Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 4

Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 4
Marta ValgerSur Jónsdóttir: Minnmgar frá Keflavík Edinborgarhúsið, og við endann er búðin. — Olafur V. Ofeigsson á tali við aðkomumann, en hestur hans bíður neðar í götunni. I síðasta þætti minntist ég á, að við myndum bregða okkur inn fyrir Rás og heim'sækja þau hús, er þar voru um alda- mótin. Rásin er nú horfin með öllu, og hefur verið svo rækilega fyllt og sléttuð yfir, að nú sér þar engar menjar eftir. í leysingum var Rásin oft æði óstýrilát, því mikill vatnsflaumur rann þarna ofan úr heiðinni til sjávar. Eftir að fyrsta íshúsið í Keflavík var byggt, efst á Melnum, var gerð fyrirhleðsla um þvera Rás um það bil fram undan Náströnd og myndaðist þá uppistöðulón fyrir ofan hleðsluna, sem náði yfir alla kvosina, þar sem nú er skrúð- garðurinn, sjúkrahúsið og barnaskólinn. Þegar tjörnin fraus, var þarna ákjósanlegt skautasvell, en það varð oftast skamvinn gleði, því þegar ísinn var orðinn hæfilega þykkur, byrjaði ístaka á tjörninni og ís- húsinu þá tryggður nægur ársforði. Aður fyrr skipti Rásin löndum Keflavíkur og Njarðvíkur. Voru íbúar húsa þeirra, sem voru fyrir innan Rás, í Njarðvíkurhreppi og Njarðvíkursókn. Kálfatjarnarprestur var sóknarprestur þeirra, samt var þessi hluti alltaf kallaður í Keflavík, eins og hann líka var landfræðilega séð. Um aldamótin voru aðeins fjögur hús fyrir innan Rás, Edinborg, Bakaríið, Hæðarendi og liús Olafs Jafetssonar, einnig samkomuhús Keflvíkinga, eign Góðtemplara, gegnt Edinborg, en varð síðar og lengi vörugeymsluhús Edinborg- arverzlunar. Innar var Vatnsnes og Litla- Vatnsnes. Onnur byggð ból voru ekki á þessu svæði alla leið inn að Þórukoti í Ytri-Njarðvíkum. Hús Edinborgarverzlunar stóð, að heita mátti á sjávarbakkanum, rétt vestan við Osinn. Var húsið bæði verzlunar- og íbúðarhús. Bryggjan var upp af Ossker- inu, þó lítið eitt vestar. Hún var stutt og nokkuð brött. Árið 1899 hafði Edinborgarverzlun í Reykjavík keypt húsið af Olafi kaup- manni Ásbjarnarsyni (Faxi júní 1958), og sett þar á stofn verzlun. Var það að sjálf- sögðu mikið hagræði fyrir Suðurnesja- menn, að fá þarna keppinaut við Duus- verzlun og urðu kjör manna við það nokkuð rýmri og frjálsari verzlunarhættir. Olafur Ofeigsson, sem verið hafði verzl- unarmaður við Edinborg í Reykjavík, varð þá þegar verzlunarstjóri Edinborgar í Keflavík og flutti suður það sama ár. Varð þessi verzlun strax vinsæl í höndum hans. Þar var keyptur fiskur og allar fisk- afurðir og vörur voru nægar og efldist verzlunin ár frá ári. Einnig varð talsverð atvinna í sambandi við fiskkaupin, bæði við fiskþvott og fiskþurrkun. Olafur Ofeigsson hafði þetta haust, 1899, gengið í hjónaband, var kona hans Mar- grét Sigurðardóttir ,alsystir Ásgeirs kon- súls Sigurðssonar meðeiganda Edinborgar- verzlunar. Fluttist hin unga kona þá þegar suður til Keflavíkur. Þá kom einnig með þeim hjónum Ingibjörg Ofeigsdóttir, al- systir Olafs. Varð hennar brátt þörf á heimilinu, því frú Margrét var meira og minna veik, sást því sjaldan á mannamót- um. Hún var á að líta einkar góðleg, en nokkuð alvarleg, mjög ljós í andliti, hárið hrafnsvart og mikið, bar hinn bláhvíta andlitslit hennar einkennilega við tinnu- dökkt hárið, svo að hún hefur orðið mér mjög minnisstæð, þótt ég sæi hana sjaldan. Frú Margrét bar íslenzkan búning og var mjög látlaus i klæðaburði. Það varð hljóð- bært í kauptúninu um sumarið, að frú Margrét væri alveg orðin rúmföst og mundi ekki verða lengi lífs auðið. Þetta varð sannspá, því hún andaðist 4. október 1900. í Arnardalsætt, Reykjavík 1959 má lesa um ætt frú Margrétar, sjá bls. 122. Olafur Ofeigsson kvæntist aftur 7. nóv. 1901 og flutti þá heim í Edinborgarhúsið unga og fallega konu, Þórdísi Einarsdótt- ur, sem mörgum Keflvíkingum er að góðu kunn, enn þann dag í dag, en þau hjón settu um áratugi svip sinn á Keflavíkur- kauptún og nutu þar að verðleikum mik- illa vinsælda. Heimili þeirra var í senn mikið myndar- og menningarheimili. Þar var mikil gestakoma, en gleði og góðhug- ur sátu þar í öndvegi. Voru þau hjón ágæt- lega vel gefin og nutu þess að lesa góðar bækur, hvort heldur var í bundnu eða óbundnu máli. Var þar mikill og góður bókakostur. Heimilið var í byrjun nokkuð mannmargt. Þar var Hrefna, dóttir Olafs, sjö ára gömul, falleg og tápmikil myndartelpa, Olafur bróðursonur Olafs og alnafni, drengur á öðru ári, sem þau hjón tóku til fósturs að enduðu brúðkaupi, varð hann þar með elzti sonurinn. Þá var Ólafur V. Ófeigsson og Hrefna, dóttir hans. 164 — FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.