Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 14

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 14
” " \ Utgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. — Ritstjóri og afgreiðslumaður: HallSrímur Th. Björnsson. Blaðstjórn': Hallgrímur Th. Björnsson. Margeir aTJL Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar Hópferðavagn Júlíus Kristinsson bifreiðastjóri, (Lolli) sem lengi hefir ekið sérleyfisbifreiðum Keflavíkur og einnig hjá „Norðurleiðum“ og er þar af leiðandi þaulreyndur öku- maður, hefir nýskeð fest kaup á 26 manna hópferðavagni, sem hann hyggst nota til hópferðalaga nú í sumar. Vagn þessi er í alla staði hinn vandaðasti, óvenju rúm- góður og bjartur. Sæti eru öll færanleg þannig, að hægt er með einu handtaki að halla aftur bökunum, svo sætið verður hið ákjósanlegasta hægindi, sem er mjög þægi- legt, ef um langar ferðir er að ræða. Þá má einnig færa sætin hvort frá öðru, sem í sumum tilfellum kann að henta vel. I bílnum er sérstök loftræsting frammí hjá bifreiðastjóra, sem auðveldlega getur skipt af heitu lofti yfir á kalt, er streymir þá um allan bílinn á svipstundu. Þá eru einnig sex loftventlar í þaki bílsins og opnan- legir hliðargluggar. Farþegar geta þannig sjálfir stjórnað loftræstingunni. Auk geysimikilla hliðarrúða eru stórar rúður eftir endilöngu þaki bílsins, eins og reyndar tíðkast orðið á mörgum slíkra far- kosta af nýrri gerðinni, en þessi bifreið er einnig með þakgluggum að framan og aftan, sem er óalgengara og eykur útsýnið úr bílnum til stórra muna. Hægt er að draga gluggatjöld fyrir alla hliðarglugga, sem er einkar hagkvæmt í mikilli sól. Bifreiðin er afar há undir og því heppileg til langferða á misjöfnum vegum. Athygli vekur, hve bíllinn er mjúkur í akstri og fer vel með farþegana þó vegurinn sé slæmur yfirferðar. Bíllinn er búinn 120 ha. Merzeder-Bens aflvél, sem er óvenju stór og kraftmikil miðað við stærð vagnsins. Eins og að framan var sagt, er Júlíus þaulreyndur bílstjóri, farsæll í akstri, gæt- inn og hjálpsamur. Hugmynd hans með þessum bílakaupum er að taka að sér hópferðaakstur yfir sumartímann í lengri og skemmri ferðir og er t. d. tilvalið fyrir félagasamtök og starfsmannahópa að taka vagninn á leigu í þessu skyni. Einnig gætu fjölskyldur sameinast um slíkar hópferðir um helgar eða í sumarleyfum og fengju þannig ódýrar en skemmtilegar samveru- stundir oft við hin ákjósanlegustu skilyrði. Þetta sagði Júlíus mér nú á dögunum, er hann sýndi mér þennan glæsilega far- kost og bauð mér í ökutúr um næsta ná- grennið, svo ég fengi að kynnast gæðum bílsins af eigin raun. — Og eftir þá kynnis- för held ég mér sé óhætt að gera hans orð að mínum og hvetja menn til að hug- leiða þetta og hafa síðan samband við Júlíus í síma 1876, sem mun að sjálfsögðu gefa nánari upplýsingar um hvað fyrir honum vakir og skipuleggja ferðir eftir óskum manna. Nánar um þetta í aug- lýsingu á öðrum satð hér í blaðinu. H. Th. B. Xætur- og helgidagalæknar í Keflavíkurhéraði: í júní: 17. Arnbjörn Ólafsson. 18. Arnbjörn Ólafsson. 19. Guðjón Klemenzson. 20. Kjartan Ólafsson. 21 Kjartan Ólafsson. 22. Arnbjörn Ólafsson. | 23. Arnbjörn Ólafsson. 24. Guðjón Klemenzson. 25. Guðjón Klemenzson. 26. Kjartan Ólafsson. 27. Arnbjörn Ólafsson. 28. Arnbjörn Ólafsson. 29. Guðjón Klemenzson. 30. Guðjón Klemenzson. 1. Kjartan Ólafsson. 2. Kjartan Ólafsson. 3. Arnbjörn Ólafsson. 4. Guðjón Klemenzson. 5. Guðjón Klemenzson. 6. Kjartan Ólafsson. 7. Kjartan Ólafsson. 8. Arnbjörn Ólafsson. 9. Arnbjörn Ólafsson. 10. Guðjón Klemenzson. 11. Kjartan Ólafsson. 12. Kjartan Ólafsson. 13. Arnbjörn Ólafsson. 14. Arnbjörn Ólafsson. 15. Guðjón Klemenzson. 16. Guðjón Klemenzson. 17. Kjartan Ólafsson. 18. Arnbjörn Ólafsson. 19. Arnbjörn Ólafsson. 20. Guðjón Klemenzson. 21. Guðjón Klemenzson. Samvinnubankinn opnar útibú í Keflavík. Þriðjudaginn 12. maí opnaði Samvinnu- bankinn útibú í Keflavík. Er þetta þriðja útibú bankans, en hin eru í Hafnarfirði og á Akranesi. Afgreiðsla hins nýja útibús er til bráða- birgða í skrifstofuhúsnæði Kaupfélags Suður- nesja á Faxabraut 27 og verður hún opin alla virka daga frá kl. 4—6 e. h. Starfsfólk frá aðalbankanum í Reykjavík mun fyrst um sinn annast rekstur útibúsins. Kaupfélag Suðurnesja á nú í smíðum stórt og myndarlegt verzlunarhús á Vatnsnestorgi i Keflavík og verður bankaútibúið þar til húsa í framtíðinni. Nýtt sönglag. Blaðinu hefir borizt nýtt lag á nótum eftir Kristinn Reyr. Lag þetta, sem heitir Frjálsa fsland, er við samnefnt ljóð eftir höfundinn, , og var það á sínum tíma, eða vorið 1944, sent dómnefnd um lýðveldissöng íslendinga. Lagið er prentað í Offsetprent h.f. og er uppsetning þess og frágangur hinn vandað- asti. Ragnar Björnsson söngstjóri raddsetti lagið. Kápumynd gerði höfundur og er hún hin fegursta. Ljóðið er prentað á baksíðu. Lagið fæst í öllum hljóðfæra- og bókaverzlunum. 94 — FAXl

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.