Íslendingur - Ísafold

Eksemplar

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Side 10

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Side 10
10 ÍSLENDINGUR-lSAFOLD, - FAUGARDAGUR 23. MAÍ.1970. KVIKMYIMDASAGA - 21. HLUTI Þá hafði Joseph Lee fengið að vita það. Hann hélt nokkur skref á brott, en sneri sér svo að Jóa Bass og horfði beint framan í hann. „Þú hef- ur mikið sjálfsálit, það vantar ekki,“ sagði hann, og þúaði nú fyrrverandi eiganda sinn í fyrsta skipti. „Þú ert fjandanum harðvítugri, stendur í stríði við allt og alla, og hefur jafn- vel ekki vit á að hætta að berjast, þegar þú hefur unnið sigur. En hef- urðu nokkra hugmynd um, hve lengi þú mundir hafa þrek til að þola það að vera svartur þræll? Ekki stund úr degi, hvað þá Iengur.“ Að svo mæltu hélt hann aftur af stað. „Stanzaðu Lee . . kallaði Jói Bass á eftir honum og lyfti hendinni til merkis um að þeir skyldu hafa hljótt um sig. Þá heyrði Lee hjólagný og hófatak. Hann nam staðar og beið þangað til Jói Bass kom úr út gilinu til hans. Síðan gengu þeir, hlið við hlið, þang- að sem þeir séu út yfir sandauðnina. Þar var einn vagn á ferð. Þótt byrj að væri að skyggja, sáu þeir báðir greinilega, að þar í vagninum sátu þær, kvenmaðurinn Kata og mexi- könsku konurnar, en Ramón sat í eklissætinu. Það var ærinn stærðarmunur á dráttarhestunum, sem báðir voru ber sýnilega reiðhestar og hafði aldrei fyrr verið beitt fyrir vagn. Á eftir vagninum fóru sjö eða átta karl- menn, einungis tveir þeirra á hest- baki. Lee mælti: „Það hafa þá ekki nema fjögur hross lifað eitrunina af.“ „Fjandinn hafi það,“ tautaði Jói Bass. „Það er það þrælslegasta bragð sem ég hef nokkurn tíma leikið, en ég komst ekki hjá því . . .“ Lee yppti öxlum. „Það er nógu bjart enn til þess að þú getur séð, að loðskinnaklyfjarnar eru ekki í vagninum. Enda hefur enginn getað tekið meira með sér en það sem nauðsynlegt er til að draga fram líf- ið.“ Á meðan þeir virtu hópinn fyrir sér, fór annar þeirra, sem reið, af baki og lét einum göngumönnunum eftir reiðskjótann. „Kannski þú hafir sagt mér satt,“ varð Jóa Bass að orði. „Við skulum skreppa yfir að vatnsbólinu á eftir. Ætli við finnum ekki loðskinnaklyfj- arnar þar einhvers staðar.“ Röddin var þreytuleg og kaldranaleg, en svo brá gamla hreimnum þar fyrir aftur. „Nú, ef í það fer, þá get ég alltaf haldið eftirförinni áfram og gengið á milli bols og höfuðs á illþýðingu." „Ég held nú það,“ samsinnti Lee. „Það er enginn dugur í því lengur." Áður en Jói Bass snakaði sér í hnakkinn, skar hann nokkrar ræmur með veiðihnífnum sínum af ábreiðu og rétti Joseph Lee. „Þú getur vafið þessu um fæturna á þér,“ sagði hann. „Komizt ég nokkurn tíma yfir til Mexikó," varð Lee að orði, „þá ætla ég að reyna að fá mér eitthvert það starf, sem ég get unnið í sæti mínu. Nái ég ekki í eitthvað, sem ég þarfn- ast, nema að ég standi upp, verð ég heldur án þess.“ Jói Bass hló og snakaði sér í hnakkinn. Reið af stað án þess að líta um öxl til að sjá hvort Lee kæmi á eftir. Og Lee þrammaði á eftir honum og Brúnku án þess að gera sér minnstu grein fyrir hvers vegna. Þegar kom að tjörninni, vildi Brúnka óðfús fá sér að drekka, en Jói gaf henni ekki lausan tauminn. Þarna lágu loðskinnaklyfjarnar, — vafðar innan í bjarnarfeldinn, — skammt frá hjólalausu flakinu af stóra tjaldvagninum. Það var auðséð, að stigamennirnir höfðu tekið þau hjól, sem heil voru, með sér til vara. Lee varaðist að mæla orð. Svipur veiðigarpsins benti til þess, að þar væri allra veðra von, svo Lee þagði og beið átekta. Jói Bass gekk þangað, sem loð- skinnaklyfjarnar lágu og virti þær fyrir sér andartak. Svo yppti hann öxlum. „Komdu hingað og réttu mér hjálparhönd,“ sagði hann við Lee. „Við verðum að setja klyfjarnar í hnakkinn. Og svo göngum við báðir.