Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1958, Qupperneq 6

Íslendingur - 18.12.1958, Qupperneq 6
6 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1958 Fimmtudagur 18. desember 1958 Cleveland. Þar hafði mér liðið dásamlega þegar Billy kom blístrandi upp stigann og inn til mín. En allt tekur enda. Einn góðan veðurdag kom Billy heim til foreldra minna til þess að sækja mig og Mick. Hann var mjög magur og fölur í andliti. Fáein grá hár voru við gagnaugun. En h.ann var ósærður og við góða heilsu. Mick var hálf feiminn við hann. „Það lagast,“ sagði ég. „Hvenær förum við?“ „Á mánudag,“ svaraði Billy. „Ég hef fengið atvinnu í skurðlækningadeildinni í sjúkrahúsinu í Boston.“ „Almáttugur,“ sagði mamma, er hún heyrði þetta. „Og nú hefðum við öll átt að vera saman um jólin.“ „Það er staða handa þér hérna á Strand sjúkra- húsinu,“ sagði pabbi. „Ég hef talað við yfirlækn- inn.“ „Eg er þér mjög þakklátur fyrir það,“ mælti Billy. „En ég vil vera skurðlæknir, og ég á að taka við hinni nýju stöðu minni á mánudag.“ Það var óveður í aðsigi. Ég flýtti mér að grípa í Billy og bað hann að koma samstundis upp með mér og búa um farangurinn. Hann varð við til- mælum mínum. Er til Boston kom fór Billy þegar að vinna. En ég fór út til þess að útvega húsnæði. Þótt fjár- hagur okkar væri betri nú en áður, þurftum við að fara gætilega með peningana. Við fengum kjallaraíbúð í stóru, rauðu múrsteinshúsi. Ég gat séð fæturna á fólki, sem gekk eftir gangstétt- inni gegnum glugga íbúðarinnar. Ryk barst inn til okkar í gegnum allar rifur og sprungur, dyr og glugga. Það stóð á sama, hve mikið ég þvoði og skúraði, allt var orðið kámugt að klukkustund liðinni. Mig hafði ekki dreymt um að til væru þvílíkar íbúðir. En Billy kom heim á hverju kvöldi. Ég vildi ekki skipta á kjallaraíbúðinni og glæsilegri í- ]júð, sem Billy hefði sjaldan haft tækifæri til að koma í. Þarna bjuggum við í tvö ár. Svo varð lærdóms- tíma Billy lokið. Hann var orðinn útlærður skurðlæknir, og gat fengið aðstoðarlæknisstöðu í New York. Pabbi var næstum sprunginn í loft upp er hann frétti að Billy ætlaði þangað. Hann var búinn að undirbúa það, að Billy fengi góða stöðu við Strand sjúkrabúsið. En það kom á dag- inn að Billy hafði eins mikinn viljastyrk og pabbi. Billy þótti nú tími til þess kominn að við fengj- um reglulegt heimili. Hugmynd mín um, hvernig reglulegt eða sómasamlegt heimili ætti að vera var bundin við heimili foreldra minna. Það var stórt og rúmgott með hvítum súlum framan við útidyrnar og þrem baðherbergjum. Við keyptum lítið raðhús í nýju hverfi. Það var alger eftirmynd fimmtíu annarra lítilla rað- húsa. Á öllum húsunum var stór „útsýnisgluggi“. í mínum augum voru byggingar þessar ekkert meistarastykki byggingalistarinnar. En Billy var mjög hrifinn af þeim. Þegar jólin nálguðust lýsti Billy yfir því, að við hefðum ekki ráð á því að fara heim til for- eldra minna um jólin. Afborganir af húsinu og bílnum höfðu grynnt í pyngjunni. Þetta var vit- urleg ákvörðun. En einhverra hluta vegna þráði ég að komast heim að þessu sinni. Nú gat ég not- ið lífsins. Mér þótti ég afar einmana á þessum stað, þar sem ég þekkti ekki fólkið. Mér leið ekki vel. Þetta var asnalegt. Ég komst ekki í jóla- skap. Billy veitti því ekki athygli, hve döpur ég var, hann var önnum kafinn við jólaundirbún- inginn. Á