Faxi

Volume

Faxi - 01.06.1966, Page 4

Faxi - 01.06.1966, Page 4
Skemmdarverk unnin í skrúð- garði Keflavíkur á eigin ábyrgð meðan unnt er, en ekki fæðingarhreppsins. Nú sá ég að fiskveiðar með þeirri að- ferð, sem hér er viðhöfð, voru svo óviss atvinnuvegur, að það var beinlínis hættu- legt að byggja lífsvon sína á honum. Eg fór þá að verja frístundum mínum til jarðræktar meira en áður og almennt gerð- ist í þá daga. Túnið, sem er um 314 dag- slátta, afgirti ég og sléttaði nær 14 af því. Við það, og betri hagnýtingu áburðarins, tók það þessum breytingum: Fyrri árin 10 (1880—89) fékk ég af því til jafnaðar 25 hesta, minnst 18, og hafði þá ýmist 1 eða 14 kú. En 7 árin síðustu (1890—96) fékk ég að meðaltali 53 hesta, mest 60, fjögur seinustu árin, og hafði þá tvær kýr. Þetta eru að vísu ekki mikil verk. En efnin voru engin og kraftarnir veikir, þó viljinn væri sterkur. Tæki hver jarðarpartur jafn- miklum breytingum að dltölu á ekki lengri tíma, geta menn séð, hvort það hefði ekki nokkra þýðingu fyrir landbúnaðinn .— Kálgarður sá, er ég tók við var um 60 ferfaðmar. Við hann bætti ég 100 ferföðm- um. Aður var uppskeran 114—6 tn. af rófum, síðan 20—33 tn. — Auk þess hefi ég hlaðið og ræktað kálgarða í grýttum óræktar-móa og gróðurlausum mel utan túns, sem eru samtals 1080 f. f. Nú er ég þó að rækta grasblett í þeim 180 f. f. I vor var í fyrsta sinn sáð í alla þessa garða. Þó eru þeir ekki komnir í fulla rækt enn, til þess þarf langan tíma og mikla fyrirhöfn, því jarðvegur er hér alveg næringarlaus fyrir garðjurtir, þangað til að hann hefir fengið mikinn og góðan áburð. En hér er lítið um hann, afgangs túnum, utan þara, og er langur og erfiður vegur að flytja hann. — Þegar þessir garðar eru komnir í fulla rækt, mun ég skýra frá uppskerunni til að vita hvort yður þykir ekki gagn og gaman að eiga slíkan blett. Nóg er af líkum jarðvegi hvar sem er og víða miklu betri. Garðar þessir eru í óskiptu landi. Þess skal getið, hlutaðeigendum til maklegs heið urs og öðrum til eftir-dæmis, að jarðeig- cndur hafa góðfúslega leyft mér að byggja þá með því skilyrði, að ég megi njóta þeirra að kostnaðarlausu, meðan ég dvel hér í hreppi, eða konan mín. Ég þarf ekki að taka það fram, að einmitt af því að ég snéri mér að jarðrækt- inni hefi ég komist af án sveitarstyrks, þrátt fyrir voðalegt aflaleysi ár eftir ár, veikindi og mikla ómegð, — ég á nú 10 börn á 1.—16. ári. — Þess skal jafnframt getið, með innilegu þakklæti, að hrepps- Á hinum almenna borgarafundi, sem haldinn var í Keflavík rétt fyrir nýafstaðn- ar bæjarstjórnarkosningar, kom það m. a. fram, að til fegrunar á skrúðgarði bæjar- ins, hefði á síðast liðnu kjörtímabili verið varið 1.5 millj. króna. Nú á dögunum leit ég inn í garðinn til að sannfærast um þessar miklu og fjár- freku framkvæmdir, og þó ég naumast fái skilið, að það sem þar er að sjá, hafi verið svo dýru verði keypt, sem að framan getur, þá er ei að síður víst um það, að þar hefir margt verið vel gert og garðurinn í heild tekið miklum stakkaskiptum til bóta frá því sem áður var, undir stjórn hins ötula garðyrkjumanns bæjarins, Guðleifs Sigur- jónssonar. En það sem sérstaklega vakti