Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 8

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 8
Grímshóll og gamli vegurinn. Séð yfir Vogabyggðina af Stapanum. Fiskurinn hefur þig feitan gert, sem færður er upp með trogum, en þóttú digur um svírann sért, samt ertu Einar í Vogum. „Bezta og skemmtilegasta útræðið á öllu landinu var undir Vogastapa“, segir sjó- sóknarinn Agúst Guðmundsson í Hala- koti í endurminningum sínum. Hér er að vísu fast að orði kveðið, því að víða var gott til útræðis og stutt á mið, meðan fisk- ur gekk upp í landsteina. En fiskimiðin undir Vogastapa voru landsfræg, hlutu snemma nafnið „Gullkistan", því að löng- um þóttu þau bera af flestum öðrum mið- um. Menn brutu að vonum um það heilann, hvers vegna þorskurinn gekk svo mjög á þetta litla svæði og hélt þar oft kyrru fyrir langtímum saman uppi við landsteina. Og skýringuna töldu þeir sig finna. Svo segir í ferðabók Eggerts og Bjarna: „Það er algeng sögn, að undir skagann liggi göng, og sérstaklega séu víð göngin milli Grinndavíkur og Vogastapa, og á fiskurinn að ganga í gegnum þau. Það er víst, að þegar þorskurinn gengur austan með suðurströndinni og sjómennirnir fylgj- ast með, hversu hratt göngunni miðar milli verstöðvanna, þá er hann ekki fyrr kom- inn til Grindavíkur en hans verður vart undir Vogastapa, og þó er leiðin þar á milli 13 mílur, er farið er fyrir Reykjanes, og einskis fisks verður vart í verstöðvun- um milli Grindavíkur og Vogastapa." Það er enn gömul sögn, sem á að sanna þessa sögu um undirgöngin, að einhverju sinni misstu Grindvíkingar stóra lúðu með merktum öngli, en morguninn eftir veidd- ist hún undir Vogastapa. Það var og haft fyrir satt, að tveir þorskar, rígastórir, héldu vörð um göngin, sinn við hvorn enda. Ekki eru nútímamenn trúaðir á þessi fiskagöng. En oft veiðist enn vel undir Vogastapa. Vogastapi. Vogastapi er um 80 metra hár. Hann skagar í sjó fram sunnan við Vogana. Framan í honum eru þverhnípt björg, og hétu þau Kvíguvogabjörg að fornu. Þar verpir nokkuð af sjófugli. Leiðin lá áður yfir Stapann, þar sem heitir Reiðskarð, en akvegurinn er á öðrum stað. Efst á Stap- Vogastapi og Vogar. (Kviguvogabjarg og Kvíguvogar).

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.