Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 13

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 13
áleiðis, svo það varð ekkert úr að þessi ráðagerð yrði framkvæmd. Kl. 3—4 um daginn vorum við komnir það nærri landi út af Hvalsnesi, að sést hafði til okkar frá Bæjarskerjum, eftir því, sem við síðar fréttum, og um dimmumót um kveldið erum við komnir það áleiðis að við sáum til Sandgerðis og höfðum þá stefnu laust við Garðskaga, var þá kominn nokkuð þungur vindur austlægur. Hugs- aði ég til að halda norður undir Skaga- röstina og venda þá, vorum við allir á dekki. Heppnaðist þessi hugmynd, gekk vendingin að óskum þrátt fyrir illar að- stæður. Var nú haldið suður og væntum við að ná fljótlega heim. En „Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða“, því er við litum í átt til Skagavitans, eftir vend- inguna, sáum við sjóinn allan í einni roku og um leið lagðist báturinn á lunningu undan rokinu, svo snögglega skall of- viðrið á af suðaustri. Nú varð fyrst fyrir að fækka seglum, því þar sem Trausti var kjölfestulaus, óttaðist ég að hann stæðist ekki hamfarir stormsins með öll segl uppi, voru því öll segl tekin niður. Tókum við nú upp nýjan hátt, voru nú teknar tvær tómar olíutunnur, sem um borð voru, og slógum úr þeim sponsin, brugðum utan um þær akkerisfesti og bundum með tógi, sem bezt við kunn- um, og var þessu rennt útbyrðis ásamt 30 föðmum af keðju við hvora tunnu og þá sett fast. Þetta verkaði sem drifakker. Sponslausar tunnurnar fylltust af sjó og urðu þannig, ásamt keðjunni, ágætt drif- akker, sem stýrði því að báturinn horfði upp í hverja kviku. Þessi rokhryna stóð til kl. 10—11 daginn eftir, þá lygndi, en sjór var svo úfinn, að varla var stætt á dekkinu. Var sjólag einna líkast því, að syði í grautarpotti. Um nóttina vorum við alltaf tilbúnir með olíubrúsa til að hella í sjóinn, ef með hefði þurft. Nú fórum við að reyna að innbyrða drifakkeris-útbúnað- inn og notuðum til þess handsnúið akkeris- spil eins og þá tíðkaðist i öllum báturn, en verkið gekk seint og erfiðlega. Vorum við að streitast við þetta í á að gizka 3—4 klst. Þegar það var loksins búið, voru aftur sett upp segl og siglt suður. Nú loksins, þegar maður gaf sér tíma td að líta upp og skyggnast um, þar sem oveðrinu hafði slotað og sjór var tekinn að stillast, sá ég ekkert annað en skipsreyk 1 vesturátt, sem við töldum vera úr togara. Var nú slagað og siglt í þrjá til fjóra tima á hvorn bóg það sem eftir var dags- ms, alla nóttina og fram undir kveld dag- inn eftir, þá sáum við ljós í austur af okk- ur, en ekki vissum við, hvaða ljós það voru. En þegar leið á nóttina, sáum við hvers kyns ljós þetta voru, þetta voru togarar að líkindum milli 20 og 30 og giskuðum við á að þeir væru í Akurnesingaforunum. Meðan á þessu ferðalagi stóð leið mann- skapnum vel, við höfðum náð nokkrum krókum af línunni og á þeim 2—3 fisk- um, svo við höfðum nægan mat og einnig vatn og gátum sofið til skiptis. Er hér var komið, datt mér í hug að reyna að vekja á okkur eftirtekt með því að kynda bál því við höfðum nóg efni til þess. Gerðum við nú þetta, en hver tog- ari, sem við nálguðumst var fljótur að fjarlægjast. Hafa sennilega verið nærri landhelgi og ekki viljað eiga neitt á hættu. A eftir sá ég mest eftir að hafa elt togarana undan vindinum og þannig tapað því, sem unnizt hafði við siglinguna, þar sem vindur var alltaf austlægur. Hélt ég, að í dögun mundum við sjá hvar við vorum staddir. Kom það á daginn að í dögunina rofaði svo til, að við þekktum Akrafjall og Skarðsheiðina, en „Adam var ekki lengi í paradís“, því að svo sem hálftíma liðnum var kominn svarta bilur. En nú vissum við hvar við vorum staddir. Nú var siglt suður og stefna sett þannig, að ég áleit að við mundum stefna nálægt Gerðahólma. Nú líður nokkur tími, ekk- ert sérstakt að gera, vindur þægilegur og hagstæður, en alltaf svarta bylur. Ég stóð við stýrishúsið i skjóli fyrir vindi, studdist upp við það og horfði út í bylinn, sé ég þá allt í einu koma út úr sortanum togara á fullri ferð og renndi hann svo nærri hekk- inu á Trausta að við lá að skipin næmu saman, veifaði rórmaðurinn í brúnni um leið og hann fór hjá, en mér brá svo við atburð þennan, að mig tók drjúga stund að jafna mig eftir, því ekki rnunaði þarna nema sekúndubroti, að ekki yrði stór slys. Var þetta íslenzkur togari á leið til Reykja- víkur hlaðinn afla, var ég nú viss um að vera á réttri leið. Rétt eftir að þetta atvik skeði, stytti upp snjókomuna og vorum við þá komnir langleiðina að Gerðahólma og héldum við að landi við Gerðar. Kom þar bátur um borð frá Guðmundi Þórðar- syni, lítgerðarmanni Trausta, urðu menn fegnir að frétta að öllum leið vel um borð. Bað ég nú um að síma til Sandgerðis og fá bát til móts við okkur og draga Trausta inn á 'höfnina í Sandgerði. Sigldum við nú suður fyrir Skaga og vorum dregnir inn á höfn, og var hrakningi okkar þar með lokið. Þetta mun hafa verið daginn fyrir Þorláksmessu 22. des. Höfðum við þá verið í þessum hrakningum í 4 sólar- hringa. Þegar fólki í landi þótti sýnt, að eitt- hvað mundi hafa komið fyrir Trausta, var „Islands Falk“, danska varðskipið hér við land fenginn til að leita okkar. Hafði hann komið inn á höfn í Sandgerði og fengið um borð Hákon Halldórsson, formann á Svaninum, átti hann að vísa leiðina út á miðin þar, sem bátarnir höfðu verið að veiðum, svo höfðu þeir reiknað með því að Trausta hefði rekið til hafs og hagað leit sinni samkvæmt því. Hafði það því verið reykur úr leitarskipinu, sem við sáum, er veðrinu slotaði um morguninn. Hafði „Fálkinn" svo siglt upp undir Snæ- fellsnes og suður með Mýrum til Revkja- víkur. Vorum við því dæmdir dauðir og þess vegna svo sem úr helju heimtir, er við náðum landi“. Hér lauk frásögn Arna Magnússonar af þessari sjóferð. Við hana er engu að bæta, en hún sýnir, að lengi má finna ráð til bjargar, þótt erfitt sýnist, ef kjarkur ekki bilar, en kjarkurinn hefir löngum verið aðalsmerki íslenzkra sjómanna. Innlánsdei ld kaupfélagsins greiðir yður hæstu fáanlega vexti. Ávaxtið fé yðar hjá oss. Kaupfélag Suðurnesja F A XI — 93

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.