Þorláksdag kom pósturinn með stóran bögg- ul með nafni Billys á og heimilisfangi. Ég vissi ekki hvað þetta var og gramdist það. Svo kom að- fangadagur jóla og jólanóttin. Það var ekki gaman að borða miðdegisverð- inn vegna þess að Mick var illt í maganum. En það var vegna þess að hann hafði borðað of margar smákökur og jólasælgæti. Hann fékk jóla- gjafir. En við urðum að hátta hann innan skamms. Eftir það gátum við Billy ekki komist í gott jólaskap. Hann gaf mér indælar gjafir, og ég hafði keypt eitthvað handa honum. En jóla- stemningin var farin. Að lokum mundi ég eftir hinum leyndardóms- fulla pakka, og spurði hvað í honum væri. Þá brosti Billy og rnælti: „Það er gjöf til Mick.“ „Það á að standa til taks snemma í fyrramál- ið. Hann getur þá leikið sér að því allan daginn.“ Að svo mæltu sótti Billy pakkann út í bílskúrinn og reif umbúðirnar af honum. Það var rafmagnslest og allt sem henni til- heyrði. Járnbrautarteinar, brýr, þorp, flutnings- iest og stöðvar með farþegum. Ég horfði á þetta og gapti af undrun, og Billy aðgætti það með aug- um, sem ljómuðu af aðdáun. Ég leit á hendur Billy, litlar skurðlæknishendur. Þær voru ekki . sterklegar, og virtust tæplega geta lyft þyngri verkfærum en skurðlækningatækjunum. Hann tók meira og meira úr pakkanum. Hann reyndi að setja eitthvað af hlutunum saman, en tókst það ekki. Þegar hann liafði tekið allt úr pakkanum fór hann í alvöru að kynna sér hlutina. Hann vann þegjandi að samsetningu þeirra. Ég sá svitann á enni hans. Er ég hafði horft á hann vinna í klukkustund gat ég ekki þagað lengur og mælti: „Ef þetta er of flókið fyrir þig, hlýtur það að vera Mick ofvaxið.“ Billy leit út eins og ég hefði barið hann. „Hvað áttu við?“ spurði hann. „Mick er of lítill til að skilja þetta. Það getur hver kjáni skilið,“ sagði ég. Billy brá dálítið er ég sagði kjáni, en þagði. Hann hélt áfram að kynna sér alla hlutina: skrúf- ur, teina og allt annað. Klukkan tólf var ég orðin afar óþolinmóð. Ég mælti: „Fyrir peningana, sem þú greiddir fyrir allt þetta dót, hefðum við getað farið heim og haldið raunveruleg jól.“ Billy snerist á hæli, horfði á mig með svip, sem ég aldrei hafði á honum séð. „Jæja, þannig hugs- ar þú,“ sagði hann. „Já,“ svaraði ég. Við reiddumst bæði, og hrópuðum svo hátt, að það hefði getað heyrzt í öllum fimmtíu raðhús- unum. Að lokum fór ég inn í svefnherbergið og skellti hurðinni að stöfum. Ég var svo þreytt að mér þótti sem ég gæti dá- ið. Ég grét svo ég gat ekki sofnað. Ég heyrði að Billy var í dagstofunni að fást við dótið. Klukkan var orðin þrjú, er hann kom inn í svefnherbergið. Hann kveikti ekki ljós, en af- klæddi sig í myrkrinu. Hann fór í rúm sitt án þess að kyssa mig og bjóða mér góða nótt. Ég var svo reið að ég myndi hafa getað bitið sundur nagla. En svo fór ég að hlusta eftir andar- drætti Billy. Ég heyrði ekki að hann drægi and- ann. Ég fór að hugsa um, hvernig ævi mín yrði, ef Billy hætti að anda. Þessi hugsun var svo hræðileg, að mér þótti sem ég mundi deyja. Innan stundar átti ég enga heitari ósk en þá að skríða yfir til Billy og biðja liann fyrirgefningar. En heimskulegt stærilæti kom í veg fyrir það. Þá heyrði ég nokkuð sérkennilegt frá rúmi Billy. Það var eins og stuna frá litlu særðu dýri, sem barmaði sér. A augabragði var ég komin yfir til hans. Hann lá kyrr og starði upp í loftið. Hann var afar niðurbeygður. „Láttu mig fá rúm,“ sagði ég. Hann færði sig til • þegjandi, og ég settist á rúmstokkinn, og lagði armana um hann og lagði kinnina að vanga hans. Andlit hans var vott. „Billy,“ hvíslaði ég. „Hvað er um að vera? Ertu veikur?