Íslendingur - 02.12.1976, Qupperneq 4
KFUIM á Akureyri
varð 25 ára i gær
Málverkasýning
Aðalsteins Vestmann
verður opnuð í Iðnskólahúsinu föstudaginn 3. des.
Id. 20.30. — Opið laugardag 4. des. og sunnudag
5. des. frá kl. 2 — 22.
Þann 1. desember 1951, var
KFUM á Akureyri formlega
stofnað af 45 stofnfélögum, 20
í eldri deildunum og 25 í yngri
deild. Aðdragandi þessarar fé-
lagsstofnunar var sá, að árið
1946 réðst Björgvin Jörgens-
son, sem kennari til Barna-
skóla Akureyrar. Björgvin
var kunnugur starfi KFUM í
Reykjavík, og hafði m. a. ver-
ið samstarfsmaður sr. Frið-
riks Friðrikssonar bæði í Rvík
og sumarbúðunum í Vatna-
skógi. Fljótt eftir komuna í
bæinn, hóf Björgvin starf
meðal ungra drengja. Ekki
var hér um formlega félags-
starfsemi að ræða, en funda-
formið var hið sama og í
KFUM. Þessi óformlega félags
starfsemi varð vinsæl meðal
ungra drengja og óx starfið
markvisst. Var þá talið, að
brátt myndi grundvöllur fyrir
því að stofna KFUM, og var
það svo gert eins og áður sagði
1. desember 1951. Síðan hefur
félagið haldið uppi starfsemi
í 3 deildum, Yngri deild, Ungl
inga deild og Aðál deild.
Fljótt eftir félagsstofnun-
ina, var farið að ræða um sum
arstarf. Var í fyrstu farið í úti
legur öðru hvoru, en ekki var
um annað sumarstarf að
ræða. Svipast var um eftir
hentugum stað fyrir sumar-
búðir og loks árið 1959, var
fundinn staður, við Hólavatn
í Eyjafirði, og var þegar haf-
ist handa við að reisa þar sum
arbúðir. Sumarbúðirnar voru
vígðar af sr. Bjarna Jónssyni,
vígs'lubiskupi, form. KFUM í
Reykjavík, þann 20. júní
1965. Hefur sumarbúðastarfið
verið snar þáttur í starfsemi
félagsins síðan.
KFUM félagar, ungir sem
eldri, halda hátíðlegt 25 ára
afmæli félags síns með af-
mælishófi í Kristniboðshús-
inu Zion á afmælisdaginn kl.
8.30 eh. Eru eldri félagar
hvattir til að koma og rifja
upp gamlar endurminningar
og e.t.v. endurnýja samband
sitt við KFUM, það væri fé-
laginu kær komin afmælis-
gjöf.
Orðsending frá
Kristneshæli
Þeir viðskiptamenn hælisins, sem ekki hafa föst
mánaðarviðskipti, eru beðnir að framvísa reikn-
ingum sínum fyrir 15. des. n. k.
Forstöðumaður
Auglýsingasíminn er 21500
Höfum opnað
húsgagna-
verslun
í KEA Hrísalundi á neðri hæð.
Komið og kynnið yður verð og vöruval í þesari
stórglæsileg verslun
Auk okkar húsgagna eru þarna eldhúshúsgögn,
teppi, mottur, gjafavörur, heimilistæki leikföng
og margt fleira.
ÖRKIIM
hans MÓA
Hrísalundi, sími 1-10-43
Ráðhústorgi, sími 2-35-09
Allt tíl jólagjafa á einum stað!
Rowenta
MÍNÚTUGRILL
DJÚPSTEIKINGAPOTTAR
GRILLOFNAR
KAFFIKÖNNUR
BRAUÐRISTAR
VÖFFLUJÁRN og m. fl.
Husqvarna
VÖFFLUJÁRN
BRAUÐRISTAR
KAFFIKÖNNUR
straujArn
Jólagjöfin
handa honum
er BOSCH-COMBI rafmagnsverkfæri
til tómstundaiðju.
m ' m • .. £•
Jolagjotm
handa henni er
©
Husqvarna
saumavél.
Electrolux
ryksugur
IMý sending
af hinum vinsælu
ÖSTER-hrærivélum komin.
HAGSTÆTT VERÐ !
Aðventuljósin
margeftirspurðu komin.
Falleg og vermandi jólagjöf.
og mairgt, margt
fleira til jólagjafa
Vöruúrvalið hefur aldrei verið meira
Opið til kl. 4 laugardag ^
luinai <9-
Glerárgötu 20 S'imi 22232
4 — ÍSLENDINGUR