athygli mína, á leið minni um garðinn, voru and- styggileg skemmdarverk, sem þar hafa verið unnin nú að undanförnu og sem sum hver eru þess eðlis, að fólk mun vart trúa. Skulu hér nefnd nokkur dæmi: Sprengdar hafa verið upp rafsoðnar hliðgrindur á girðingunni að norðan. Ráð- ist hefir verið á hið nýja og vandaða garð- hús, sprengd göt á hurðir þess, veggir ataðir málningaklessum, útiljósastæði snúin niður og þakið sligað. Þó ljótt sé, þá er þetta aðeins forsmekkur þeirrar smánar, sem við augum blasir, er lengra kemur inn í garðinn. Minningarstöngin fræga, — stolt bæjarins og prýði með Jóns Sigurðs- sonar skjöldinn greiptan í fótstallinn, hefir ekki sloppið við æði þessara skemmd- félagar mínir o. fl. hafa sýnt mér mjög mikinn velvilja og hjálpfýsi, bæði í veik- indum og endranær, og þeir, sem nokkurs megna, styrkt mig og stutt á ýmsan hátt til að komast áfram. — Og þó ég hafi nú sleppt jörðinni, vegna þess að ég sá mér ekki fært að borga eftir hana, — það er erfitt þegar tveggja ára sjávarafli nægir ekki í eins árs eftirgjald, — þá nýt ég þó kálgarðanna. Og einmitt þess vegna er ég ekki vonlaus um að halda barnahópnum mínum frá sveitinni, meðan heilsa og líf endist. — arvarga, sem hafa mölbrotið skjöldinn, losað síðan flagglínuna og keyrt í harða- hnút upp við hún, svo nota verður krana til að ná henni aftur niður. Grasvöllurinn hefir verið stórskemmdur með þvi að nota hann fyrir fótboltavöll, einnig hefir trjá- og runnagróðri í garðinum verið stórspillt. Trén hafa ýmist verið rifin upp, brotin niður eða barkarflett. Gangstétt, sem steypt hafði verið í kringum tjörnina og sem fyrst og fremst var ætluð börnum, er vildu sigla litlum skútum á henni, hefir nú verið sprengd og brotin og stykkjun- um síðan fleygt út í tjörnina, ásamt öðru rusli, sem þessi trantaralýður hefir dregið út í hana, þ. á m. slöngum og dekkjum til að fleyta sér á, en allt slíkt er fortaks- laust bannað. Stór víðihrísla, sem var í hólmanum, hefir verið fjarlægð og fuglar, sem sezt höfðu að á tjörninni, teknir og úr þeim pínt lífið á hryllilegan hátt, en upplýsingar um þann ljóta verknað hefi ég beint frá garðyrkjumanninum, sem þó vildi helzt ekki þurfa að lýsa þeim viðbjóði nánar. Hans álit var, að þessi skemmdarverk væru unnin af unglings piltum á aldrin- um 14—16 ára. Væri lögreglunni kunn- ugt um nöfn sumra þeirra og mundi hún nú fylgjast með framvindu þessara mála en tjónið af skemmdum þessum kvað hann aldrei metið minna en tuttugu þúsund krónur. 1 stuttu viðtali sem ég átti við Guðleif og yfirlögregluvarðstjórann, Tryggva Kristvinsson um þessi mál, báðu þeir blaðið að koma þeirri eindregnu ósk til foreldra ungmenna hér í bæ, að þeir fylgist betur með gerðum barna sinna og brýni fyrir þeim mannsæmandi framkomu, jafnt úti í ríki náttúrunnar sem í daglegri um- gengni við menn og málleysingja. Þá skora þeir einnig á alla góða bæjarbúa, að hringja tafarlaust til lögreglunnar, sjái þeir börn eða unglinga vinna skemmdarverk, hvort heldur er á gróðri jarðar eða mannvirkj- um, svo þeim verði refsað fyrir. Undir þessi tilmæli tekur blaðið af heilum hug. H. Th. B. 84 — FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.