Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1958, Blaðsíða 5

Íslendingur - 18.12.1958, Blaðsíða 5
Fimmtuclagur 18. desember 1958 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1958 5 Ég hitti Billy árið, sem hann skyldi taka emb- ættispróf í læknisfræði. Ég varð þegar ástfangin í honum og hann í mér. Billy var hávaxinn og renglulegur, hafði skær, brún augu, var freknóttur og klæddur slitnum tveedjakka. Hann var fátækur og lét það ekki á sig fá. „Ég á ekki grænan eyri,“ sagði hann, „og ég ætla að verða skurðlæknir. Það tekur mörg ár.“ „Ekki að hafa áhyggjur af peningaleysi,“ sagði ég og féll í faðm hans. „Það skiptir ekki ináli.“ „Þú átt ekki heilbrigða skynsemi fyrir tvo aura,“ sagði Billy. „Við höfum hvorki peninga né fyrirhyggju og látum það í léttu rúmi liggja.“ Við vorum ástfangin og giftumst. Hjá því varð ekki komizt. Það er óþarfi að segja, að engir væri „Þú vilt elclci hafa mig hér vegna þess að útlit mitt er verra en áður,“ sagði ég og fór að kjökra. „Ég hef kvænzt stúlku, sem er eitthvað undar- leg,“ sagði Billy og þrýsti mér að sér. Þegar jólin nálguðust kom dálítil heimþrá í mig. Jólin heima höfðu ætíð verið yndisleg. Margir gestir komu og margir gamlir jólasiðir voru í heiðri hafðir. Ég gætti þess að Billy yrði ekki var við heimþrá mína. En skyndilega skaut pabha upp í Cleveland undir því yfirskyni, að hann væri þar í verzlunarerindum. Pabbi bauð okkur að koma heim með sér. Billy varð hrifinn og játaði tilboðinu. Eg var næstum búin að gleyma því, hvernig var að sitja við borð með snjóhvítum damask- dúk á, hafa munnþurrkur og lifandi ljós, og stór- an kalkún framreiddan. Eldurinn skíðlogaði á „Við verðum hér og noturn peningana til nauð- synlegra hluta.“ „Nei, það gerum við ekki,“ mælti Billy- „Þú og Mick farið heim. Það eiga foreldrar þínir skilið.“ „Fara frá þér? Aldrei, aldrei,“ sagði ég. Við þrættum um þetta heila klukkustund. Ég sigraði. Og svo fór að við fórum öll. En við keyptum ódýrt far, vorum í sameiginlegum vagni. Það vissi ég að föður mínum myndi líka illa að láta barnabarn sitt ferðast eins og fátækling. Áð- ur en við komum að brautarpallinum gengum við inn í fyrsta flokks klefa og komum út þaðan. Það var dásamlegt að vera komin heim aftur. Mary systir mín var nýtrúlofuð, og pabbi og mamma héldu mannmargt samkvæmi fyrir hin nýtrúlofuðu í klúbbnum. Við Billy dönsuðum án Margaret Cousins: Hjortfl þitt tr htimili mitt þessari giftingu andvígir. Ég þótti of ung, og of langt yrði að bíða þess að Billy lyki framhalds- námi. Pabbi var liinn reiðasti, og kvaðst hafa eytt of miklum peningum til þess að mennta mig, sem væri bæði vanþakklát og illa gefin. Mömmu féll það illa, að brúðkaup okkar var ekki áberandi. Eini ættinginn, sem Billy átti var Helen föðursystir hans. Hún hafði alið hann upp. Helen hélt því fram, að Billy liefði ekki átt að gifta sig fyrr en hann hefði efni á að sjá fjöl- skyldu farborða. Þegar Billy hafði lokið embættisprófinu fór- um við heim til foreldra minna og dvöldum þar eina viku, áður en við færum til Cleveland. En þar ætlaði Billy að stunda framhaldsnám. Billy var afar hrifinn af húsi foreldra minna. Húsið var stórt, en gamalt. í því voru mörg herbergi, mikið af húsgögnum, bókum og myndum. Blóm eru ætíð hvarvetna í húsinu og ilmur af góðum mat. Vinir og kunningjar koma margir daglega og er vel tekið á móti þeim. Billy sagði: „Ég hef samvizkubit af því að fara með þig frá öllu þessu.“ Er til Cleveland kom var Billy látinn búa í sjúkrahúsinu. Við leigðum þá herbergi með hús- gögnum handa mér. Ég sá Billy einungis annan hvorn dag, og leiddist að vera ein. Kaup Billy var því miður afar lítið. Við kom- umst ekki hjá því að eyða af peningum þeim, er okkur höfðu áskotnazt í brúðkaupinu. Svo varð ég þess fullviss, að ég var barnshafandi. Mick var ekki langt undan landi. Er þetta fréttist heim, var þess krafizt, að ég færi til foreldranna og dveldi hjá þeim þar til ég liefði fætt barnið. „Ég álít að það sé bezt að þú farir heim,“ sagði Billy. „Mér þykir vænt um að þú getur dvalið á stað, þar sem allt er fyrir þig gert, og þér mun líða ágætlega.