Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 5

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 5
Það þyrfti einhver að yrkja um hann ljóð, sem ort getur betur en ég. Og þó að við sjáum blika bönd, sem boða oss veðragný, þá sér hann líka þá ljósu rönd, sem líta hin svörtu ský. Varúð. Að þræða einstigi er ekki hent öllum, sem leiðina fara. Og margur hefir í hylnuin lent, sem hoppaði millum skara. Margir dugandi djarfir menn detta þann stapa niður. Þannig gengur svo þetta enn, því er nú ver og miður. Vertu því gætinn vinur minn, varúðinni að halda. Það er ei alltaf auminginn, sem endar í hylnum kalda. Kátir karlar. Það bjuggu kátir karlar í kjallaranum tveir. Voru alveg ánægðir með allt sem höfðu þeir. Attu fjölmörg ævintýr með aflabrögð á Sviði. Ræddu helzt um háan hlut á hinu og þessu miði. Lásu blöð og bækur úr bókasafni þar. Og höfðu af því ánægju, sem engin furða var. Eitt sinn var í útvarpinu Indlandsferðasaga. Annað eins þeir höfðu ei heyrt hér um sína daga. Þar var háu hofi lýst úr heimi forfeðranna. Með áttatíu aðferðum af ástalífi manna, fyrir utan einmitt þær, sem almennt eru kunnar. En örar rennur í þeim blóð, sem eiga heima sunnar. Ef ég væri ungur sveinn, annar segir þá, til Indlands út ég færi aðferðir að sjá. Hin fór bara að hátta og hreyttu út úr sér: Aðferðin sú íslenzka ávallt dugði mér. H. Th. B Lýðveldið ísland tvítugt Seytjándi júní er á næstu grösum, en þá verður lýðveldið tuttugu ára. Þann dag blakta fánar við hún um gjörvalt landið og íslenzka þjóðin minnist samhuga frelsisbaráttu sinn- ar 1944, þegar lýðveldið var endurreist á Þing- völlum hinum fomhelga stað Sögunnar. Minningar liðinna alda og einstaka atburðir streyma þá fram og vekja með þjóðinni sam- hug og samstöðu og sameiningartáknið er sjálf frelsishetjan, — hinn ókrýndi konungur lands og þjóðar, — Jón Sigurðsson, en fæð- ingardagur hans 17. júní, býr yfir þeim töfra- mætti að geta þaggað niður ósamkomulag og þrætugimi, svo þjóðin um stund fær lifað í sátt og samlyndi og nýtur í bróðerni yndis- 1 egra sumarstunda á sólbjörtum júntdegi. Jón Sigtirðsson var sameiningartáknið, nú er það fæðingardagttr hans, 17. júní. Þann dag minnumst vér baráttumannanna, frelsishetj- anna góðu, sem með þrotlausu fórnarstarfi sítttt lögðu grunttinn að alfrjálstt íslandi dags- itts í dag, sem okkur er á hendur falið að varðveita og efla eftir því sem við erum menn- irnir til. Og þótt vér Suðurnesjabúar byggj- um útskaga þessa fagra og hjartkæra lands, kunnum vér engu síður að mesta tign þess og töfra, en þeir, sem byggja blómlegri héruð. Suðtirnesin hafa alið ttpp hraustgert og táp- mikið fólk, sem nytjar auðlyndir lands og hafs af ftisleik og atorku og leggur fram ríf- legan skerf til framvindu þjóðarbúsins. Frá Suðurnesjttm hafa líka t gegnum aldirnar komið ntargir af landsins beztu sonurn og dætr- um og entt fóstrast hér upp fagurskapað fyrir- irmytidarfólk, sem sigursælt keppir ttm æðstu sætin, hvort heldttr er á verklega- eða and- lega sviðintt að ógleymdum ,,stjómuntim“ ókkar, sem leggja undir sig allan heiminn. Að endittgu er hér með skorað á Keflvtk- inga og aðra Sttðurnesjamenn að gera