahafi við Súdan Umbria var ítalskt vöruskip sem sökkt var árið 1940. Það liggur á 5 til 35 metra dýpi og þykir fullkominn áfangastaður kafara. Ef vel er gáð glittir í Fiat-bíla, vín- flöskur og björgunarbáta. 7. Zenobia við Kýpur Zenobia er mun nýlegra skip en þau sem á undan eru nefnd. Bílaferjan sökk í sinni fyrstu ferð árið 1980 vegna bilun- ar í tölvubúnaði. 104 bílar voru um borð í skipinu, sem er 178 metra langt, og margt er þar að skoða. 8. Yongala í Ástralíu Farþegagufuskipið Yongala sökk árið 1911 þegar fellibylur skall skyndilega á. Allir um borð létust. Skipið liggur í himnaríki kafarans í kóralrifinu mikla, Great Barrier Reef, við Ástralíu. Skipið er orðið að gervirifi og þar er að finna urmul af dýralífi. 9. USS Coolidge í Vanúatú Coolidge var lúxusskip en var notað til að flytja hermenn Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Það sökk 1942. Skipið er 198 metrar að lengd og auðvelt er að komast að því þar sem það liggur á 20 til 40 metra dýpi. Margt er að skoða, til dæmis herminjar á borð við byssur, trukka, hjálma og gasgrímur. Þá þykir sjúkra- stofan einkar áhugaverð, svo og snyrting skipstjórans. 10. Oriskany í Flórída Flugmóðurskipinu Oriskany var sökkt af ásettu ráði árið 2004 við strönd Flórída. Skipið er nú stærsta gervirif heims. Skipið er 275 metra langt og var eitt sinn notað í stríðinu við Víetnam. Sögulegar minjar á hafsbotni Draumur margra kafara er að kafa niður að skipsflökum enda geyma þau oft afar áhugaverða sögu. Oft og tíðum eru skipsflök á miklu dýpi en til eru nokkur sem kafarar geta komist að. Hér eru nefnd nokkur flök á sjávarbotni víðs vegar um heiminn. Kafarar kanna hinar fjölbreyttu minjar á skipinu USS Coolidge, sem liggur á botni Kyrrahafs nálægt eyríkinu Vanúatú. Skipið liggur á tuttugu til fjörutíu metra dýpi og því er auðvelt að komast að því. NORDICPHOTOS/GETTY Hópatilboðin eru vinsæll kostur fyrir vinahópa sem vilja skemmta sér saman og oft er líka farið í vinnu- og hvata- ferðir út á land,“ segir Bergþóra Ragnarsdóttir í hópadeild Flug- félagsins og segir lágmarksfjölda í slíkar ferðir tíu manns. Ingibjörg Dís er í sömu deild og tekur fram að pakkaferðir henti líka fyrir fjöl- skyldur og einstaklinga sem kaupi sér þá flug og gistingu saman. Bæði tilboðin gildi frá 1. september til 30. apríl. Áfangastaðir Flugfélags Íslands eru fjórir hér innanlands. Þeir eru Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður og Reykjavík. Einnig heldur félagið uppi áætlunarferðum til Græn- lands og Færeyja. Bergþóra segir Færeyjar stöðugt sækja á í vinsæld- um. „Fólk er að átta sig á að stutt er til Færeyja og að þar er margt að sjá og skoða. Við erum með skemmti- ferðir þangað frá föstudegi til mánudags í samvinnu við Atlan- tic Airways en auðvitað er hægt að stoppa yfir miðja vikuna ef menn velja það.“ Ingibjörg bætir við að verslanir í Þórshöfn séu lokaðar á sunnudögum en hægt sé að fara í dagsferðir út frá Þórshöfn og gaman sé að hitta á færeyskan dansur. „Við erum með samning við Hótel Hafnia í miðborg Þórshafnar fram í miðjan desember. Þar fylgir einn kvöldverður og einn hádegisverð- ur í tilboðinu.“ Á Akureyri eru þrjú hótel í boði. Það er hið nýja Icelandair hótel Ak- ureyri sem var opnað í sumar uppi á Brekkunni og Hótel KEA og Hótel Akureyri, sem bæði eru í miðbæn- um. „Í fyrra buðum við upp á flug, gistingu og leikhús og munum setja saman slíka pakka um leið og sýn- ingar hefjast hjá Leikfélagi Akur- eyrar,“ lofar Bergþóra. „Annars er fullt af afþreyingu á Akureyri og góðum veitingastöðum,“ bætir Ingibjörg við. Á Egilsstöðum er Hótel Hérað í samstarfi við Flugfélagið í pakka- ferðum. „Við förum líka út fyrir Eg- ilsstaði, til dæmis á Hótel Ölduna á Seyðisfirði og gistihúsið á hinum upprunalegu Egilsstöðum, og á Ísa- firði er Hótel Ísafjörður aðalgistiað- staðan okkar,“ segir Bergþóra. „Svo má ekki gleyma höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Ingibjörg. „Borg- in er auðvitað vinsæl hjá lands- byggðarfólki og nýja Natura hótel- ið, sem áður hét Hótel Loftleiðir, er heillandi gististaður, með Spa og dekur. Svo eru Hilton, Hótel Björk í Brautarholti, Hótel Hafnarfjörð- ur og f leiri í góðu samstarfi við okkur.“ Þær stöllur taka fram að hótelin geti að sjálfsögðu sett saman hóp- amatseðla ef pantað sé fyrirfram og mörg þeirra búi yfir góðri aðstöðu fyrir hópa til að halda minni hátt- ar teiti. Flug og gisting saman í pakka Skemmtum okkur innanlands og Burt úr bænum er yfirskrift pakkaferða sem Flugfélag Íslands dregur upp úr hatti sínum á haustin. Þær henta bæði hópum og einstaklingum. Bergþóra Ragnarsdóttir og Ingibjörg Dís Gylfadóttir eru fróðar þegar kemur að þeim ævintýrum. Bergþóra Ragnarsdóttir og Ingibjörg Dís, Gylfadóttir starfa í hópadeild Flugfélags Íslands og taka við pöntunum í síma 5703075 og á hopadeild@flugfelag.is. MYND/STEFÁNReykjavík Natura er nýuppgert og notalegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.