“ „Fara frá þér?“ sagði ég. „Ertu genginn af vit- inu?“ „Viltu ekki fara?“ spurði Billy. „Það er heimskulegt.“ arninum. Það var dýrðlegt að vera heima um jólin. Mick fæddist á nýársnótt. Billy ætlaði að rifna af gleði og monti. Hann komst ekki hjá því að fara aftur til sjúkrahússins þegar eftir nýár. Ég fór á eftir hon- um er ég hafði náð mér eftir barnsfæðinguna. Pabbi var því mjög mótfallinn að ég færi með dótturson lians af heimilinu. En ég fór eigi að síður. Billy hafði fengið ofurlitla launahækkun vegna þess að hann var nú fastráðinn kandidat. Við flultum í eins herbergis íbúð og fylgdi því lítið eldhús. Þar gat ég haft afdrep með Mick. Við vorum illa stödd fjárhagslega. Billy skrif- aði þá föðursystur sinni og bað hana um ofur- lítið lán. Hún svaraði með þessum orðum: „Það fór eins og mig grunaði. Hvað sagði ég?“ Hún átti við það að engum eyri væri vert að hætta í fyrir- tækið Billy og mig. „Hún er gömul norn,“ mælti ég. „Hún hefir aldrei haft mikið dálæti á börn- um,“ sagði Billy. Billy seldi blóðbankanum blóð. Ég komst að því og varð hin versta. „Ef þú gerir þetta aftur, fer ég frá þér,“ hrópaði ég. Hann sagði: „Vertu svo góð að segja mér, hvenær þú ferð. Ég ætla að fara með þér.“ Svo hlógum við. Billy var svo heppinn að fá vinnu í efnarann- sóknarstofu sjúkrahússins alla frídaga sína. Það bætti fjárhaginn dálítið. En það hafði það í för með sér, að ég sá hann næstum aldrei. Þegar við hittumst föðmuðumst við og studd- umst hvort við annað eins og börn í fellibyl Færi ég til dæmis fram í eldhúsið til þess að sækja pelann hans Mick, kom Billy á eftir, þótt þar væri tæplega rúm fyrir okkur bæði. Svo nálguðust jólin aftur. Mamma skrifaði og sagði, að okkur bæri að koma heim og halda upp á afmæli Mick. „Ég sendi tékka. Engar mótbár- ur,“ sagði hún í bréfinu. „Það er jólagjöf,“ sagði hún. afláts. Við höfðum ekki dansað í langa herrans tíð. Allir sögðu að útlit rnitt væri prýðilegt. Áður en snjórinn var bráðnaður var Billy kall- aður í herinn. í fyrstu fylgdumst við, ég og Mick, með honum til ýmissa staða, og bjuggum í alls konar herbergjum, þ. e. a. s. við leigðum herbergi með húsgögnum til þess að geta verið saman við og við. Billy var óánægður yfir því að ég flækt- ist þannig og vildi að ég færi heim. En ég var því mótfallin. Hann mælti: „Ég áleit að þú værir stúlka, en ekki asni, þegar ég kvæntist þér.“ Hann var ör- væntingarfullur og vildi ákafur að ég færi lieim. „Ætli þú getir kysst asna?“ sagði ég. Og því neitaði Billy. Þá kom skipun um, að Billy ætti að fara til Kóreu. „Ef til vill get ég farið með þér,“ mælti ég til þess að hressa hann. „Ég gæti orðið stríðsfrétta- ritari.“ „Viltu nú fara heim til foreldra þinna, elskan mín?“ spurði hann. »Ég mun hugsa um það,“ sagði ég. Daginn sem hann fór tókst mér að vera stillt, þar til lestin fór að hreyfast. Billy stóð við klefa- gluggann. Mér leið eins og búið væri að skera sundur slagæðina og mér væri að blæða út. Ég liljóp fram með lestinni með Mick í fanginu, og reyndi að brosa til Billy. „Hæ,“ hrópaði ég. „Þú gleymir dálitlu, sem þú hefðir átt að fara með.“ „Hvað var það?“ hrópaði hann undrandi. „Ég,“ hóstaði ég bg átti erfitt um mál. Það var gott að lestin jók hraðann, þar sem ég varð mjög sorgmædd og fór að gráta. Mick liá- skeldi. Fátt fleira man ég. Hjúkrunarkona frá hernum náði í sjúkravagn. Mér var ekið í sjúkra- hús og hringt til pabba og mömmu. Ég hafði fengið lungnabólgu og Mick fékk mislinga. Það leið langur tími þar til okkur var batnað og leyft að fara heim. Billy var næstum tvö ár í Kóreu. Mig vantaði ekkert. Ég bjó við allsnægtir og ástúð. En hið eina, sem ég hugsaði um var litla lélega íbúðin í

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.