þenn an 17. júnídag, þegar lýðveldi vort er tuttugu ára, háttðlegati og minnisstæðan með almennri þátttöku í hátíðahöldunum i Keflavík. Sautjánda jútní nefttdin á það annarlega skilið fyrir tnikið og gott undirbúningsstarf, að allir sem vettlingi valda mæti til leiks og sameinist þannig ttm að gera daginn að sér- stæðri, ógleymanlegri fagnaðarhátíð. H. Th. B. Tónlistarfélag Keflavíkur Eins og getið var í síðasta Faxa efndi Tónlistarfélag Keflavíkur til hljómleika í Nýja bíó í Keflavk, mánudaginn 25. maí. Var það karlakórinn Fóstbræður ásamt blönduðum kór — alls um 70 manns, sem kom þar fram og söng á vegum Tón- listarfélags Keflavíkur fyrir styrktarmeð- limi félagsins. Efnisskráin var mjög fjölbreytt og var söng kórsins fagnað ákaflega, enda varð hann að syngja mörg aukalög. Stjórnandi kórsins er Ragnar Björnsson. Þá er þess næst að geta, að Tónlistar- félagið, sem starfrækir tónlistarskóla hér í Keflavík með miklum ágætum, efndi til nemendatónleika í Nýja bíó dagana 26., 27. og 28. maí s.l. Voru þessir nemenda- tónleikar mjög vel undirbúnir, og sýndu nemendur tónlistarskólans mikla kunnáttu og leikni, sem unun var á að hlíða. Á tónlistarskólinn síauknum vinsæld- um að fagna undir stjórn hins vel mennt- aða skólastjóra, Ragnars Björnssonar, sem hefir verið lífið og sálin í þessari starfsemi síðan skólinn tók til starfa. En fyrst og fremst ber þó að þakka for- ráðamönnum tónlistarfélagsins ágætt brautryðjandastarf á sviði söngmála hér í Keflavík. Ferðalag fermingarbarna. Eins og tíðkazt hefir í mörg undanfarin ár, fóru fermingarbörnin úr Keflavíkurpresta- kalli ásamt sóknarpresti í eins dags ferðalag að afloknum fermingum. Auk prestsins voru honum til aðstoðar Bjarni F. Halldórsson, yfirkennari i Gagnfræðaskólanum í Keflavík og frú hans, Óla Björk Halldórsdóttir, kenn- ari við Barnaskólann í Keflavík og Ingvi Þor- geirsson, umsjónarmaður við Barnaskólann í Njarðvíkum. Lagt var af stað kl. 7 að morgni sunnu- dagsins 24. maí og haldið sem leið liggur austur að Skógum undir Eyjafjöllum. Víða var numið staðar, merkir staðir skoðaðir og brugðið á leik úti í guðsgrænni náttúrunni. Veður var hið fegursta og allir í sólskins- skapi. Til Keflavíkur komum við aftur kl. tæplega 2 um nóttina. Voru allir á einu máli um, að ferð þessi hefði verið eins vel heppn- uð og framast varð á kosið. Hvert barn greiddi til ferðarinnar 100,00 kr. úr eigin vasa. Sú upphæð skiptist þannig, að hvert barn greiddi 40,00 kr. fyrir veiting- ar, sem við keyptum á Hvolsvelli, en 60,00 kr. runnu í ferðasjóðinn. Var sú upphæð, sem þannig fékkst, um þriðjungur fargjaldsins. Hinir tveir þriðju hlutarnir voru svo greiddir með ágóða þeim, sem fékkst af sölu Ferm- ingarbarnablaðsins. S. B. K. sá okkur fyrir bifreiðakosti og nutum við frábærrar fyrir- greiðslu frá þeirra hendi eins og ávallt fyrr. Að endingu vil ég svo bera fram þakklæti mitt til áðurnefndra aðstoðarmanna minna svo og til bifreiðarstjóranna. Einnig vil ég, í nafni fermingarbarnanna, þakka öllum aug- lýsendunum, sem studdu blaðaútgáfu þeirra af einstakri velvild og drengskap. Bj. J. F A XI — 85

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.