Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 55

Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 55
Ketill Ketilsson í Kotvogi 13. maí 1902 andaðist í Kotvogi í Höfn- um í Gullbringusýslu Ketill Ketilsson dbrm., og hafði hann þá búið í Kotvogi mesta rausnarbúi í 42 ár. Hann var fæddur 23. júlí 1823 á Svalbarða á Álftanesi í sömu sýslu. Faðir hans var Ketill Jónsson, nafn- kenndur dugnaðar- og atorkumaður, bróð- ir Steingríms bónda á Hliði og þeirra mörgu og merkilegu systkina. Var móður- ætt þeirra úr Skagafirði. En móðir Ketils í Kotvogi var Vigdís Jónsdóttir Daníels- sonar hins ríka frá Stóru-Vogum. Var hún hið mesta góðkvendi og búforkur. Þau Ketill og Vigdís áttu 3 syni, er allir náðu fullorðinsaldri, en báðir voru bræður Ketils Ketilssonar, andaðir á undan honum. Vigdís andaðist árið 1928, og bjó Ketill síðan sem ekkjumaður til þess um vorið 1831. Þá fluttist hann með börn sín og bú að Kirkjuvogi í Höfnum til húsfreyju Onnu Jónsdóttur dbrm. Sighvatssonar í Höskuldarkoti í Njarðvíkum, sem þá bjó ekkja í Kirkjuvogi, fyrst eftir Hákon lög- réttumann Vilhjálmsson og svo eftir Hall- dór Gunnarsson hreppstjóra þar. Varð Ket- ill Jónsson þriðji maður hennar. Þar ólst Ketill Ketilsson upp með föður sínum og stjúpu sinni, sem gekk þeim bræðrum í móðurstað, ásamt sonum henn- ar, Vilhjálmi og Gunnari, og urðu þeir allir orðlagðir dugnaðarmenn og merkis- bændur. 25 ára gamall gerðist Ketill lausamaður og byggði þá mjög stóran sexæring, sem hann gerði út og var formaður fyrir; hafði hann áður verið formaður fyrir föður sinn. Þá var sjósókn mikil í Höfnum og fór þangað hið duglegasta fólk úr sveitunum, sérstaklega til þessara þriggja formanna, Vilhjálms Gunnars og Ketils, sem allir kepptu hver við annan, og mun sú sjósókn og þau aflabrögð verða lengi í minnum höfð. Arið 1858 kvæntist Ketill Ketilsson ung- frú Vilborgu Eiríksdóttur frá Litlalandi í Ölfusi, mesta valkvendi og búsýslukonu. Áttu þau 7 börn. Dó 1. í æsku, 2. er Ketill óðalsbóndi og hreppsnefndaroddviti í Kot- vogi, kvæntur Hildi Jónsdóttur prests Thorarensens frá Stórholti í Dalasýslu. 3. er Olafur hreppstjóri, bóndi á Kalmans- tjörn, kvæntur Steinunni Olafsdóttur prests, síðast á Stað í Grindavík. 4. er Vil- hjálmur Kristinn sýslunefndarmaður, bóndi í Kirkjuvogi, kvæntur Valgerði Ketill Ketilsson. Jóakimsdóttur frá Prestsbakka. 5. er Helga, ekkja eftir síra Brynjúlf Gunnarsson á Stað. 6. er Vigdís, kona Olafs Ásbjörnsson- ar verzlunarmanns í Reykjavík. 7. Eiríkur, er dó 1897, en var hreppstjóri og sýslu- nenfdarmaður í Grindavík, kvæntur Jó- hönnu Einarsdóttur frá Garðhúsum í Grindavík. Fyrstu tvö árin eftir að Ketill kvæntist, bjó hann sem þurrabúðarmaður, en vorið 1859 fluttist hann að eignarjörð sinni Hvalsnesi og bjó þar til vorsins 1860. Þá um veturinn á undan andaðist stjúpa hans og bað þá Ketill faðir hans hann að flytjast að Kotvogi, og fékk Ketill yngri þá jörð til eignar. Nú tók hann að byggja upp bæinn þar og bæta jörðina. Kotvogur er með reisulegri bændabýlum. Á Hvalsnesi byggði Ketill stóra og vand- aða timburkirkju 1864, en 1889 byggði hann þar aftur steinkirkju, án þess að hin fyrri væri farin að skemmast til muna, til þess að börn sín þyrftu ekki að kosta til aðgerðar á hinni fyrri. Báðar þessar kirkj- ur voru mjög vandaðar og vel og traust- lega byggðar, enda mun tæplega traustari bygging hjá öðrum en honum né meira í borið. Rausnarmaður var hann hinn mesti og hjálpfús. Einn vetur gaf hann fæðing- arhreppi sínum mikið af korni. Ketill heitinn var mjög höfðinlegur maður á velli, fullar 3 álnir á hæð og bein- vaxinn, mjög glaðlegur í viðmóti og söng- maður með afbrigðum. Hreppstjóri var hann 12 ár í Hafnarhreppi, hreppsnefnd- armaður og sáttasemjari lengi. Gestrisinn Lít-il jólakyeðja til Ivars Orglands og fjölskyldu Hagyrðingi er liægt að senda hversdags vísu. En stórskáldinu stoðar eigi. stnðlamál á förmun vegi. Eitt er þó til afsökunar í þeim vanda. Þú varst alltaf lítillátur, Ijúfttr vinur, hýr og kátur. Þú ert líka hetjan okkar, hraustur, fríður. Ollum þrautum ofar, stærri, en þeim smæstu þó svo nærri. Það er slíkur þýðleiki, sem þjóðir tengir. Allir hræður, allar systur eru, sagði Jesús Kristur. Nú, er jólin ganga í garð, við gæfu biðjum þér, og öllu þtnu liði á Þelamörk, — í Drottins friði. S. E. Hjörleifsson. var hann mjög og yfirleitt var heimili þeirra hjóna eitt hið blómlegasta og reglu- samasta bændaheimili. Vilborg kona Ket- ils andaðist í október 1906. — Þetta er um Ketil kveðið: Garpsinnaður, gestrisinn, góðhjartaður, ófeiminn, listahraður, lángefinn, lyndisglaður, velmetinn. Kunnugur (Oðinn, janúar 1912). FAXI — 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.