Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1958, Side 12

Íslendingur - 18.12.1958, Side 12
12 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 19S8 Fimmtudagur 18. desember 1958 Endurminningar frá aldamótum eftir Ásu Nnmardagriir í sveit Engir tveir dagar eru eins. Sunnudagar í sveit ekki heldur. Hvíldar og helgidagar geta þeir ekki ætíð verið. — Samt reynir sveitafólkið að hvíla sig eða skemmta sér á sunnudögum, ef tækifæri eru til þess. Áður en bílarnir komu til sögunnar var oftast siður að fara eina skemmtiferð á sumri og þá auðvitað ríðandi. Líka var stundum farið til kirkju, sem þá var talið bæði til uppbyggingar og skemmtunar. Stundum var líka skotist til næstu bæja eða til berja, er sumri tók að halla. En svo gat einnig staðið á, að annað varð að sitja í fyrirrúmi, og af einum slíkum sunnu- degi er þessi frásaga: Óþurrkar höfðu gengið, svo mikið hey lá fyrir. Þetta var snemma í september. Svo kom þurrkur- inn, og á föstudag var allt heyið komið upp í bólstra. , Veðrið virtist einsýnt, svo ekkert var borið á bólstrana, enda átti að binda daginn eftir. Hestarnir voru sóttir snemma og bindingurinn liafinn, en þá Jivessti skyndilega af suðvestri, svo ekki varð við neitt ráðið. Heyið þyrlaðist út úr höndunum á fólkinu. Ekki var um annað að gera en hætta bindingnum. Fólkið kom heim, tekið var af hestunum og þeim sleppt. Svo rak hver stormhviðan aðra. Bólstrarnir slengdust á hliðina og út frá hverjum bólstri rnyndaðist dreif, sem smáþynntist eftir því sem stráin bárust lengra burtu. Þarna rann áin rétt hjá, og stórar flyksur af heyi bárust fram yfir árbakkann og nokkuð af því lenti í straumnum og hvarf með öllu. Þannig hélzt veðrið mestallan laugardaginn. Undir kvöldið fór að draga úr veðurhæðinni, og um nóttina lygndi alveg. Á bænum, sem hér um ræðir, hafði komið gest- ur á laugardagskvöldið, næturgestur. Hann álti heima í kaupstaðnum. Daginn eftir átti hann afmæli og vildi ekkert umstang gera í sambandi við það. Hann var góðkunningi bóndans á bænum, og nú mæltist hann til þess, að hann riði með sér eitthvað um sveitina daginn eftir, sér til skemmt- unar. Bóndanum fannst hann verða að gera þessa bón hans, og á sunnudagsmorguninn, er þeir höfðu matast, riðu þeir af stað. En hvað átti nú að gera við heyið? Kaupamaðurinn var þotinn á burtu. Það var nú eins og vant var með kaupafólkið, því fannst það vera laust allra mála á sunnudögum. í þessu tilfelli hafði maðurinn ekki heldur ver- ið beðinn að hjálpa til, svo að um það var ekki að sakast. En systkinunum á bænum fannst það ábyrgðar- hluti að láta heyið liggja þannig umhirðulaust fram yfir helgina. Aftur gat hvesst eða rignt, og þá var ekki spaug að ná upp dreifunum. Eftir nokkurt umtal réðst það svo, að þau tóku hrífurn- ar sínar eftir ,skattinn‘ og löbbuðu suður á engjð. Ekki var aðkoman skemmtileg. Hver einasti bólstur lá á hliðinni og dreifarnar um allt. Nærri lá að raka þyrfti upp allt svæðið. Nú var ekki um annað að gera en hefjast handa. Bjössi og Alda söxuðu 'upp heyið, en Ása fór að raka dreifarnar. Svo var farið fram fyrir bakkann og tekið það, sem þar lá og áin hafði ekki hirt. Lítið var talað en unnið af kappi. Tvísýnt hvort þetta hefðist af íyrir kvöldið. En yndislegt var veðrið, og fögur var sveitin. Fjallahringurinn blár og loftið léttskýjað. Þó verkið væri erfilt, var unun að renna augunum til fjallanna og láta hugann reika. Heyvinnan hafði þó það til síns ágætis, að ekki þurfti að binda hugann fast við hana, fannst Ásu. Hugsanirnar komu óhindraðar og sköpuðu orð og hugmyndir. Yerst var hvað þetta rann svo allt út í sandinn og gleymdist. Átti þau örlög að fæð- ast og deyja um leið. Aldrei tími til að festa neitt á blað. Festa á blað, en sú vitleysa! Eins og allir gengju ekki með þessa hugaróra. Slíkt yrði meiri þvættingurinn, ef farið væri að skrifa það niður. Svo voru líka kvæði, sem gott var að hafa yfir í huganum, því að aldrei var hægt að njóta kvæð- anna eins vel og læra þau. Þá fyrst var unnt að sjá og skynja með huga skáldsins, verða að fullu hluttakandi í efninu og andagiftinni. r Eftir því sem tíminn leið fór Asa að líta oftar á úrið, og þegar klukkan átti eftir 15 mín. í þrjú kallaði hún til hinna og sagði þeim, að nú væri hæfilegt að halda af stað heimleiðis í miðdegis- matinn. „Við Ijúkum fyrst við þessa dreif,“ sagði Alda. „Sjálfsagt“, sagði Bjössi. „Verst fyrir mömmu að bíða með matinn,“ andmælti Ása. Því var ekki svarað. Þegar dreifin var rökuð, bólsturinn kollaður og efstu föngunum þjappað vel niður, var haldið heim. Gott var að koma heim og fá góðan mat. Heitt kjöt og kartöflur í jafningi og þykkan mjólkur- graut með kanel og sykri og mjólk. Eigum við ekki að hvíla okkur svolítið,“ sagði Ása, er þau liöfðu matast. . „Ekki má það vera lengi, ef þetta á að hafast af,“ sagði Alda. „Eg fleygi mér hálftíma“, sagði Bjössi. „Þið íáðið hvað þið liggið lengi.