Íslendingur - 11.04.1956, Page 1
XLII. árg.
Miðvikudagur 11. apríl 1956
15. tbl.
Magnús Jánssótu
Árni Jónsson.
Guðmundur Jörundsson.
Árni Ásbjarnarson.
Frainboð SjálNæðls-
flokk§in§ I Eyjiiiirdi
Einkennilegasta stjórnmáladstand,
sem hér hefir bekkzt
Vetnr heilsar á ný
Eftir einmuna tíð og hlýindi
vikum saman, kólnaði í veðri upp
úr páskum, og aðfaranótt síðast-
liðins sunnudags gerði norðan
stórhríð með mikilli veðurhæð
um allt Norðurland og víðar. í
Þingeyjarsýslu telja sumir veðrið
eitt hið versta, er þar hefir geng-
ið yfir. Snjókoma var ekki svo
mikil, að samgöngur tepptust um
nærliggjandi byggðir né vestur
yfir heiðar. Vaðlaheiði er þó ó-
fær bifreiðum síðan.
Eftir að hríðinni létti á sunnu-
daginn, fór veður kólnandi, og
var hér 10 stiga frost í fyrrinótt.
fylgjast með öllum nýjungum á
sviði fiskveiða og vinnslu sjávar
afurða.
Fjórði maður listans, Árni Ás-
bjarnarson, er meðal þekktustu og
dugmestu bænda í héraðinu. Nam
hann ungur búfræði og gerðist
síðan bústjóri fyrir kúabúi Siglu-
fjarðarbæjar, er liann rak af
dugnaði og ágætri forsjá um
margra ára skeið. Síðan hefir
hann búið stórbúi að Kaupangi í
Eyjafirði.
Sjálfstæðismenn í byggðum og
sjávarþorpum Eyjafjarðar munu
hafa fullan hug á að afla þessum
vel skipaða lista flokksins meira
fylgis en nokkru sinni áður.
Ánægjulegur fundur Sjálfstæðismanna
lir bænum og héraðinu
Síðastliðið fimmtudagskvöld efndu Sjálfstæðismenn á Akurcyri
cg úr Eyjafjarðarsýslu til fundar í fundasal Landsbankans. Var cal-
urinn fullskipaður þegar er fundur hófst. Auk Sjálfstæðismanna
og kvenna úr bænum sótti hann margt Sjálfstæðismanna úr nær-
liggjandi hreppum Eyjafjarðarsýslu og víðar að úr kjördæminu,
meðal annars utan úr Grímsey.
Tveir þingmenn
málshefjendur.
Árni Jónsson tilraunastjóri,
formaður Sjálfstæðisfélags Ak-
ureyrar, setti fundinn og stjórn-
aði honum. Bauð hann fundar-
menn velkomna og síðan sérstak-
lega málshefjendur á fundinum.
Jónas G. Rafnar og Magnús
Jónsson alþingismenn. Gaf hann
Jónasi síðan orðið. Hóf hann
mál sitt á því að þakka Sjálfstæð-
ismönnum á Akureyri það
traust, er þeir hefðu sýnt sér
með því að óska eftir því, að
hann yrði enn í kjöri fyrir þeirra
hönd við Alþingiskosningarnar á
sumri komanda,og kvaðst hann
mundu gera sitt ýtrasta til þess að
bregðast ekki því trausti, meðan
honum væri falin þingseta fyrir
kjördæmið.
Þá vék hann að ýmsum þeim
málum, er sérstaklega varða Ak-
ureyrarbæ en leita þarf aðstoðar
ríkisvaldsins og Alþingis til að
koma í höfn. s. s. hafnarmálin,
flugvallarmálið, frystihúsmálið,
sjúkrahúsmálið o. fl. Kvaðst hann
síðar mundu rekja þau mál nánar
í blaði flokksins hér og því aðeins
stikla á stóru um þau á fundinum.
Því næst vék hann að stjórnmála-
ástandinu og fyrirhuguðum kosn-
ingum, er nú skyldu reknar með
sérstökum hætti og óvenjulegum,
og mundu þær væntanlega verða
sóttar af meira kappi cn nokkru
sinni áður.
Framhald á 8. siðu.
Fjölmennur fulltriiaráðsfundur sam-
þykkti listann einróma
S. 1. laugardag kom Trúnaðar-
mannaráð Sjálfstæðisflokksins í
Eyjafjarðarsjslu saman á fund
hér á Akureyri til að ræða um og
ganga frá framboðslista flokksins
í sýslunni við næstu Alþingiskosn
ingar. Var fundurinn óvenju vel
sóttur, og ríkti þar mikill áhugi
fyrir að gera hlut flokksins sem
glæsilegastan í kosninguntim. —
Voru allir trúnaðarráðsmenn á
einu máli um, að hafa 1., 2. og 3.
sæti listans skipað sömu mönn-
um og við kosningarnar 1953, en
skipa 4. sætið Árna Ásbjarnar-
syni bónda í Kaupangi. Það sæti
skipaði við síðustu kosningar
Stefán Stefánsson bóndi og hrepp
stjóri í Fagraskógi, er lézt á kjör-
tímabilinu.
Verður listinn því þannig skip-
áður:
1. Magnús Jónsson, alþm.
2. Árni Jónsson tilraunastjóri,
3. Guðmundur Jörundsson út-
gerðarmaður.
4. Árni Ásbjarnarson bóndi.
Óþarfi mun að kynna þessr
frambjóðendur fyrir Eyfirðing
um. Magnús Jónsson hefir nú
farið með umboð þeirra á Alþing.’
árum saman, fyrst sem varamað
ur í veikindaforföllum Stefáns
heitins í Fagraskógi, en síðan sem
2. þingmaður Eyfirðinga. Hefir
liann þegar unnið mikið starf og
giftudrj úgt að framfaramálum
héraðsins á Alþingi og utan þess
og áunnið sér sívaxandi traust, cr
nær langt inn í raðir stjórnmála-
andstæðinga.
Árni Jónsson tilraunastjóri er
nákunnur eyfirzkum bændum og
málefnum þeirra, en hann hefir
íaft á hendi tilraunastörf og leið-
beiningastörf í þágu landbúnað-
irins um 16 ára skeið við vaxandi
vinsældir og traust.
Guðmundur Jörundsson er cins
og kunnugt er einn ötulasti út-
gerðarmaður norðanlands og
'hefir mjög gert sér far um að
Danska konungsfjölskyldan. (Sjá grein á bls. 3.)