Íslendingur - 18.12.1958, Qupperneq 13
Fimintuflagui' 18. desember 1958
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1958
13
Alda: „Olíklegt, allir hafa verið í heyi.“
Ása: „Ég man þegar ég gekk til spurninga
fermingarvorið mitt, að þá sagði presturinn eitt
sinn, þegar verið var að tala um sunnudagshelg-
ina, sem hann mat auðvitað mikils, að engin
synd væri þó unnið væri á sunnudögum, þegar
mikið lægi við, svo sem að bjarga heyi undan
regni. Þá getur ekki heldur verið synd, þó rak-
aðar séu fokdreifar á sunnudegi. Þetta sagði hann
blessaður presturinn okkar, enda var hann enginn
bókstafstrúarmaður.“
Þá tók Alda til máls: „Stendur ekki líka í
biblíunni, að ef uxi rnanns eða asni falli í dý,
þá eigi maður að draga hann upp úr, þó helgur
dagur sé. Þetta er víst ekki alveg orðrétt, en þann-
ig mun meiningin vera.“
Bjössi: „Hvaða þvaður er þetta í ykkur, eins
cg það sé ekki alveg sama livað prestarnir segja
eða hvað stendur í biblíunni, og skammist þið
nú á fætur.“
Allir spruttu upp í einu. — Tohba litla tók
kaffikörfuna. „Verið þið nú sæl.“
„Skilaðu kveðju til mömmu með þakklæti fyrir
kaffið,“ kllaði Ása á eftir henni.
„Mundu, að gefa ungunum,“ kallaði Alda.
'Hún hugsaði alltaf um skepnurnar.
„Þarf ekki að minna mig á það,“ sagði Tobba
móðguð.
Skuggi vissi ekki hvort hann ætti að vera kyrr
eða fylgja Tobbu, en þegar hún kallaði á hann,
labbaði hann á eftir henni. Betra var að hafa hann
heima, þegar hún færi að sækja kýrnar. — Nú
hófst þriðja atrennan. Áfram var haldið að raka,
saxa og setja upp. — Eftir nokkra stund víkur
Alda sér að Ásu og segir: „Mér sýnist vera farið
að draga af þér, Ása. Nú verðum við að herða
okkur, svo að þetta komist af fyrir fjóstíma. Leið-
inlegt er að fara suður á engjar eftir kvöldmat.“
Svo þetta datt henni í hug, að hætta ekki þó
það gengi fram á nóttina.
Bjössi leit til sólarinnar, sem nú var að ganga
í vestrið. „Jú, ætli við höfum það ekki af fyrir
sólarlag. Láta mun nærri að tveir tímar séu til
sólseturs.“
Og dreifunum fækkaði, og bólstrarnir risu upp
hver af öðrum. — Nú kom hópur af ríðandi fólki
sunnan veginn. Bæjarhúar, sem farið höfðu í
skemmtiferð um morguninn, voru nú að halda
heimleiðis.
Rétt á eftir hópnum komu tveir ríðandi menn.
Það voru bóndinn og gesturinn. Þeir renndu aug-
unum niður á engið, og gesturinn segir:
„Nei, sjáðu vinur, heyið þitt er allt komið upp.
Svona er að eiga blessuð börnin,“ hætti hann við.
Sjálfur átti hann engin börn.
„Já, ég vissi að þau myndu fara í heyið, þó að
ég nefndi það ekki við þau áður en ég fór í morg-
un,“ svaraði bóndinn drýgindalega og ánægður
á svipinn.
Loks var síðasta fangið sett upp á síðasta hólst-
urinn. — Lengi dagsins höfðu kýrnar legið uppi
í brekkunum og notið sólarinnar. Nú voru þær
staðnar upp og mjökuðust hægt heim á leið með
júgrin hörð af mjólk. Þarna labbaði þá líka
Tohba litla með Skugga upp frá bænum til að
sækja þær.
Það stóð heima, að þegar kýrnar voru komnar
í fjósið, voru systkinin komin heim. Svo var
mjólkað.
Alda kallaði til Ásu og segir: „Meðan þú að-
skilur mjólkina, ætla ég að bera nokkrar fötur
af vatni í garðinn. Þar er allt að skrælna eftir
storminn í gær og hitann í dag.“
Já, svo Alda ætlaði að hera vatn í garðinn eft-
ir þennan erfiða dag. Það var ekki í fyrsta sinn,
að hún vökvaði garðinn eftir vinnutíma.
Svo var ungviðinu í garðinum gefið að drekka,
og fólkið snæddi kvöldverð. — Eftir það var far-
ið að liátta.
Nóttin breiddi húmblæju sína yfir byggðina,
og vaggaði innan stundar svefnþreyttum mann-
anna börnum inn í draumalöndin.
Dagurinn var liðinn. Sumardagur í sveit.
Draumamaðurlnn í ísrael
Framh. af 1. síðu.
það baráttan fyrir tilverunni, sem slævir nœm-
leika hugans. Sumir mundu segja: Trúarliæfileik-
inn minnkar í sama hlutfalli og gagnrýnigáfan
vex. I Ijósi hversdagslegrar skynsemi eru trúar-
brögðin ekki annað en œvintýri, sem hœfa börn-
um. Getur nokkur trúað slíku á þessari vísind-
anna öld?
í þessu efni er bezt að gera sér það strax Ijóst,
að þekking og skýnsemi, jafnvel lúnna fullorðnu,
nœr enn ekki ákaflega langt í því að ráða hinzta
leyndardóm tilverunnar. Engin skynsemi hefur
ennþá getað gert nokkra viðlilítandi grein fyrir
sköpunarverkinu. ef liætt er að trúa á guð. Þegar
sú trú deyr, hverfur öll sannarleg siðmenning.