“ Svo var legið hálf- tíma. — Móðir þeirra gekk með þeim út á hlað- ið. — Er nokkur leið að þið hafið þetta af fyrir kveldið“; sagði hún. „Við sjáum nú hvað setur,“ svarar Alda. „Eg sendi hana Tobbu litlu með kaffið til ykk- ar og verið þið nú sæl.“ „Vertu sæl, mamma.“ Svo hófst sami leikurinn á ný, leikur með strá, sem Kári hafði ætlað sér að hirða. Ekki borgaði sig að elta hvert strá, en mikið var rakað upp, og eftir því sem fúlgunum fjölgaði, sem rakað var upp á, kom í Ijós að tæplega hafði fokið eins mikið og leit út fyrir í fyrstu. Ása hélt áfram með sínar hugsmíðar, þær létu hana ekki í friði. — Svo fór að líða að kaffitíma. Ætli Tobba litla fari ekki að leggja af stað. Jú, þarna var hún að fara úr hlaði og Skuggi á hæl- unum á henni. En ósköp mjakaðist barnið hægt áfram. Nærri 20 mín. var hún á leiðinni, sem hægt var að ganga á 10—15 mín. Loksins kom hún sveitt og eldrauð og hafði tekið af sér skýluklútinn. „Lifandi skelfing er ég uppgefin að bera þetta allt í þessum steikjandi hita,“ sagði Tobba litla. „Þú ert nú líka svo feit og silaleg,“ sagði Bjössi og ætlaði að stríða henni. „Settu þig niður, Tobba mín, og hvíldu þig á meðan við drekkum kaffið,“ sagði Ása. „Eig- um við annars að drekka strax, eða ljúka fyrst við dreifina.“ „Við ljúkum við dreifina,“ sagði Alda, hún var alltaf ýtin við vinnuna. Verst að kaffið kólnar, hugsaði Ása. Þá þekkt- ust ekki hitageymar. Svo var lokið.við dreifina og síðan setzt niður sunnan undir bólstrinum. Angandi ilminn lagði úr heyinu. En livað gekk á fyrir hundinum? Ilann þeyttist af stað með gelti og urri, og eitthvað var það, sem hann elti. Fugl flögraði með jörðinni en gat ekki hafið sig til flugs. Vængbrotin lóa. Auðséð var, hvernig sá leikur mundi enda. „Skammastu þín, skammastu þín, Skuggi“, hrópuðu systurnar. En Skuggi lét sem hann heyrði ekki. En rétt þegar liann var að því kominn að hremma lóuna, hvarf hún eins og jörðin hefði gleypt hana. Hún hafði skriðið niður í skorning. Skuggi hnusaði í kring um staðinn, lagði svo niður skottið og kom til fólksins. Ása fór að taka upp úr körfunni. Tvær flöskur af kaffi og ein af mjólk. „Mamma bakaði handa ykkur lummur. Hún vonar að ykkur smakkist þær vel,“ sagði Tobba litla. Og þarna kom upp úr körfunni fullur disk- ur af sykruðum lummum. „Blessaðar lummur,“ sagði Bjössi. „Hvort viljið þið heldur mjólkina eða kaffið fyrst? spyr Ása. „Eg vil mjólkina fyrst,“ svarar-Bjössi. „Eg drekk mjólkina á eftir,“ svarar Alda. Svo voru allar flöskurnar tæmdar og lumm- urnar borðaðar. „Gerðu svo vel, Tobba mín, hér er ein lumma eftir handa þér, þú ferð ekki að bera hana heim,“ segir Ása. „Þakka þér fyrir, ég get víst bælt henni á mig, þó ég væri nú búin að fá minn skerf heima,“ segir Tobba. Alda tók sykurmola og kastaði lil Skugga. „Ertu að verðlauna hundinn vegna þess að hann drap ekki lóuna,“ segir Bjössi. „Hún hefði drepist hvort eð var, svona biluð í vængnum.“ „Getur verið, mér þótti samt vænt um að hún slapp,“ svarar Alda. Bjössi fleygði sér á bakið öðru megin við fúlguna og hvolfdi húfunni yfir andlitið. Alda lá á hliðinni og grúskaði niður í jörðina. Bjóst hún ef til vill við, að það spryttu blóm þarna upp úr mosanum? Ása sat kyrr og hallaði sér upp að bólstrinum. Unaðsleg kyrrð hvíldi yfir öllu og fyllti sál henn- ar frið og gleði. Allt í einu var þögnin rofin. Kýr baulaði yfir á bæjum. Svo heyrðist hundgá. Svo stutt var þarna yfir ána, að greina mátti fólkið, sem þar var að basla við heyin sín. Og vel sást kirkjan, þarna beint á móti, virðulegt guðshús, sem hæfði vel hinum fornfræga stað, sem ekki var unnt að hugsa sér án kirkjunnar. Ása segir: „Skyldi nokkurs staðar liafa verið messað í dag.“

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.