Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 28.09.2011, Qupperneq 28
KYNNING − AUGLÝSINGferðir MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 20114 Í stærri byggðarlögum Íslands er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs, hvort sem fólk langar til að versla, prófa eitthvað nýtt eða einfaldlega borða ís og fara í sund. Ferðir leit við í þremur kaupstöðum. Akureyri Það er eitthvað sérstakt við það að versla úti á landi. Á Akureyri er á nokkrum stöðum hægt að gera góð kaup á heimilisvörum. Ein sú allra skemmtilegasta með antikmuni er Frúin í Hamborg í Hafnar stræti. Önnur góð verslun er síðan Sirka, sem selur nýjar vörur, húsmuni, íslenska hönnun og f leira til en Reykvíkingar hafa margir hverjir nýtt sér vefverslun hennar. Góð söfn eru víða á Akureyri. Í Friðbjarnarhúsi í Innbænum er hægt að skoða alls kyns gömul leikföng, en opið er á safninu á laugardögum í vetur frá klukk- an 14-16 auk þess sem hægt er að panta skoðun sérstaklega utan þess tíma. Margt vekur þar athygli, má nefna nákvæma eftirlíkingu af rútunni sem fór í Hlíðarfjall fyrir mörgum árum. Egilsstaðir Minjasafn Austurlands er forvitni- legt heim að sækja, en yfir vetrar- tímann er það opið frá mánudegi til föstudags. Einar merkustu forn- leifaminjar sem fundist hafa hér á landi, Þórisár kumlið svokallaða, eru meðal þeirra gersema sem þar eru til sýnis. Lagarfljótið er eitt af því fyrsta sem fólki dettur í hug þegar minnst er á Egilsstaði. Boðið er upp á sigl- ingar á Lagarfljóti en möguleikar til útivistar á Egilsstöðum eru endalausir; hesta- og hjólaleigur og nokkur fyrirtæki sérhæfa sig í jeppa- og jöklaferðum. Vestmannaeyjar Erfitt er að fá nóg af náttúru fegurð Vestmannaeyja og eru skemmti- legar gönguleiðir ótalmargar. Fyrir göngufólk sem langar í smá áskorun er mælt með göngu upp á Há, yfir Dalfjall og niður í Stafs- nes. munið bara að fara varlega og ekki of nærri bjargbrúnum. Sundlaug Eyjamanna er rómuð, en í henni er saltvatn, sem gerir sundið léttara. Þá býðst laugar- gestum að skella sér í gufubað og þreksalinn. Ekki má gleyma að minn- ast á elstu byggingu Vestmanna- eyja, Landakirkju, en prédikunar- stóllinn er eftirtektarverður, þar sem hann er fyrir miðri kirkju. Upplagt er að fara í messu til að fullkomna upplifunina, dvelji maður yfir helgi í byggðarlaginu. Sitt lítið af hverju Verslun á Akureyri er blómleg. Hægt er að gleyma sér tímunum saman í Frúnni í Hamborg. Möguleikar til útivistar eru margvíslegir í Vestmannaeyjum. Þó að flestir þekki Lagarfljót hafa færri siglt á því. Leið okkar liggur hvert þangað sem fólk vill fara innanlands. Styttri og lengri ferðir, starfsmanna- og óvissuferðir, afmælisferðir, til að mynda á æskuslóðirn- ar og hvað sem fólki í raun dettur í hug er í boði. Þá keyrum við til að mynda hópa á vegum íþróttafélaganna mikið,“ segir Hel- ena Herborg Guðmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni. Rúturnar sjálfar eru mjög fjöl breyttar, taka allt frá 8 til 62 farþega en rútu flotanum tilheyra fimmtíu rútur, af öllum stærðum og gerðum. „Við erum með fjórhjóla drifnar rútur, sérstakar lúxusrútur og hefð bundnar rútur. Á þessum árstíma eru hvers kyns starfsmanna- og óvissuferðir mjög vin- sælar.“ Fyrirtækið skipuleggur ferðirnar frá a til ö og þá oft í samstarfi við hópinn eða for- svarsmenn hans, þar sem fólk er með sér- stakar óskir um áfangastaði og hvað skal gert í ferðinni. „Oft er fólk líka mjög upp- tekið en langar að gera eitthvað skemmti- legt. Þá komum við með nokkrar tillögur og getum séð alfarið um skipulagninguna. Einnig skipuleggjum við skemmtilegar óvissuferðir þar sem jafnvel aðeins einn til tveir vita hver dagskráin nákvæmlega er.“ Þá býðst mjög skemmtilegur og ódýr möguleiki fyrir hópa þar sem einhver er með rútupróf, en það er að leigja út rútu án bílstjóra. Slík ferð getur verið afar persónu- leg fyrir til að mynda fjölskylduhópa. Að sögn Helenu dettur Íslendingum ým- islegt í hug en um þessar mundir eru ferðir á Draugasetrið á Stokkseyri vinsælar, hella- skoðun og aðrar slíkar ferðir sem valda auknum hjartslætti. Einnig eru enda lausir möguleikar á alls kyns ratleikjum. Að stoppa einhvers staðar og borða saman á veitingastað er líka oft hluti af dagskránni. „Ein vinsælasta ferðin í dag er þannig samansett að farið er í aparólu, Drauga- setrið heimsótt, borðað einhvers staðar og jafnvel fenginn dansari sem kennir hópnum línudans, partídans eða annað. Þetta hrist- ir hópinn vel saman. Þá er bjórsmökkun í brugghúsinu sem er rétt hjá Selfossi mjög vinsæl en þetta skipuleggjum við allt fyrst og fremst út frá því hvað fólk vill gera.“ Helena segir þó það allra mikilvægasta í huga starfsfólks Guðmundar Tyrfingssonar vera öryggismálin. „Belti eru í öllum sætum og yfir þrjátíu rútur eru með þriggja punkta öryggisbelti. Þá eru umhverfismálin okkur ofarlega í huga, við erum með umhverfis- vottun og leggjum mikið upp úr því að fá rútur sem menga minna.“ Að lokum má geta þess að á fyrir tækið er með síðu á Facebook þar sem leikur stendur yfir en vinningurinn er vinsælasta ferðin fyrir allt að þrjátíu manns í lúxusrútu. Dregið verður 30. september. Ein vinsælasta ferðin er þannig samansett að farið er í aparólu, Draugasetrið heim- sótt, borðað og jafnvel fenginn dansari til að kenna línudans. Getum skipulagt ferðir frá a-ö Flestir tengja grænar rútur við fjölskyldufyrirtækið Guðmund Tyrfingsson, sem starfrækt hefur verið í um fjörutíu ár. Skemmtiferðir þess innanlands njóta mikilla vinsælda. Rútufloti fyrirtækisins er fjölbreyttur. Fjórhjóladrifnar rútur, lúxusrútur, hefðbundnar rútur og fleira til. Helena Herborg Guðmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni, segir óvissu- og starfsmannaferðir afar vinsælar um þessar mundir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.