Íslendingur - 18.12.1958, Page 1
XLIV. árg.
Fiinmtudagur 18. desember 1958
49.—51. tbl.
Drnumainaðurinif í fsrnel
Kom blessuð Ijóssins hátíð, helgi þín
minn hug og vilja göjgi, vermi, fylli;
svo máttug verði og heilög hugsun mín
og hörpu mína andi Drottins stilli.
Ó, send mér, guð minn, geislabrot í nótt,
er glóir stjarna þín í bláu lieiði.......
Guðm. Guðmundsson.
Flestum er það gefið, að vilja vera Ijóssins börn. Eins og barn•
ið unir sér vel við kertaljós, augu þess Ijóffta af gleði því fleiri
sem Ijósin eru terulruð, þahnig höldum vér eitmig áfram að gleðj-
ast, þó að líði á œvina,
livenær sem birtir yfir til-
verunni liið ytra. Mundi
til dæmis ekki hvert
mannsbarn í sveitum
landsins þrá rafmagnsljós
til að rjáfa myrkur
skammdegisins, og gleðj-
ast ekki allir, þegar sól
hækkar á lofti, og daginn
tekur að lengja?
Til er þó annað myrk-
ur, dapurlegra og þung-
bærara, rnyrkur, sem get-
ur dottið á um miðjan dag
og fölskvað Ijós sólar og
stjarna, en það er rnyrkur
andans. Áhyggjur, sorg
eða örvænting, geta lagzt
svo þungt á hugann, að
vér sjáum hvorki sól eða
dág. Og enda þótt engu
slíku sé til að dreifa, get-
ur hversdagsleikinn orðið
svo grár og tilbreytingar-
laus, að hjörtun liœtti að bœrast til vonar eða gleði. Þá hættum
vér að skynja helgi jólanna með sarna ferskleik eins og þegar vér
vorum börn. Hvað miklu sern vér viljurn til kosta, hversu rík-
mannleg jól, sem vér reynum að lialda, stenzt sú hátíð engan sam-
jöfnuð við þá, er vér eitt sinn átturn í fátæklegri baðstofu við
lítið kertaljós.
Hvernig stendur á þessu?
Eflaust er ástæðan engin
önnur en sú, að þá kunn-
um vér betur að fagna
honum, sem jólaliátíðin er
lielguð. Þá trúðum vér í
einlægni á elsku hans og
mildi, og í birtu kertaljós-
anna sáum vér dýrð hans
og Ijóma. Vér trúðum á
komu hans, nálægð hans,
gæzku og gjafir. Þetta er
sama tilfinningin, sem
fyllti fjárhirðana og vitr-
ingana frá Austurlöndum
fögnuði. Ef HELGI jól-
anna nær ekki að lirífa
hugann og viljann, verma
sálina og göfga, þá eru
engin jól, þá sjáum vér
ekki framar stjörnu jóla-
konungsins tindra í bláu
heiði.
Það er ekki ástæða til
að fjölyrða um það, hvernig á því stendur að mönnunum daprast
stundum sýn á helgi jólanna, þegar árin færast yfir og ætla
mætti, að vizkan yrði meiri með vaxandi reynslu. Ef til vill er
Framhald á bls. 13