Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 19

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 19
Kristján: Margan kvilla má fá, mörgum leggur gust frá. Þína veður váspá vil ég ekki hlusta á. Páll: Veiran grær í gríð og erg, gerist það til baga, að ég er aumur eftir Berg, enn í koki og maga. Kristján: Nóg er af böli, nokkuð af gæðum, naumast um skapandi list. Lífið skiptist á lægðum og hæðum, legum og fótavist. Páll: Heiðra skaltu Hörgárdal, hann þó kvalir veiti. Þar er verst — og þó er bezt þar að flestu leyti. Kristján: Margur hefur gisti-griðin brotið, gjarnan ungrar heimasætu notið. Hann, sem rændi huldunni ór dalnum heima ætti hvergi nema í valnum. Páll: Sjálfur stalstu stúlku hér í dalnum, stökkst með hana burt úr fjallasalnum, segir því og þykist reyndur vera: Þetta skyldi enginn maður gera. Ungur maður fylgdi Þuru í Garði yfir Vatn á skautum. Er Þura kom heim orti hún: Mig dreymdi að væri að vora og hlýna og voninni er fært yfir allt. En þegar ég háttaði í holuna mína var helvítið ísjökulkalt. Og meira kemst ekki í blaðið að sinni. Eg þakka Sigurði góða skemmtun og um leið og við kveðjumst óska ég honum góðs gengis og fararheilla heim til síns „------ skrautibúna, fagurgjörða“ Skagafjarðar. H. Th. B. Tek að mér hópferðaakstur í lengri og skemmri ferðir. — Hef 26 manna bíl. Einnig ef um stærri hópa er að ræða útvega ég góða og tryggilega bíla. Pantið tímanlega. — Upplýsingar í síma 1876 JÚLÍUS KRISTINSSON Kirkjuteig 7 x * KEFLAVÍK - SUÐURNES FRAMKVÆMUM ALLSKONAR MYNDATÖKUR Á stofu. I heimahúsum. I samkvæmum. Passamyndir. Ökuskírteinismyndir. Eftirtökur á gömlum myndum. Auglýsingamyndir. Pantið í síma 1890 eða 1133. Ljósmyndastofa Suðurnesja Túngötu 22 — Keflavík — Sími 1890 — Pósthólf 70 1 ÚTGERÐARMENN! SNUKPUNÓTAVÍR 2<4" 300 faðmar kr. 14.330,00 pr. rúlla. Keflvíkingar! — Suðurnesjamenn! Munið, að þér fáið Loftleðaþjónustuna hjá Kristjáni Guðlaugssyni, Víkurbraut, Keflavík, sími 1804. Þæglegar hraðferðir heiman og heim. Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild — sími 1505. F a x I — 99

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.