Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 39
Maður heyrir margt á langri ævi, einnig
það, að það sé ekkert betra fólk, sem sækir
kirkju, heldur en þeir, sem sjaldan eða
aldrei fari þangað; og einnig það, að sumir
fari í kirkju af hræsni og til að sýnast
fyrir mönnum. Ef unglingar heyra svona
tal, er það ekki hvatning til kirkjusóknar.
Hvað fyrra atriðinu viðvíkur, þá efast ég
ekki um, að það getur verið eins gott og
trúað fólk, sem sjaldan eða aldrei lætur
sjá sig í kirkju. Hvað því síðara viðvíkur,
getur það verið dálítið særandi. Er þá gott
að minnast orða Krists, er hann segir í
fjallræðunni: Sælir eruð þér, þegar menn
tala illa um yður, mín vegna. Skoðun
mín er sú, að þeir fari mikils á mis, sem
sjaldan eða aldrei fara í kirkju til guðs-
þjónustuhalds.
Þeir, sem komnir eru á minn aldur
muna það, hvað oft fylgdi mikið erfiði
og þrældómur daglegu störfunum. Sér-
staklega mun mörgum það minnisstætt,
sem á „útnesjunum“ bjuggu við sjávar-
síðuna, og alla þungavöru varð að flytja
sjóveg, áður en bílarnir komu til sögunnar,
lendingarskilyrði slæm og allt varð að bera
á bakinu upp hratta fjöru; þá voru menn
oft þreyttir að afloknu starfi. Þegar maður
var svo búinn að þvo sér og skipta um
föt, var eins og maður afþreyttist fljótlega
og varð annar maður á eftir. Þó að ekki
sé nú orðið líkamlegt erfiði og strit, eins
og áður var, fylgir samt enn í dag ýmis-
legt vafstur og áhyggjur daglegu störfun-
um. Þess vegna held ég, að allir hafi gott
af að kasta um stund frá sér veraldar-
vafstrinu og fara í kirkju, þegar það stend-
ur til boða, taka þátt í guðsþjónustu og
komast í sem nánast og innilegast samfé-
lag við drottinn sinn og frelsara. Séra
Valdimar Briem lýsir því réttilega, hvað
menn geti haft gott af að fara í kirkju, í
versinu alkunna:
„Héðan burt vér göngum glaðir
guð úr þínu húsi nú
allt vér þökkum, elsku faðir
enn er hér oss veittir þú
lífsins orðaljósið bjarta,
læknismeðal sjúku hjarta,
endurminning, hressing, hlíf,
huggun, svölun, kraft og líf.“
Það sem fyrir mér vakti með að segja
hér þetta brot af ferðasögu minni í sumar,
var það, að ég veitti því athygli, að í öll-
um þessum fjórum kirkjum, er ég var í
við guðsþjónustur, voru birgðir af sálma-
bókum, sem blöstu við kirkjugestum,
Heiðin, sem hvarf
Heiðin mín er horfin,
en hjií'pur dökknr,
flngvélabrautir breiðar
byrgja nú lyngið.
Aður þar börnin byggðu
sér bústaði væna.
Gnægtir af berjwn gripu,
og greinar að vetri.
skreyttu á jólum jafnan
jólatré allra húsa.
Hjallatún eru horfin,
hjörðin og byrgi smala.
Par rísa hallir hersins.
Horfin er kyrrð og friður.
Þórdunur þungar ymja
þannig er öldin véla.
Kraftur og hraðakyngið
kaffærði berjalyngið .
S. E. Hjörleifsson.
strax og inn var komið. Mér er ókunnugt
um, hvernig ástatt er í þessum efnum i
kirkjum hér í prófastsdæminu. Vil ég hér
með beina þeirri ósk til safnaðarfulltrú-
anna, að þeir vinni að því, hver við sína
kirkju, þar sem ekki eru bækur til staðar,
að úr því verði bætt. Eg vil geta þess, að
ég þarf ekki að hvetja sóknarnefnd Ut-
skálasóknar til framkvæmda í þessu efni,
því bækur voru pantaðar handa kirkjunni
fyrir um ári síðan og áttu þær að vera
komnar í kirkjuna fyrir síðustu jól, en af
ástæðum, sem mér eru að mestu ókunnar,
en veit þó að sóknarnefndin getur ekki
ráðið við, eru bækurnar ekki enn þá
komnar. Búið er að smíða prýðilegan skáp,
sem hangir á vegg i forkirkjunni við innri
dyr og bíður hann þar eftir því að bæk-
urnar komi í hann. Þetta þarf ábyggilega
að vera í hverri kirkju, og þið prestarnir
hvetjið svo fólkið til að nota sálmabæk-
urnar, og að taka þátt í söngnum. Þeim,
sem ekki geta sungið, ætti að vera eins
kærkomið að hafa þær, og fylgjast með
í sálmunum, því drottinn heyrir einnig
mál hjartans. Þetta er vafalaust spor í rétta
átt, og að því ber að vinna, að kirkjugestir
séu ekki aðeins hlustendur, heldur virkir
þátttakendur.
Matarlegt og
jólalegt í
FAXABORG
Norðmanns-Greni
★
Jólatré, margar stærðir.
Pantið tímanlega. — Litlar birgðir
koma til landsins.
★
Norðlenzkt hangikjöt
★
Gott saltkjöt
★
Niðursoðnir ávextir
Allar tegundir. — Lækkað verð.
Þurrkaðir ávextir í lausu.
★
Epli á kr. 21,75 pr. kfló.
Appelsínur á 24,50 pr. kíló.
Odýrara í kössum.
★
Allskonar jólasælgæti
Konfektkassar til jólagjafa.
★
Verzlið tímanlega og pantið
tímanlega fyrir jólin.
★
FAXABORG
Sími 1826
-----------------------------a
F A XI — 199