Faxi


Faxi - 01.06.1942, Blaðsíða 11

Faxi - 01.06.1942, Blaðsíða 11
F A X I 11 Frá hreppsnefndinni Á fundi sínum 30. apríl ákvað hreppsnefndin að kjósa þriggja manna barnaverndarnefnd, sem bafi eftirlit með hegðun ung- menna samkv. lögúm nr. 122 1941. Kosningu hlutu frú Bergþóra Þorbjömsdóttir, frk. Jóna Guð- jónsdóttir og Valtýr Guðjóns- son kennari, og skyldi hann verða formaður nefndarinnar. Á sama fundi ákvað nefndin, ao framvegis eða frá og með 1. maí skyldi innheimta leyfis- gjald hjá Nyja-bíó hér af hverri sýningu. Var leyí'isgjaldið ákveðið kr. 100,00 fyrir hverja sýningu fyr- 'ir fullorðna, en kr. 25,00 fyrir hverja barnasýningu. Þá var hinni fyrirhuguðii' götu yfir Duustiín valið nafnið Vestnrbraut. • Á opnum fundi, sem haldinn var 4. maí voru tekin fyrir eft- irfarandi mál: 1. Heilbrigðissamþykkt fyrir Keflavík. Var enn frestað að afgreiða það mál, og að þessu sinni eftir ósk lögreglustjóra, sem upplýsti, að landlæknir væri að samræma heilbrigð- issamþykktir hinna ýmsu hreppa á landinu. 2. Bréf frá Vatns- og skolp- veitunefnd varðandi heimild til handa henni að ráða verk- taka til þess að steypa rör, til væntanlegrar skolp- veitu, — hér á staðnum. Eft- ir stuttar umræður var erindi nefndarinnar samþykkt sam- filjóða. á Bréf frá íþróttanefnd U. M. F. K., er frestað var 'að takp ákvörðun um á fundi 30. apr. Svofelld tillaga kom frá Ragnari Guðleifssyni: »Fundurinn samþykkir aó fela byggingarnefnd í sam- ráði við skipulagsnefnd, að ái^veða stað á, skipulagsupp- drætti Keflavíkur fyrir fyr- irhugaðan barnaskóla, og vill nefndin þá sérstaklega benda á sem heppilegan stað, hornlóðina sunnan Suður- götu og austan Skólavegar. Ennfremur felur hrepps- nefndin byggingarnefncl ad benda á stað fyrir íþrótta- völl«. Fram kom breytingartH- laga við tilögu Ragnars: »1 stað orðanna »í sam- bancli við skipulagsnefnd að ákveða«, komi: í samraði við skólanefnd, skólastjóra og kennara að gera tillögur um stað (j. s. frv.« - Samþykkt samhljóða. 4. mál: Svofelld till. frá Ragn- ari Guðl. og Dan. Dan.: »Fundurinn samþykkir að fela vatns- og skolpveitu- nefnd að athuga og gera til- lögur til hreppsnefndar um það, hve mikið framkvæma á af vatns og skolpveitunni nú í suraar og einnig, hvar hefja á verkið, og sé þcá at- hugað vel, hvar mest er þörf- in«. — Tillagan var samþykkt samhljóða. 5. mál: Tillaga frá Ragnari og Danival: »Þar sem ráða má af aug- lýsingu frá Nýja-bíó Kefla- víkur, þar sem tilkynnt er, að félagið hætti kvikmynda- rekstri sínum vegna leyfis- gjalds þess er hreppsnefndin samþykkti á fundi sínum 29. apríl að leggja á reksturinn, þá samþykkir fundurinn að leita samkomula^gs við eig- endur Nýja-bíó um kaup eða leigu á sýningarvélunum. Að öðrum kosti verði fengin heimild hjá alþingi, því er nú situr, fyrir því að taka sýningaivélarnar leigunámk. Fylgdi Danival till. úr hlaði, en Valdimar Björns- son bar fram svofellda dag- skrártill. eftir nokkrar um- ræður: »Þar sem till. R. G. og D. D. um bíó-málið var ekki komin fram það snemma, að hægt væri að auglýsa það með dagskrá þessa fundar, þá geri ég það að till. minni, að málið verði tekið út aí' dagskrá í kvöld«. Eftir málþóf nokkurt var málinu frestað, en taka skyldi það fyrir eigi síðar en í lok þeirrar viku. • Opinn fundur 1. júní. 1. Bréf frá verzlunarfólki og kaupmönnum, þar sem far- ið er fram á að verzlunum i \erði lokað kl. 13 á laugar- dögum yfir sumarmánuðina, í stað kl. 1G eins og verið hefur. Samþykkt samhljóða. 2. Umsókn Geirs Zoega um leigu á geymsluhúsi við höfnina. - Ákvörðun ekki tekin. 3. Lesið upp bréf-.fr;i eigend- um Nýja-bíó Kefla^íkur h.l. þar sem þeir fara fram d, að hreppsnefndin taki aftur ákvörðun sína um 100.00 kr. skattinn af hverri sýningu, on buðu að leggja fram reikninga og væhtu sam- komulags. Danival lýsti sig and- vígan tilslökun. Var hann eindregið í'ylgjandi því, að ef eigendur treystu sér ekki til að reka bíó, þá ætti hreppurinn að taka það að sér. Sigurbjörn lýsti sig einn- ig mótfallinn því að slakað yrði til, að svo komnu. Lögreglustjóri vildi, að leitaðiyrði samkomulags við bíóeigendur um skattlagn- * inguna, eins og þeir hefðu boðist til í fyrrnefndu bréfi, (jg óskaði eftir, að málinu væri frestað á þessum grundvelli. Valdimar lýsti sig ein- .dregið mótfallinn hrepps- rekstri bíósins, en benti hins vegar á nauðsyn þess að hreppurinn skattlegði bíð- reksturinn, og vildi hann fá frekari upplýsingar áður en fyrri ákvörðun nefndarinn- ar yrði breytt. Tillaga kom frá Sigurþór um það, að hreppsnefndin standi að fullu við fyrri samþykkt sína, þangað til,

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.