Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 8

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 8
' ;---------------------------------------------------------------------------------------------'\ Utgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. — Ritstjóri og afgreiðslumaður: 1i ir Hallgrímur Th. Bjömsson. Blaðstjóm: Hallgrímur Th. Bjömsson. Margeir JL.Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar Sveinsson. Verð blaðsins í lausasölu krónur 15,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. V_________________________________________________________________________________________________/ Tónlistarskólinn í Keflavík byrjar óttunda starfsór sitt Aðalfundur Tónlistarfélags Keflavíkur var haldinn þriðjudaginn 15. sept. í Tón- listarskólanum. Sú eina breyting varð á stjórnarskipan, að Arnbjörn Olafsson baðsl undan endurkjöri, sem gjaldkeri félagsins. og var í hans stað kosinn gjaldkeri frú Ingveldur Þorsteinsdóttir. Þakkar tónlist- arfélagið Arnbirni vel unnin störf, sem gjaldkera undanfarin ár. Stjórn Tónlistar- félagsins skipa þá: frú Vigdís Jákobsdóttir formaður, Helgi S, Jónsson ritari, frá Ing- veldur Þorsteinsdóttir gjaldkeri, og með- stjórnendur frú Sesselja Magnúsdóttir og Kristinn Reyr. Fundurinn gladdist yfir þeirri samvinnu, sem tekizt hefir með barnaskólanum, gagnfræðaskólanum og tónlistarskólanum og vonar að slíkt samstarf megi halda áfram og telur að sameiginlegt átak þess- ara aðila verði heilladrjúgt tónlistarmál- um Keflavíkur og reyndar Suðurnesja allra. Og rétt þykir að benda á, að tón- listarskólanum er ekki ætlað að vera skóli Keflvíkinga einna, heldur vill hann ná til ungmenna á öllum Suðurnesjum, scm óska að þjálfa og þroska sig í tónlistinni og að þeir geti fundið skólann, sem sinn skóla, hvar sem þeir annars eru búsettir á Suður- nesj um. Skólinn vill reyna á þau fög, sem kennd eru við skólann, en þau eru: píanóleikur, fiðluleikur, kennsla á flestöll blásturshljóð- færi, söngkennsla og kennsla í undirbún- ingsdeild. Um undirbúningsdeildina er það að segja, að þar hafa verið tekin inn börn allt niður í 6 ára aldur, lil undirbúningsþjálf- unar, og verður svo áfram. En þar sem þessi dcild ltefir, því miður, orðið nokkuð útundan í mótun skólans, hefir skólinn í hyggju að leggja meiri rækt við þessa deild hans, en verið hefir hingað til. Það er að takmörkuðu leyti hægt að segja til um tónlistarhæfni 6—8 ára gam- als barns. En nokkra sérhæfileika þarf til að ná nokkrum teljandi árangri í tónlistar- námi og því verður að telja það skyldu skólans að reyna að þekkja þessa sérhæfi- leika strax í upphafi, svo ekki þurfi að eyða peningum og tíma í tilgangslaust nám. Þrátt fyrir það að skólinn hafi haft fær- ustu söngkennurum á að skipa, hefir söng- deildin verið fremur fámenn og hefir það valdið nokkrum vonbrigðum hjá forráða- mönnum skólans. Vill skólinn benda á, að söngkennsla er ekki fyrir einsöngvara eina, eða þá sem það vilja verða. Síður en svo. Söngkennslan í skólanum er ætluð fyrir alla þá sem finna ánægju í að syngja — hvort sem þeir gera það hér, í bílnum sín- um á leiðinni í eða úr vinnunni, í baðinu eða fram í eldhúsi, yfir uppvaski, fram á stafni eða aftur í skut, jafnvel leikarinn, sem verður að heyrast aftur á 30. bekk hefir gott af að læra svolítið að syngja. Og þar sem staðreyndir hafa sýnt að mikið er af söngröddum á Suðurnesjum, hlýtur að vera verkefni fyrir söngkennara. Stjórn Tónlistarfélagsins þakkar öllum vclunnurum og styrktarfélögum skólans góðan skilning og samstarf. Með þökk fyrir birtinguna. R. B. Þjóðhátíðin í Kcflavík. Hátíðahöldin hófust með því að Lúðrasveit Keflavíkur lék við kirkjuna og var gengið þaðan á hátíðasvæðið í Skrúðgarðinum. Skát- ar báru lýðveldisfánann að 17. júní stönginni, sem er minnismerki um lýðveldisstofnunina 1944. Fáninn var dreginn að hún kl. 2 af Jóni Guðbrands- syni. Þá fór fram guðsþjón- usta, flutt af sr. Birni Jóns- syni og flutt minni dagsins af Vilhjálmi Þórhallssyni lög- fræðingi. — Kristbjörg Kjeld flutti ávarp Fjallkonunnar efir Kristinn Reyr. Guðmund- ur Jónsson óperusöngvari söng og fleiri skemmtiatriði fóru fram í Skrúðgarðinum, t. d. söng Karlakór Keflavík- ur undir stjórn Herberts Hri- berseck og þar á meðal nýtt lag og ljóð eftir Kristinn Reyr, tileinkað lýðveldistökunni. — Um kvöldið var dansað á göt- um bæjarins, bæði nýju og gömlu dansarnir, og fóru þar fram ýmis önnur skemmti- atriði. Veður var mjög gott og fór hátíðin vel og virðu- lega fram. 4 J 116 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.