Íslendingur - 18.12.1958, Qupperneq 18
18
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1958
Fimmtudagur 18. desember 1953
Öru á Ntcðja:
Skammdegisskuggar
Væri ég spurður, hvenær ég hefði komist í
mesta þrekraun á ævinni, myndi ég svara á þessa
leið:
Mesta tvísýn á lífi mínu komst ég í fyrir á að
gizka 23 árum. Ætla ég nú að rifja það upp í
stórum dráttum, sem enn er mér í fersku minni.
Það var skömmu fyrir jól, að ég þurfti að
skreppa til Akureyrar héðan frá Steðja, og var
það því í svartasta skammdeginu. Leiðin er sem
næst 35—36 km. fram og aftur, og óx mér ekki í
augum að fara íótgangandi, enda var gangfæri
allgott, þótt nokkur snjór væri á jörð.
Ég lagði af stað tímanlega dags í harðsperr-
ingsveðri á suðvestan. Frost var talsvert, og skaf-
renningur, og ekki all-dimmt til lofts. Átti ég
undan veðri að sækja um sinn og sóttist ferðin vel,
því víðast hvar var snjór ekki til fyrirstöðu á
brautinni.
Þegar ég kom austur fyrir Moldhaugahálsinn
fékk ég mótblástur í fangið, sem þreytti mig
nokkuð, en kom þó ekki að sök, og hélt ég til
Akureyrar í einum áfanga, og var þá hinn bratt-
asti.
Þegar þangað kom hraðaði ég mér að ljúka
erindum mínum, sem ekki munu hafa verið marg-
hrotin, og skeytti ekkert um að fá mér hressingu.
Var líka í þann tíma heldur fáséður gestur þar;
framandi og fátækur kotbóndi, er fáa eða enga
kunningja átti, eða viðtalendur, nema helzt kaup-
manninn, og svo skrifstofuþjón Kaupfélagsins,
sem fjárhirzlunnar gætti og maður neyddist til
að hitta að máli, væri nokkur von um fáeinna
króna innieign í viðskiptareikningnum fyrir jólin.
F.lla var engrar miskunnar að vænta hjá Magnúsi
þeim, og mátti maður drepast úr hungri og klæð-
leysi þess vegna. Var þá þrautaráðið að leita til
kaupmannsins, sem var vís til að bæta úr brýnustu
þörfunum, án þess að einblína á reikninginn, sem
stundum kann þá að hafa verið orðinn heldur
óhagstæður.
Þetta var mín reynsla í þá daga. Ég varð að
spara í það ýtrasta, og því kom ekki til mála að
ég eyddi einni krónu til að fá mér hressingu þetta
sinn. Mér var það ríkast í hug að fá eitthvað
smávegis til heimilisins og drífa mig svo tafar-
laust af stað. Ég hafði sterkan hug á því að kom-
ast vestur fyrir Moldhaugaháls í björtu, því eftir
það þóttist ég nokkuð viss með að rata heim,
hvað sem tautaði.
Svo lagði ég af stað með pokasnigil á bakinu
og var hann fráleitt þyngri en um 8 kg. og inni-
haldið eitthvað smálegt til jólanna.
Ég hljóp lengst af við fót út Kræklingahlíðina,
og hafði veðrið á vinstri hlið, sem þeytti mjall-
rokum án afláts ofan af heiðarbungunum.
Þegar ég kom vestur fyrir Moldhaugahálsinn
fékk ég veðrið í fangið með endurnýjuðum krafti,
svo hatrammt, að ég mátti hafa mig allan við að
hrökklazt ekki út af snjóbrautinni, svo var veðrið
strangt, en ofanhríð ekki meiri en svo að stöku
sinnum rofaði til lofts.
Svona þumlungaðist ég áfram, unz ég komst
íyrir ofan Laugaland. Var ég þá nokkuð farinn
að slæpast, enda búinn að ganga um daginn yfir
30 km. leið, án þess að bragða vott eða þurrt.
Flaug mér þá í hug að leggja lykkju á leið mína
heim að Laugalandi og fá þar hressingu ef svo
vildi verkast, enda var enn albjart af degi og
hlaut mér að vera óhætt að staldra þar við svo
sem hálfa klukkustund, án þess að eiga á hættu
að lenda í náttmyrkri. Ég var lítt kunnugur þarna
í þenna tíma, en gat gert mér til erindis að spyrja
eftir blaða- og bréfapósti, því bréfhirðing var þá
á Laugalandi, og gat ég búist við að eiga þar
blað og bréf. Greiddi ég svo ferð niður túnið og
barði að dyrum. Ut kom húsmaður þarna, nú lát-
inn. Eg spurði hann um póst, hvort ég myndi eiga
þar blað eða bréf. Maðurinn hvarf inn og dvaldi
\nni stundarkorn, er mér fannst langt, þar sem ég
stóð fannbarinn við dyrnar. Loksins kom hann
fram og var tómhentur. Ekki bauð hann mér inn
og kvaddi ég hann þegar, sá eftir þessu flani og
þóttist ósvinnur orðið hafa. Hafði heldur sett að
mér meðan ég stóð við dyrnar og ég bví öllu verr
settur til framhalds ferðinni en áður.
Hélt ég nú skáhallt upp á brautina. Veðrið
lægði ekki, en fór heldur harðnandi með kvöld-
inu, virtist mér, eftir því sem ég slæptist meira.
