Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 10

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 10
Verðlaun veitt fyrir frumlegasta búninginn. Samkomugestir fella grímurnar. Dansskóli starfræktur í Keflavík Heiðar Astvaldsson danskennari hefir starfrækt dansskóla I Keflavík nú í vetur. Skólinn hefir verið til húsa í Ungmenna- félagshúsinu og hafa nemendur verið mjög margir og á ýmsum aldri. Auk hinnar al- mennu kennslu hafa á vegum skólans ver- ið 2 fullsetnir hjónaflokkar og munu færri hafa komizt með en óskuðu. Þá hefir Heið- ar einnig kennt í vetur börnum og ungl- ingum hér í nærliggjandi þorpum, t. d. Njarðvíkum, Sandgerði og Garði, og hefir danskennsla hans notið þar sem hér al- mennra vinsælda. Hér má geta þess, að á vetrinum voru haldnir þrír dansleikir í Keflavík á vegum Þarna er blaðamaður og matsvainn. skólans, sem eingöngu voru fyrir nemend- ur hans, eldri og yngri, og fengu þeir allir frítt inn á þessar skemmtanir. Aðspurður segir Heiðar þetta fasta venju við skóla sinn og sé tilgangurinn með dansleikjum þessum fyrst og fremst sá, að gefa nem- endum heppilegt tækifæri til að reyna sig á dansgólfinu. Eins og að framan greinir, eru þessir al- mennu nemendadansleikir þrír á vetrinum. Fyrst er jóladansleikur og koma þá gjarn- an jólasveinar í heimsókn, annar í röðinni er grímudansleikur og svo rekur lokadans- leikurinn eðlilega restina. Það var einmitt inn á þann dansleik, sem ég leit núna á dögunum og fékk þá allan framanskráðan fróðleik í höfuðið hjá forstöðumanni skól- ans, Heiðari Astvaldssyni, sem veitti sér stundarhlé til að ræða við hinn spurula gest á meðan „danslagið dunaði og svall“ frammi í salnum. Auk Heiðars starfa við þennan skóla tveir aðrir lærðir danskennarar, og er ann- ar þeirra systir Eleiðars, Guðrún, sem er hans 'hægri hönd við kennslustörfin. Eins og kunnugt er, hefir Heiðar fastan kennsluþátt við ríkisútvarpið og einnig kennir hann við barnaskólana í Revkjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, svo að hann þarf ekki að kvarta um atvinnuleysi. Arið 1961 kenndi Heiðar hér í Keflavík, svo að þetta er annar veturinn, sem hann starfar hér. Hann kveðst ætla að kenna hér næsta vetur, halda áfram með gamla nemendur sína og bæta nýjum við. En í því sam- bandi taldi hann æskilegt að fólk innrit- aði sig sem fyrst, þegar hann auglýsir skól- ann með haustinu, svo að ekki takist eins illa og á s. 1. hausti, þegar fjöldi fólks vildi fá inngöngu í skólann eftir að auglýstri innritun var lokið. Slikt má ekki endur- taka sig, því það skapar mikla erfiðleika og torveldar alla niðurröðun, sagði Heiðar að lokum, og kem ég því hér með á framfæri við væntanlega nemendur. H. Th. B. Ekki komust allir að á grímuballið, það sýnir þessi mynd. Heimir Stígsson tók myndirnar. Bókabúð Keflavíkur DAGLEGA í LEIÐINNI 90 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.