“ „Ég gat ekki komið þessu í lag. Ekki komið lestinni af stað. Hér er ég að reyna að búa til heimili handa Mick og þér, en get ekkert. Eg er ómögulegur.“ „Talaðu ekki svona voðalega, vinur minn.“ Hann mælti: „Ég ligg hér og tárast eins og krakki. Hvernig geturðu búið við þetta? Þú fórst frá góðu heimili mín vegna og ég get ekkert gef- ið þér í staðinn. Ég veit ekki hvernig þetta endar.“ Þetta gaf mér skilning á manninum mínum, sem aldrei hafði átt heimili. Mér kom bernska og a,ska Billy til hugar. Hann ólst upp hjá þyrkings- legri frænku, er var ströng og aldrei gaf litla drengnum svo mikið sem „íspinna“, hvað þá rafmagnslest. „Mér er Ijóst, að þig langaði til þess að fara heim um jólin,“ sagði Billy. „Ég er heima,“ mælti ég. — Billy sagði: „Ég veit að þetta er einungis lítilfjörlegt heimili.“ — „Þú ert heimili mitt,“ sagði ég. Billy horfði á mig. Augun voru djúp sem brunnar. „Hvaða máli skipta veggir, þak og hús- gögn?“ sagði ég æst. „Ég er reiðubúin að fylgja þér berfætt yfir fjöll og dali og búa hjá þér hvar sem vera vill. Þetta veiztu.“ Billy hugsaði málið og mælti: „Ég hef ætíð álitið, að ég ætti ekkert heimili.“ — „Það er ekk- ert heimili eins yndislegt og hjarta ástarinnar,“ sagði ég „og það heimili hefurðu átt í mörg ár eins og ég“. — „Billy brosti í myrkrinu: „Eg hef ætíð sagt, að þú værir dálítið undarleg,“ mælti hann. -— Við sváfum fram á dag morguninn eftir. Sólargeislarnir dönsuðu fjörlega gegnurn rimla- skýlurnar, er Billy þaut á fætur. „Ég verð að fara inn í stofuna og koma þessu saman, áður en Mick vaknar,“ stundi liann. — „Ég mun hjálpa þér.“ 1 þessu bili heyrðum við hávaða í setustofunni. Litlar rafklukkur hringdu og lítil hjól runnu yfir teinana. „Almáttugur,“ hrópaði Billy. „Það hef- ur gerst kraftaverk.“ — Við vorum næstum dottin hvort um annað vegna áhugans fyrir því að kom- ast inn í stofuna. Mick sat hrifinn á gólfinu og sagði: „Sjáið, sjáið þetta, þegar vörulestin fór fram hjá farþegalestinni.“ — Billy starði á það, sem var að gerast. Hann mælti eftir nokkra þögn: „Var það í gangi, er þú komst hérna inn?“. •— „Nei“, svaraði Miclc. „Ég setti það í gang.“ 1— „Hvernig?“ spurði Billy. — Mick gekk að veggn- um og snéri rofa. Lestirnar hægðu ferðina og námu svo staðar. „Þannig sagði Mick. — „Það er straumurinn, sem setur þær í gang,“ sagði ég. „Það þarf að nota rafmagn við rafmagnslestir.“ Billy og Mick voru lagstir niður á gólf og veittu fyndni minni ekki alhygli. Þeir höfðu ekki áhuga fyrir öðru en þessu dóti. — Ég gekk út að glugg- anum. Unga parið í næsta húsi stóð við gluggann sinn og horfði yfir til okkar. Maðurinn horfði á litlu lestina með þrá í augum. Ég gaf þeim ósjálf- rátt merki um að koma yfir til olckar. Tveim mín- útum síðar komu þau með litla drenginn, sem var á aldur við Mick. — Hjónin hétu Smith, og höfðu lengi þráð að tala við okkur. Stóru og litlu dreng- irnir fóru þegar að leika sér á gólfinu.. Þetta voru skemmilegustu jólin, sem ég hafði nokkru sinni lifað. Jóh. Scheving, þýddi.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.