“ Það reyndist allerfitt að lcoma klyfjunum í hnakkinn. Jói Bass gat ekki heldur notað við það nema aðra höndina að ráði, með hinni varð hann að halda í taumana, svo Brúnka tæki ekki strikið beint í tjörnina. Þeir voru svo önnum kafn- ir við klyfjarnar, báðir tveir, að þeir hrukku við, þegar þeir heyrðu eitt- hvert þrusk fyrir aftan sig. Jim Howie hafði skriðið undan vagnflakinu. Þeim var báðum svo brugðið, að þeir máttu sig hvergi hræra, þar sem þeir stóðu sitt hvoru megin við Brúnku, þegar Jim Howie tók undir sig stödd og slæmdi riffilskeptinu í höfuðið á Jóa Bass yfir bakið á henni, og var skellurinn svo harður, að Lee fékk hellu fyrir eyrun. Loðskinnaklyfjarnar, sem þeim hafði ekki unnizt tími til að ganga frá í hnakkinum, ultu yfir og lentu ofan á Jóa, þegar hann hneig til jarð- ar. Hann iá þar kylliflatur og hreyfði hvorki 1‘egg né lið. Howie æpti upp yfir sig. „Ég hef brotið á honum helvízkan hausinn! Loksins tókst mér að kála honum! Hann átti það lika skilið . . . þorp- arinn, sem drap af mér menn og hesta og braut vagnana. En nú hefur hann hægara uni sig á næstunni, sá fantur!" Og Jim Howie veifaði rifflinum og steig eins konar stríðsdans kring um hinn fallna fjandmann sinn. Lee gekk aftur fyrir Brúnku — það var engin hætta á að hún færi langt, því að Jói Bass lá ofan á taum unum. Lee laut ofan að hinum fallna veiðigarpi og velti svo loð- skinnaklyfjunum ofan af brjóstinu á honum. Jói opnaði augun eilítið, nóg ti! þess að Lee gat greinilega lesið ásökunina úr tillitinu. Lee hristi höf- uðið, hann vildi ekki fyrir nokkurn mun að Jói Bass hefði hann grunað- an um að hafa leitt hann í þessa gildru, en gat þó ekki áfellst hann fyrri að halda það, eins og allt var í pottinn búið. Jim Howie gerði nú hlé á dansin- um og hratt Lee til hliðar, um leið og hann dró mikið og egghvasst veiði sax sitt úr slíðrum. „Ég skal flá af þér höfuðleðrið, fanturinn þinn, og bera það við belti mér sem sigur- tákn,“ hrópaði hann og laul að hin- um fallna andstæðingi sínum. Lee mundi það ekki eftir á, að hann hafði gripið um handlegginn á Jim Howie og hangið þannig á hon- um, að hann gat ekki beitt saxinu, unz stigamannaforinginn gerðist leið- ur á þófinu, snerist gegn svertingj- anum og keyrði hann á bak aftur við flakið á vagninum. „Ég skal jafna um þig, þrællinn þinn,“ hvæsti hann og reiddi upp saxið. Ósjálfrátt spyrnti Lee af öllu afli undir handlegginn á Howie, svo sax- ið þaut út úr hendinni á honum og hvarf inn undir vagnflakið. Ungir kjósendur! Stefna Sjálfstæðismanna í bæjarmálum Akur- eyrar byggist á því að búa ungu fólki sem bezt skilyrði í bænum. — ICynnið ykkur gagnorða málefnavfirlýsingu þeirra og stuðlið að hag unga fólksins með því að kjósa D-listann. Unga fólk! Sækjum fram til sigurs fyrir lista Sjálfstæðis- manna og gerum næsta kjörtímabil að mestu framfara- og velinegunar- árum í sögu Akureyrar. Stuðlum að sigri Sjálfstæðisflokksins Skrifstofa fV Sjálfstæðis- ^iljf flokksins W' Sjálfstæðisfólk Akureyri á Akureyri, að Sldpagötu 13, verður framvegis opin frá kl. 10 — 22 alla daga. Áríðandi er, að skrifstofu Sjálfstæðisflokksins fái sem fyrst í hendur upplýsing.ur um stuðningsfólk, sem dvel- Stuðningsfólk flokksins, sem vill lána bíla, vinsamleg- ur erlendis, eða vdrður fjarverandi á kjördag. ast hafið samband við skrifstofuna sem fyrst. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins að Skipagötu 13 er op- Sími 21504 og 21506 in kl. 10 — 22 daglega. Sjálfstæðisfélögin Sími 21504 og 21506

x

Íslendingur - Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.