Jafnvel efnisvísindin viðurkenna það, að liuld-
ir og ósýnilegir kraftar viðlialda hinni ytri ver-
old. En hefur ekki allt, sem kallast menning,
skapast á sania liátt af andlegri orku? Fyrir and-
legar skynjanir hafa skáld og snillingar prýtt
veröldina með listaverkum sínum og gert liana
þannig ánægjulegri fyrir alla. Og á sama hátt
hafa spámenn og spekingar skapað innviði allrar
siðmenningar. Ef þeirra hefði ekki notið, væri
mannlífið ekki annað en dýralíf, grimmúðug
barátta, eins og það var fyrir örófi alda og er
enn, þar sem Kristi er ekki trúað.
Hvaða skynsemi er þá í því fólgin að segja,
að Jesús hafi ekki verið annað en óraunsýnn
draumóramaður, ef auðvelt er að sýna fram á,
að það eru einmitt draumamennirnir, sem orðið
lmfa frelsarar heimsins!
Það mundi fœra oss nær sannleikanum að
spyrja hvar veröldin mundi vera stödd nú í dag,
ef Jesús hefði aldrei í heiminn komið.
Gœtum þess, að sérhver mikil og góð athöfn
var einu sinni draumur. Hið voldugasta tré var
einu sinni frækorn, fuglinn, sem flýgur með
fjaðrabliki liáa vegaleysu, ekki nema egg í
hreiðri. Á sama liátt eru draumarnir fræ veru-
lei/cans.
Draumurinn, sem þér er kær, hugsjónin, er
þú leiðir til liásætis í lijarta þínu, þetta eru stoð-
irnar, sem þú byggir líf þitt á, mynstrið, sem
ákveður livaða gerð lífsvefur þinn fær.
Það var draumamaðurinn í ísrael, sem bjarg-
aði bræðrum sínum. Og liafi Jesús fyrst og fremst
verið draumamaður var liann ekki minni fyrir
það heldur stærri, því að sá tími kemur, að
draumurinn verður að veruleika. Draumurinn
um dýrð Guðs föður, frið á jörð,
og föðurást á barnalijörð
var vissulega stærri, djarfari og fegurri, en
nokkurn mann á jörðu liafði áður dreymt. En
hvað hefur sprottið upp aj lionum? Hefur ekki
bókstajlega allt, sem göfugast er, hugþekkast og
yndislegast í menningu vorri vaxið upp af þess-
um draumi?
Mannúð, líkn og samhjálp, hugtök, sem naum-
ast voru til áður en Kristur kom fram, hafa verið
leidd til öndvegis í kristinni menningu. Hug-
myndin um jafnrétti og bræðralag allra manna
er sprottin af draumi Imns. Samtök fjölda þjóða
heiminum til bjargar, og stórkostleg hjálparstarf-
semi vegna bágstaddra þjóða, sem ekkert for-
dæmi á sér áður í mannkynssögunni, þetta er á-
vöxturinn af draumi lmns. Sérhver athöfn, sem
leiðir til fyrirgefningar og sátta, hvert friðarorð,
hver kœrleikshugsun er innblásin af honum, sem
jæddist á jólunum. Draumurinn, sem einu sinni
var frækorn fólgið í vitund hans og vilja, er nú
orðinn feiknastórt tré, er breiðir sitt lim yfir
löndin. Og það tré er ekki fullvaxið enn:
Sú kemur tíðin, að heiðingjalijörð
þar liælis sér leitar af gervallri jörð.
Þannig vinnur Kristur sitt endurlausrmrverk,
frelsar mannkynið af klafa grimmdarinnar. Sögu
lians er enn ekki lokið.
*
Jólunum mínum unni ég enn, orti skáldið Jórms
Hallgrímsson ekki löngu fyrir andlát sitt. Hvert
saklaust barn og hver hreinlijartaður maður ann
jólunum, fœðingarhátíð frelsarans, sem mest hef-
ur bjargað mannkyninu og enn á eftir að dreifa
með álirifamagni sínu óendanlegri blessun yfir
vora fáráðu veröld.
í jólasögunni er því meistaralega lýst, livernig
liimrmrnir opnast og dýrð Guðs Ijómar yfir jörð-
unni. Hvar sem Jesús fór, og hvar sem hans kenn-
ing er réttilega skilin, standa himnar Guðs opnir,
og Ijómi Imns lýsir veröld og vitund.
Jesús Kristur var sá, sejn kveikti þennan himn-
eska draum, í hugum mammnna, sem aldrei
gleymist. Mannkyninu hefur aldrei verið gefin
slœrri gjöf. Síðan hefur líf hans og kenning verið
mælikvarðinn á framför lieimsins. Þá horfir vel,
þegar miðar til þeirrar áttar, sem hann benti.
Um þá verður ávallt bjart, sem hugsa Jmns hugs-
anir. Þar verður gott að vera, sem boðorð hans
eru lmldin. Allt myrkur hverfur, ef vér höldum
áfram að horfa á stjörnuna hans, sem fegurst
leiftrar í bláu heiði.
Benjamín Kristjánsson.
Falleg; tnáherk
og* myndir
e? mesta heimilisprýðin
Vinsamlegast lítið inn og athugið,
hvort ekki er til eitthvað við yðar
smekk.
Raiiiniagerðiii,
Brekkugötu 7