Ég fann, að ég var ekki nógu vel klæddur í þessu
fárviðri þegar til lengdar lét. Var þó sæmilega
búinn til göngu í hríðarlausu frostviðri. Nú var
sem veðrið hefði víðast berskjaldaðan höggstað
á mér, ekki sízt á úlnliðunum, svo kuldinn mein-
tók mig og varð mér bölvaldur hinn mesti, og því
meiri sem tíminn leið.
Nú barðist ég móti veðrinu, sem gaf mér eng-
in grið. Varð mér margoft á að snúa við undan
því til þess að geta dregið andann til fulls. Svona
gekk það fulla bæjarleið, suður fyrir Krossa-
staði. Var þá sem óðast tekið að dimma af nóttu.
Átti ég þá ófarna um % klst. leið, væri hvorki
veður né færð til fyrirstöðu.
Um þessar mundir fann ég viðnámsþrótt minn
lamast mjög. Ég varð máttlítill og undarlegur.
Mér var orðið illt af kulda og hungri. Mér flaug
í hug, að ráðlegast myndi vera úr því sem komið
var að snúa við og fara út og upp að Krossastöð-
um. En hvorttveggja var að ég hafði staðráðið
að komast heim um kvöldið og þótti löðurmann-
legt að leita hælis hjá ókunnugu fólki svo stutt
frá heimili mínu, og í þriðja lagi fann ég mig
lítt færari að komast upp að Krossastöðum, en
mjakast í áttina heim. — Svona var nú komið
fyrir mér.
Ég lét fallast niður á snjóbrautina, snéri baki
í veðrið og húkti þannig um stund. Náttmyrkurs-
hríð löðrungaði mig og ég var hart nær örmagna.
------Þetta mátti ekki! Áfram! Heim! Ég brölti
á fætur með pokaskjattann og baksaði áfram,
unz ég varð að fleygja mér niður aftur. Svona
gekk það hvað eftir annað og þýðir ekki að fjöl-
yrða um það. Að lokum komst ég suður undir
Kiðalækjarhæð. Þar var ef til vill örlítið afdrep
fyrir hríðinni og var þó varla hægt að finna það.
Þá fannst mér þrek mitt með öllu þorrið og ég
verða að láta þar fyrir berast. Mér fannst ég
vera að gegnfrjósa. Meðan ég húkti þarna fór
ég alvarlega að hugsa um viðhorfið. Það var
orðið skuggalegt.
Undarleg örlög, ef ég á að enda ævina hérna á
veginum, skammt frá hreysi mínu, deyja fyrir-
varalaust frá konu og þrem kornungum börnum.
Það hefðiv erið sök sér ef hríð hefði verið órat-
andi og ég villtur. En það var öðru nær. Ég vissi
glöggt hvar ég var staddur: fá hundruð faðma frá
Steðja og segja mátti, að ekki vantaði nema
herzlumuninn, að komast heim og sigra. Getur
það verið vilji guðs, að láta mig krókna hér úr
kulda og hungri rétt fyrir jólin? — Nei! — Hann
treinir mér styrk til að komast heim í jarðneska
skýlið. Það leggst of lítið fyrir kappann ef ég
lognast hérna út af, jafnvel þótt ærið kalt blási
nú móti mér. Ég verð að sigra þó að óvænlega
horfi.
Mér fannst einhver neisti glæðast í brjósti
mínu, sem hafði þau áhrif að ég gat enn brölt á
fætur og mjakast áfram með smáhvíldum unz
ég komst suður að hólbrekkunni háu og bröttu
neðan við gamla Steðjabæinn. Þar beið ég við
um stund. Eftir var aðeins síðasti áfanginn, að
skríða á hnjám og höndum upp brekkuna sunnan
við bæjarlækinn, því mér var óstætt í brekkunni
sökum vanmegnis og svo vegna veðurofsans og
harðfennis. Svo tók ég pokann og hélt um op hans
með hægri hendi, lét hann dragast með jörðinni
og skreið svona með mörgum smá-hvíldum upp
brekkuna. Loksins komst ég upp á há-hólinn og
að bæjardyrunum. Þá brölti ég á fætur og lét
íallast á hurðina. Hún hrökk upp í sama bili.
Einhvern veginn gat ég komið henni að stöfuro
og hleypt loku fyrir hana. Síðan slangraði ég
inn göngin og inn á baðstofugólfið. Ljós var inni,
konan mín búin við fjósverkin, og krakkarnir í
svefni. Varð henni allbilt við komu mína, því
líkari var ég skrímsli en manni, albrynjaður snjó,
mállaus með öllu af munnherkjum og nærri
dauður úr kulda.
Ekki leið á löngu þangað til ég komst í rúm og
var dúðaður í fötum, sem unnt var. Litlu síðar
fékk ég megnan skjálfta, sem stóð lengi yfir. —
Að síðustu jafnaði ég mig og sofnaði, enda var
ég þá orðinn hvíldarþurfi.
Daginn eftir fór ég á fætur að venju, án þess
að kenna mér mikils meins, nema eitthvað var
ég slappur og ringlaður þann dag, en jafnaði mig
þegar frá leið. Þó er vafamál að ég hafi fyllilega
náð mér nokkru sinni eftir hrakför þessa, því að
jafnan síðan fannst mér viðnámsþrek mitt gegn
illviðri minna en áður.
NÝTT - NÝTT
Dömutreflar
gullfallegir, kr. 58.00.
Kjólabelti
Nýjasta tízka, margir litir.
Skyrtumöppur
Bindamöppur
fyrir herra. Falleg gjöf.
Herrahanzkar
margar tegundir.
Klæðaverzlun
Sig. Guðmundssonar